Regla í heystakki Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 22. ágúst 2018 06:47 Frumforsenda þess að geta fylgt lögum og reglum er að vita hver þau eru. Þannig er æskilegt að reglur séu, svo fátt eitt sé nefnt, birtar, almennar, skiljanlegar og framkvæmanlegar. Löggjafinn hefur lagt sig fram um að tryggja að nýjasta útgáfa gildandi réttar sé ávallt aðgengileg hverjum sem vill á vef Alþingis, þótt mikið sé tekist á um hvort efni laganna sé nægilega skýrt. Þessari framsetningu er hins vegar ekki að heilsa hjá framkvæmdavaldinu við birtingu reglugerða. Ef einhver ætlar að kynna sér tiltekna reglugerð eða vill fá heildstætt yfirlit yfir gildandi stjórnvaldsfyrirmæli er það hægara sagt en gert. Nú er sá hátturinn hafður á að reglugerðir birtar í reglugerðarsafni Stjórnarráðsins og allar síðari breytingar á þeirri reglugerð eru að jafnaði birtar í aðskildum skjölum. Reglugerð um leigubifreiðar hefur til dæmis verið breytt tíu sinnum þannig að hún minnir á öxina sem pabbi minn erfði frá pabba sínum og ég loks frá pabba mínum, nema hvað að það er búið að skipta þrisvar um haus og fimm sinnum um skaft á öxinni. Gildandi reglugerð er því að efninu til allt önnur en upprunalega reglugerðin, þó svo hún beri ennþá sama nafn og hafi enn undirskrift sama ráðherra og þegar hún var sett. Til að komast að því hverjar gildandi reglur eru þarf því að bera saman fjölmargar breytingarreglugerðir við upprunalegu reglugerðina.Óaðgengilegar reglur eru ekki góðar reglur Fólk og fyrirtæki eiga að geta kynnt sér lögin og reglurnar í landinu og hafa gott aðgengi að upplýsingum um þau boð og bönn sem þau eiga að fylgja. Í einhverjum tilvikum hafa stofnanir tekið að sér að halda úti uppfærðum reglugerðum á vef sínum og er það vel. Hins vegar á sá sem vill kynna sér gildandi rétt ekki að þurfa að þræða vefi ráðuneyta og ríkisstofnana til að finna læsilega útgáfu af reglugerðum, eða sauma breytingarreglugerðir saman við upprunalega reglugerð í groddalegu Word-skjali, fullu af breytingasporum. Reglugerðir eiga allar að vera auðveldlega aðgengilegar öllum á einum stað. Þessi skortur á aðgengi er ef til vill viðráðanlegri fyrir stærri fyrirtæki sem hafa lögfræðinga innan sinna vébanda, en mest bitnar þetta á einstaklingum, sprotum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem vilja komast að því hvaða reglur gilda um þau. Löggjafinn er fullmeðvitaður um þessa stöðu. Frumvarp um uppfærslu stjórnvaldsfyrirmæla var lagt fyrir Alþingi haustið 2015. Fyrsti flutningsmaður var Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og er frumvarpið svo lítið og létt að það rúmast ágætlega hér: 1. gr. Við lögin [lög um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005] bætist ný grein, 7. gr. a, svohljóðandi: Ef gefin er út breyting við stjórnvaldsfyrirmæli skv. 3. gr. eða við samning skv. 4. gr. skal fella texta hennar við gildandi stjórnvaldsfyrirmæli eða samning og birta á vef þess ráðuneytis sem fer með framkvæmd málaflokksins. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Svo mörg voru þau orð en frumvarpið varð ekki að lögum. Núverandi ríkisstjórn ætti að kappkosta að taka á þessari stöðu sem er engum til hagsbóta og auðvelt að bæta úr. Í sáttmála sínum lagði ríkisstjórnin á það mikla áherslu að einfalda regluverk í þágu atvinnulífs og almennings, góð vinnubrögð og að miðla upplýsingum um ákvarðanir og ferli sem varða hagsmuni almennings með aðgengilegum hætti. Betur má ef duga skal því stjórnsýslufyrirmæli eru ekki auðveldlega aðgengileg nema þau séu birt í uppfærðri útgáfu með aðgengilegum hætti. Það er nefnilega ekki nóg að lagaumhverfið sé hagfellt. Framsetningin þarf líka að vera þannig að almenningur, ekki bara lögfræðingar, geti áttað sig á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnar Dofri Ólafsson Markaðir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Frumforsenda þess að geta fylgt lögum og reglum er að vita hver þau eru. Þannig er æskilegt að reglur séu, svo fátt eitt sé nefnt, birtar, almennar, skiljanlegar og framkvæmanlegar. Löggjafinn hefur lagt sig fram um að tryggja að nýjasta útgáfa gildandi réttar sé ávallt aðgengileg hverjum sem vill á vef Alþingis, þótt mikið sé tekist á um hvort efni laganna sé nægilega skýrt. Þessari framsetningu er hins vegar ekki að heilsa hjá framkvæmdavaldinu við birtingu reglugerða. Ef einhver ætlar að kynna sér tiltekna reglugerð eða vill fá heildstætt yfirlit yfir gildandi stjórnvaldsfyrirmæli er það hægara sagt en gert. Nú er sá hátturinn hafður á að reglugerðir birtar í reglugerðarsafni Stjórnarráðsins og allar síðari breytingar á þeirri reglugerð eru að jafnaði birtar í aðskildum skjölum. Reglugerð um leigubifreiðar hefur til dæmis verið breytt tíu sinnum þannig að hún minnir á öxina sem pabbi minn erfði frá pabba sínum og ég loks frá pabba mínum, nema hvað að það er búið að skipta þrisvar um haus og fimm sinnum um skaft á öxinni. Gildandi reglugerð er því að efninu til allt önnur en upprunalega reglugerðin, þó svo hún beri ennþá sama nafn og hafi enn undirskrift sama ráðherra og þegar hún var sett. Til að komast að því hverjar gildandi reglur eru þarf því að bera saman fjölmargar breytingarreglugerðir við upprunalegu reglugerðina.Óaðgengilegar reglur eru ekki góðar reglur Fólk og fyrirtæki eiga að geta kynnt sér lögin og reglurnar í landinu og hafa gott aðgengi að upplýsingum um þau boð og bönn sem þau eiga að fylgja. Í einhverjum tilvikum hafa stofnanir tekið að sér að halda úti uppfærðum reglugerðum á vef sínum og er það vel. Hins vegar á sá sem vill kynna sér gildandi rétt ekki að þurfa að þræða vefi ráðuneyta og ríkisstofnana til að finna læsilega útgáfu af reglugerðum, eða sauma breytingarreglugerðir saman við upprunalega reglugerð í groddalegu Word-skjali, fullu af breytingasporum. Reglugerðir eiga allar að vera auðveldlega aðgengilegar öllum á einum stað. Þessi skortur á aðgengi er ef til vill viðráðanlegri fyrir stærri fyrirtæki sem hafa lögfræðinga innan sinna vébanda, en mest bitnar þetta á einstaklingum, sprotum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem vilja komast að því hvaða reglur gilda um þau. Löggjafinn er fullmeðvitaður um þessa stöðu. Frumvarp um uppfærslu stjórnvaldsfyrirmæla var lagt fyrir Alþingi haustið 2015. Fyrsti flutningsmaður var Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, og er frumvarpið svo lítið og létt að það rúmast ágætlega hér: 1. gr. Við lögin [lög um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005] bætist ný grein, 7. gr. a, svohljóðandi: Ef gefin er út breyting við stjórnvaldsfyrirmæli skv. 3. gr. eða við samning skv. 4. gr. skal fella texta hennar við gildandi stjórnvaldsfyrirmæli eða samning og birta á vef þess ráðuneytis sem fer með framkvæmd málaflokksins. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Svo mörg voru þau orð en frumvarpið varð ekki að lögum. Núverandi ríkisstjórn ætti að kappkosta að taka á þessari stöðu sem er engum til hagsbóta og auðvelt að bæta úr. Í sáttmála sínum lagði ríkisstjórnin á það mikla áherslu að einfalda regluverk í þágu atvinnulífs og almennings, góð vinnubrögð og að miðla upplýsingum um ákvarðanir og ferli sem varða hagsmuni almennings með aðgengilegum hætti. Betur má ef duga skal því stjórnsýslufyrirmæli eru ekki auðveldlega aðgengileg nema þau séu birt í uppfærðri útgáfu með aðgengilegum hætti. Það er nefnilega ekki nóg að lagaumhverfið sé hagfellt. Framsetningin þarf líka að vera þannig að almenningur, ekki bara lögfræðingar, geti áttað sig á því.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun