Hver er ábyrgð okkar í loftslagsmálum? Ásbjörn Björgvinsson skrifar 21. ágúst 2018 06:30 Víða er enn verið að moka skurði og framræsa votlendi. Það er skiljanlegt þegar bú eru að stækka og bændur vilja hafa ræktarlöndin sem næst búunum en víða eru skurðir sem þjóna ekki lengur neinum tilgangi. Undanfarna áratugi hafa verið grafnir skurðir út um allt land, áætluð heildarlengd þeirra er um 34.000 km. Aðeins um 15% af því landi sem búið er að ræsa fram með þessum hætti er í beinni landbúnaðarnotkun í dag auk þeirra svæða sem nýtt eru sem beitarlönd. Stærstan hluta þeirrar losunar á CO2 sem Ísland telur fram til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna má rekja til framræslu votlendis. Votlendið sem þurrkað hefur verið upp er að losa gríðarlegt magn koltvísýrings, CO2 ,á hverjum degi. Þegar vatnið lækkar hefst niðurbrot gamalla gróðurleifa í mónum. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar hérlendis á losun frá framræstu votlendi og búið er að reikna út af sérfræðingum Landbúnaðarháskólans að losunin nemi um 20 tonnum af CO2 á hektara að meðaltali og er það í samræmi við rannsóknir sem gerðar hafa verið í Noregi, Svíþjóð og Skotlandi. Þetta er stóra samfélagsverkefnið okkar! Votlendissjóðurinn vill endurheimta votlendi á þeim svæðum sem ekki eru lengur í beinni landbúnaðarnotkun til að stöðva losun á CO2 með einföldum og varanlegum hætti. Ábyrgð okkar er mikil því áhrif losunar er farin að valda búsifjum víða í heiminum. Við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar með endurheimt votlendis á Íslandi. Við skorum á landeigendur, bændur og alla sem vilja sýna samfélagslega ábyrgð að hafa samband við okkur til að bjóða fram skurði sem ekki þjóna lengur neinum tilgangi svo hægt verði að loka þeim og draga þar með úr losun gróðurhúsalofttegunda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Eldra fólk á betra skilið Sigurjón Þórðarson Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun Eldra fólk á betra skilið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Sjá meira
Víða er enn verið að moka skurði og framræsa votlendi. Það er skiljanlegt þegar bú eru að stækka og bændur vilja hafa ræktarlöndin sem næst búunum en víða eru skurðir sem þjóna ekki lengur neinum tilgangi. Undanfarna áratugi hafa verið grafnir skurðir út um allt land, áætluð heildarlengd þeirra er um 34.000 km. Aðeins um 15% af því landi sem búið er að ræsa fram með þessum hætti er í beinni landbúnaðarnotkun í dag auk þeirra svæða sem nýtt eru sem beitarlönd. Stærstan hluta þeirrar losunar á CO2 sem Ísland telur fram til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna má rekja til framræslu votlendis. Votlendið sem þurrkað hefur verið upp er að losa gríðarlegt magn koltvísýrings, CO2 ,á hverjum degi. Þegar vatnið lækkar hefst niðurbrot gamalla gróðurleifa í mónum. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar hérlendis á losun frá framræstu votlendi og búið er að reikna út af sérfræðingum Landbúnaðarháskólans að losunin nemi um 20 tonnum af CO2 á hektara að meðaltali og er það í samræmi við rannsóknir sem gerðar hafa verið í Noregi, Svíþjóð og Skotlandi. Þetta er stóra samfélagsverkefnið okkar! Votlendissjóðurinn vill endurheimta votlendi á þeim svæðum sem ekki eru lengur í beinni landbúnaðarnotkun til að stöðva losun á CO2 með einföldum og varanlegum hætti. Ábyrgð okkar er mikil því áhrif losunar er farin að valda búsifjum víða í heiminum. Við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar með endurheimt votlendis á Íslandi. Við skorum á landeigendur, bændur og alla sem vilja sýna samfélagslega ábyrgð að hafa samband við okkur til að bjóða fram skurði sem ekki þjóna lengur neinum tilgangi svo hægt verði að loka þeim og draga þar með úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar