„Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. nóvember 2025 22:47 Friðrik Margrétar Guðmundsson tónskáld ræddi þýðingu þess að fá Grammy-tilnefningu tvö ár í röð við fréttamann. Facebook/Vilhelm Tónskáld og poppsérfræðingur segir það risastóra viðurkenningu fyrir tónlistarkonuna Laufeyju Lin að fá tilnefningu fyrir poppplötu ársins ári eftir að hún sigraði í sama flokki Grammy-verðlaunanna. Með þessu festi Laufey sig í sessi á stjörnuhimninum í tónlistarlífi utan landsteinanna. Tilkynnt var í gær að tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir sé tilnefnd til Grammy-verðlauna í flokki hefðbundinnar popptónlistar fyrir breiðskífuna A Matter of Time sem kom út í ágúst á þessu ári. Í flokknum etur hún kappi við poppgoðsagnir á borð við Elton John, Lady Gaga og Börböru Streisand. Fyllti Madisongarðinn Friðrik Margrétar Guðmundsson, tónskáld og poppsérfræðingur, segir í samtali við fréttastofu að ljóst sé að Laufey sé risastórt nafn í tónlistarbransanum. Sem dæmi var uppselt á tónleika hennar í tónleikhöllinni Madisongarði í New York sem tekur um tuttugu þúsund manns í sæti. „Þetta eru náttúrulega stærstu tónlistarverðlaun í heiminum þannig að þetta er mjög stórt. Þá vegur það líka meira að hún er ekki að gera tónlist sem er ekki alveg eins og það vinsælasta í heiminum heldur er hún að fara sína eigin leið.“ Verðskuldað Þetta er í annað sinn sem Laufey er tilnefnd til þessara rómuðu verðlauna en hún hlaut verðlaunin í sama flokki á síðasta ári fyrir breiðskífuna Bewitched sem kom út árið 2023 og sigraði heimsbyggðina. „Plata er náttúrulega heildarverk, stórt verk, og að fá tilnefningu tvö ár í röð fyrir eitthvað eins og plötu er náttúrulega rosalega stórt og setur hana á þennan stall sem hún á skilið að vera á núna því hún er það stórt nafn. Tilnefningin sannreynir það og staðfestir það að hún er þessi stóra listakona sem hún er. Að hún geti fylgt eftir þessari frábæru plötu sem hún átti í fyrra með plötunni sem hún gerði í ár.“ En hvað er það við tónlist Laufeyjar sem er lykillinn að þessari miklu velgengni? „Umræðan um tónlistina er mikið bundin við hvað hún dregur mikil áhrif frá gamalli tónlist, tónlist frá millistríðs- og eftirstríðsárunum. Í kjarnanum er þetta rosalega nútímaleg tónlist. Þetta er látlaust-lágstemmt, sem er stílbragð sem hefur rutt sér til rúms síðustu ár,“ segir Friðrik. Tónlist Laufey Lín Grammy-verðlaunin Íslendingar erlendis Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Tilkynnt var í gær að tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir sé tilnefnd til Grammy-verðlauna í flokki hefðbundinnar popptónlistar fyrir breiðskífuna A Matter of Time sem kom út í ágúst á þessu ári. Í flokknum etur hún kappi við poppgoðsagnir á borð við Elton John, Lady Gaga og Börböru Streisand. Fyllti Madisongarðinn Friðrik Margrétar Guðmundsson, tónskáld og poppsérfræðingur, segir í samtali við fréttastofu að ljóst sé að Laufey sé risastórt nafn í tónlistarbransanum. Sem dæmi var uppselt á tónleika hennar í tónleikhöllinni Madisongarði í New York sem tekur um tuttugu þúsund manns í sæti. „Þetta eru náttúrulega stærstu tónlistarverðlaun í heiminum þannig að þetta er mjög stórt. Þá vegur það líka meira að hún er ekki að gera tónlist sem er ekki alveg eins og það vinsælasta í heiminum heldur er hún að fara sína eigin leið.“ Verðskuldað Þetta er í annað sinn sem Laufey er tilnefnd til þessara rómuðu verðlauna en hún hlaut verðlaunin í sama flokki á síðasta ári fyrir breiðskífuna Bewitched sem kom út árið 2023 og sigraði heimsbyggðina. „Plata er náttúrulega heildarverk, stórt verk, og að fá tilnefningu tvö ár í röð fyrir eitthvað eins og plötu er náttúrulega rosalega stórt og setur hana á þennan stall sem hún á skilið að vera á núna því hún er það stórt nafn. Tilnefningin sannreynir það og staðfestir það að hún er þessi stóra listakona sem hún er. Að hún geti fylgt eftir þessari frábæru plötu sem hún átti í fyrra með plötunni sem hún gerði í ár.“ En hvað er það við tónlist Laufeyjar sem er lykillinn að þessari miklu velgengni? „Umræðan um tónlistina er mikið bundin við hvað hún dregur mikil áhrif frá gamalli tónlist, tónlist frá millistríðs- og eftirstríðsárunum. Í kjarnanum er þetta rosalega nútímaleg tónlist. Þetta er látlaust-lágstemmt, sem er stílbragð sem hefur rutt sér til rúms síðustu ár,“ segir Friðrik.
Tónlist Laufey Lín Grammy-verðlaunin Íslendingar erlendis Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“