Aðgerðir í leikskólamálum skila árangri Skúli Þór Helgason skrifar 23. ágúst 2018 05:00 Mun betur gengur að ráða í lausar stöður á leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi en undanfarin ár. Lausar stöður eru nú helmingi færri í leikskólum og grunnskólum en á sama tíma í fyrra og horfurnar betri í frístund. Nú er búið að ráða í nær 94% stöðugilda í leikskólum borgarinnar og 98% í grunnskólunum. Eftir er að ráða í 62 stöðugildi á leikskólum sem er að meðaltali eitt stöðugildi á hvern hinna 62 leikskóla borgarinnar. Tvöfalt fleiri leikskólar eru fullmannaðir. Þennan árangur má þakka góðu samstarfi stjórnenda leikskóla og starfsfólks skóla- og frístundasviðs, markvissri kynningarherferð um mikilvægasta starf í heimi, markhópavinnu gagnvart háskólanemum og ungu fólki og kynningu á þeim umtalsverðu hlunnindum sem bjóðast starfsfólki hjá leikskólum borgarinnar, s.s. afslætti af leikskólagjöldum, samgöngustyrkjum, ókeypis máltíðum, menningar- og sundkortum, fjármagni til heilsueflingar o.m.fl. Síðast en ekki síst hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða til að bæta starfsumhverfið, s.s. með hækkun launa, fjölgun undirbúningstíma, auknu rými fyrir börn og starfsfólk, fjölgun starfsfólks á elstu deildum o.fl. Þróunin er í rétta átt en vissulega er enn verk að vinna. Við verðum ekki ánægð fyrr en leikskólarnir eru fullmannaðir og öll börn með úthlutað leikskólarými hafa hafið sína leikskólagöngu. Nú eru um 200 börn á biðlista eftir leikskólaplássi og er því langur vegur frá að fullyrðingar um 1.600 barna biðlista fái staðist. Það sem meira er, allt bendir til að öll þessi 200 börn fái boð um leikskólavist í haust því nú eru ríflega 300 laus pláss á leikskólum borgarinnar. Og horfurnar eru góðar því við munum fjölga leikskólaplássum í haust með nýjum deildum við nokkra eftirsóttustu leikskóla borgarinnar og fjölgun barna við einkarekna leikskóla. Nýr meirihluti í borginni ætlar að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölgun ungbarnadeilda og byggingu nýrra leikskóla auk aðgerða til að styrkja dagforeldrakerfið. Eftir þeirri stefnu störfum við af fullum krafti samhliða baráttu við að fjölga leikskólakennurum sem er forgangsmál til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Mun betur gengur að ráða í lausar stöður á leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi en undanfarin ár. Lausar stöður eru nú helmingi færri í leikskólum og grunnskólum en á sama tíma í fyrra og horfurnar betri í frístund. Nú er búið að ráða í nær 94% stöðugilda í leikskólum borgarinnar og 98% í grunnskólunum. Eftir er að ráða í 62 stöðugildi á leikskólum sem er að meðaltali eitt stöðugildi á hvern hinna 62 leikskóla borgarinnar. Tvöfalt fleiri leikskólar eru fullmannaðir. Þennan árangur má þakka góðu samstarfi stjórnenda leikskóla og starfsfólks skóla- og frístundasviðs, markvissri kynningarherferð um mikilvægasta starf í heimi, markhópavinnu gagnvart háskólanemum og ungu fólki og kynningu á þeim umtalsverðu hlunnindum sem bjóðast starfsfólki hjá leikskólum borgarinnar, s.s. afslætti af leikskólagjöldum, samgöngustyrkjum, ókeypis máltíðum, menningar- og sundkortum, fjármagni til heilsueflingar o.m.fl. Síðast en ekki síst hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða til að bæta starfsumhverfið, s.s. með hækkun launa, fjölgun undirbúningstíma, auknu rými fyrir börn og starfsfólk, fjölgun starfsfólks á elstu deildum o.fl. Þróunin er í rétta átt en vissulega er enn verk að vinna. Við verðum ekki ánægð fyrr en leikskólarnir eru fullmannaðir og öll börn með úthlutað leikskólarými hafa hafið sína leikskólagöngu. Nú eru um 200 börn á biðlista eftir leikskólaplássi og er því langur vegur frá að fullyrðingar um 1.600 barna biðlista fái staðist. Það sem meira er, allt bendir til að öll þessi 200 börn fái boð um leikskólavist í haust því nú eru ríflega 300 laus pláss á leikskólum borgarinnar. Og horfurnar eru góðar því við munum fjölga leikskólaplássum í haust með nýjum deildum við nokkra eftirsóttustu leikskóla borgarinnar og fjölgun barna við einkarekna leikskóla. Nýr meirihluti í borginni ætlar að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölgun ungbarnadeilda og byggingu nýrra leikskóla auk aðgerða til að styrkja dagforeldrakerfið. Eftir þeirri stefnu störfum við af fullum krafti samhliða baráttu við að fjölga leikskólakennurum sem er forgangsmál til framtíðar.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar