Gera allt sem þeir geta til að valda starfsfólki og fárveikum sjúklingum Landspítalans sem minnstu ónæði Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2018 16:30 Frá framkvæmdum við legudeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Allt verður gert til að draga úr hávaða sem berst frá framkvæmdum við Landspítalann við Hringbraut til að valda sjúklingum og starfsfólki sem minnstu ónæði. Þetta segir Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítalans, í samtali við Vísi en fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því fyrr í dag að aðstandendur sjúklinga á Landspítalanum kvarti stöðugt undan hávaða sem fylgi framkvæmdum á svæðinu. Jón Axel Ólafsson birti í gær myndband úr herbergi á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut. Hann sagði mikinn hávaða þar vegna framkvæmda frá klukkan níu á morgnanna til átta á kvöldin og sagði ótrúlegt að starfsfólki og fárveikum sjúklingum sé boðið upp á þetta umhverfi og þessi óhljóð. Ingólfur segir í samtali við Vísi að verið sé að skipta um gler í gluggum á álmu Landspítalans sem hýsir legudeildir. Verið sé að setja nýtt sólvarnargler í gluggana og breyta opnanlegum fögum. „Þessi hávaði sem heyrist er frá trésmíðavélum,“ segir Ingólfur.Sjúkrastofur tæmdar Hann tekur fram að þegar farið er í slíkar framkvæmdir þá séu sjúkrastofur tæmdar þar sem framkvæmdirnar eiga sér stað og þá var sumarið notað til að flytja legudeildir á milli hæða svo verktakinn gæti unnið í heilli hæð í einu. „Þetta er það sem við gerum og ef það eru sérstakleglega erfiðar aðstæður þá stoppum við framkvæmdir,“ segir Ingólfur. Hann segir byggingar þarfnast viðhalds og ekki verði komist hjá því. Byggingin verði betri fyrir bragðið þar sem betri opnanleg fög verða til staðar og sólvarnargler sem gerir veruna í sjúkrastofum betri. „Við gerum allt sem við getum til að draga úr hávaða og flytja til eins og mögulegt er,“ segir Ingólfur.Verið er að skipta um gler í álmu sem hýsir legudeildir Landspítalans.Vísir/VilhelmHafa áhyggjur af hávaðaÍ frétt RÚV er rætt við starfsfólk Landspítalans og það sagt kvíða hávaða og öðru jarðraski sem mun fylgja framkvæmdum nýs meðferðarkjarna Landspítalans við Hringbraut. Er vitnað í ljósmæður sem segja mikinn hávaða hafa verið vegna byggingar nýs sjúkrahótels á svæðinu og það hafi meðal annars ítrekað haft þau áhrif að ljósmæður gátu ekki hlustað á hjartslátt fólks. Vinna við nýjan meðferðarkjarna er hafin en verið er að gera bílastæði við BSÍ og úti við Eiríksgötu er verið að leggja nýja vatnslögn. Framkvæmdir verða farnar á fullt í haust og er áætlað að þær standi yfir í tuttugu mánuði. Ingólfur segir að sjálfsagt hafi starfsfólk áhyggjur af hávaðanum. „En ég hugsa að flestir fagni því að það sé verið að byggja nýjar byggingar hérna og aðstaða kemur til með að batna mjög mikið. Það verður allt gert í þessum framkvæmdum til þess draga úr hávaða, ryki og öðru raski.“ Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Allt verður gert til að draga úr hávaða sem berst frá framkvæmdum við Landspítalann við Hringbraut til að valda sjúklingum og starfsfólki sem minnstu ónæði. Þetta segir Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítalans, í samtali við Vísi en fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því fyrr í dag að aðstandendur sjúklinga á Landspítalanum kvarti stöðugt undan hávaða sem fylgi framkvæmdum á svæðinu. Jón Axel Ólafsson birti í gær myndband úr herbergi á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut. Hann sagði mikinn hávaða þar vegna framkvæmda frá klukkan níu á morgnanna til átta á kvöldin og sagði ótrúlegt að starfsfólki og fárveikum sjúklingum sé boðið upp á þetta umhverfi og þessi óhljóð. Ingólfur segir í samtali við Vísi að verið sé að skipta um gler í gluggum á álmu Landspítalans sem hýsir legudeildir. Verið sé að setja nýtt sólvarnargler í gluggana og breyta opnanlegum fögum. „Þessi hávaði sem heyrist er frá trésmíðavélum,“ segir Ingólfur.Sjúkrastofur tæmdar Hann tekur fram að þegar farið er í slíkar framkvæmdir þá séu sjúkrastofur tæmdar þar sem framkvæmdirnar eiga sér stað og þá var sumarið notað til að flytja legudeildir á milli hæða svo verktakinn gæti unnið í heilli hæð í einu. „Þetta er það sem við gerum og ef það eru sérstakleglega erfiðar aðstæður þá stoppum við framkvæmdir,“ segir Ingólfur. Hann segir byggingar þarfnast viðhalds og ekki verði komist hjá því. Byggingin verði betri fyrir bragðið þar sem betri opnanleg fög verða til staðar og sólvarnargler sem gerir veruna í sjúkrastofum betri. „Við gerum allt sem við getum til að draga úr hávaða og flytja til eins og mögulegt er,“ segir Ingólfur.Verið er að skipta um gler í álmu sem hýsir legudeildir Landspítalans.Vísir/VilhelmHafa áhyggjur af hávaðaÍ frétt RÚV er rætt við starfsfólk Landspítalans og það sagt kvíða hávaða og öðru jarðraski sem mun fylgja framkvæmdum nýs meðferðarkjarna Landspítalans við Hringbraut. Er vitnað í ljósmæður sem segja mikinn hávaða hafa verið vegna byggingar nýs sjúkrahótels á svæðinu og það hafi meðal annars ítrekað haft þau áhrif að ljósmæður gátu ekki hlustað á hjartslátt fólks. Vinna við nýjan meðferðarkjarna er hafin en verið er að gera bílastæði við BSÍ og úti við Eiríksgötu er verið að leggja nýja vatnslögn. Framkvæmdir verða farnar á fullt í haust og er áætlað að þær standi yfir í tuttugu mánuði. Ingólfur segir að sjálfsagt hafi starfsfólk áhyggjur af hávaðanum. „En ég hugsa að flestir fagni því að það sé verið að byggja nýjar byggingar hérna og aðstaða kemur til með að batna mjög mikið. Það verður allt gert í þessum framkvæmdum til þess draga úr hávaða, ryki og öðru raski.“
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira