Í fílabeinsturni Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 27. ágúst 2018 07:00 Það er mikilvægur eiginleiki að geta sett sig í spor annarra, ekki síst þeirra sem þurfa að hafa mikið fyrir lífsbaráttunni. Það skiptir ekki síst máli að stjórnmálamenn séu færir um þetta en lokist ekki inni í fílabeinsturni þar sem þeir lifa og starfa í þeirri vissu að allir hafi það ágætt, þótt sjálfir hafi þeir það mun betra en flestir. Það ætti að vera forgangsverkefni hverrar ríkisstjórnar á hvaða tíma sem er að leitast við að rétta kjör þeir sem lakast standa hverju sinni. Þá þarf vitanlega að forgangsraða. Ríkisstjórnir virðast þó af einhverjum ástæðum alls ekki áhugasamar um þetta. Ræða ráðamanna um góðæri í landinu er alkunn, en um leið er það svo að fjölmargir einstaklingar verða aldrei varir við það. Þeir eiga nóg með að safna fyrir okurleigunni sem þeim er gert að borga í hverjum mánuði og ekki er langt liðið á mánuðinn þegar kaupið dugar ekki lengur fyrir matarinnkaupum. Það er engan veginn hægt að segja að þetta fólk geti sjálfu sér um kennt. Það er fast í gildru þar sem hver mánuður snýst um að láta lág laun duga eins lengi og hægt er. Alltof oft er eins og stjórnmálamönnunum standi nákvæmlega á sama um kjör þeirra sem þurfa að hafa mikið fyrir því að sjá fyrir sér og sínum. Á hægri væng stjórnmála er viðvarandi skilningsleysi á kjörum þessa hóps og lítill vilji til að leiðrétta þau. Þegar pólitíkusarnir á vinstri væng eru í stjórnarandstöðu þá hrópa þeir slagorð um að bæta þurfi kjör láglaunafólks en þegar þeir komast í ríkisstjórn eru þeir furðu fljótir að gleyma þeim orðum. Þeir eru komnir á þægilegan stað í lífinu og um leið er umhyggja fyrir þeim sem eiga í harðri lífsbaráttu ekki ofarlega í huga þeirra. Það er illa komið fyrir ráðamönnum þegar þeir lokast inni í einkaveröld sinni og eru hættir að geta lesið í umhverfi sitt. Dæmi um þetta er hvernig hið alræmda kjararáð fékk að starfa óáreitt í lengri tíma og taka dæmalausar ákvarðanir um gríðarlegar launahækkanir til fólks sem þegar var með eftirsóknarverð laun. Sljóleiki og viðbragðsleysi stjórnmálamanna gagnvart þessum ákvörðunum kjararáðs sætir furðu. Jafnt og þétt óx gremja almennings sem spurði: Hvað með hækkanir til okkar? Þá varð vitanlega fátt um svör, en loks var kjararáði gert að deyja drottni sínum. Það gerðist hins vegar of seint. Afleiðingarnar eru þær að verkalýðsforingjar boða hörð átök í komandi kjarasamningum. Það er erfitt að hafa samúð með ríkisstjórn, sem með sleni og aðgerðaleysi kallaði yfir sig óróa á vinnumarkaði. Það blasir við, eins og svo oft áður, að rík ástæða er til að rétta hag þeirra sem lægstu launin hafa. Það þarf að gera á þann hátt að kjarabótin verði varanleg. Einmitt þar á áherslan að vera. Um leið þurfa þeir hópar sem þegar eru með góð laun að sýna samfélagslega ábyrgð og gefa eftir í kröfum sínum. Vonandi verður það þeim ekki um megn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Sjá meira
Það er mikilvægur eiginleiki að geta sett sig í spor annarra, ekki síst þeirra sem þurfa að hafa mikið fyrir lífsbaráttunni. Það skiptir ekki síst máli að stjórnmálamenn séu færir um þetta en lokist ekki inni í fílabeinsturni þar sem þeir lifa og starfa í þeirri vissu að allir hafi það ágætt, þótt sjálfir hafi þeir það mun betra en flestir. Það ætti að vera forgangsverkefni hverrar ríkisstjórnar á hvaða tíma sem er að leitast við að rétta kjör þeir sem lakast standa hverju sinni. Þá þarf vitanlega að forgangsraða. Ríkisstjórnir virðast þó af einhverjum ástæðum alls ekki áhugasamar um þetta. Ræða ráðamanna um góðæri í landinu er alkunn, en um leið er það svo að fjölmargir einstaklingar verða aldrei varir við það. Þeir eiga nóg með að safna fyrir okurleigunni sem þeim er gert að borga í hverjum mánuði og ekki er langt liðið á mánuðinn þegar kaupið dugar ekki lengur fyrir matarinnkaupum. Það er engan veginn hægt að segja að þetta fólk geti sjálfu sér um kennt. Það er fast í gildru þar sem hver mánuður snýst um að láta lág laun duga eins lengi og hægt er. Alltof oft er eins og stjórnmálamönnunum standi nákvæmlega á sama um kjör þeirra sem þurfa að hafa mikið fyrir því að sjá fyrir sér og sínum. Á hægri væng stjórnmála er viðvarandi skilningsleysi á kjörum þessa hóps og lítill vilji til að leiðrétta þau. Þegar pólitíkusarnir á vinstri væng eru í stjórnarandstöðu þá hrópa þeir slagorð um að bæta þurfi kjör láglaunafólks en þegar þeir komast í ríkisstjórn eru þeir furðu fljótir að gleyma þeim orðum. Þeir eru komnir á þægilegan stað í lífinu og um leið er umhyggja fyrir þeim sem eiga í harðri lífsbaráttu ekki ofarlega í huga þeirra. Það er illa komið fyrir ráðamönnum þegar þeir lokast inni í einkaveröld sinni og eru hættir að geta lesið í umhverfi sitt. Dæmi um þetta er hvernig hið alræmda kjararáð fékk að starfa óáreitt í lengri tíma og taka dæmalausar ákvarðanir um gríðarlegar launahækkanir til fólks sem þegar var með eftirsóknarverð laun. Sljóleiki og viðbragðsleysi stjórnmálamanna gagnvart þessum ákvörðunum kjararáðs sætir furðu. Jafnt og þétt óx gremja almennings sem spurði: Hvað með hækkanir til okkar? Þá varð vitanlega fátt um svör, en loks var kjararáði gert að deyja drottni sínum. Það gerðist hins vegar of seint. Afleiðingarnar eru þær að verkalýðsforingjar boða hörð átök í komandi kjarasamningum. Það er erfitt að hafa samúð með ríkisstjórn, sem með sleni og aðgerðaleysi kallaði yfir sig óróa á vinnumarkaði. Það blasir við, eins og svo oft áður, að rík ástæða er til að rétta hag þeirra sem lægstu launin hafa. Það þarf að gera á þann hátt að kjarabótin verði varanleg. Einmitt þar á áherslan að vera. Um leið þurfa þeir hópar sem þegar eru með góð laun að sýna samfélagslega ábyrgð og gefa eftir í kröfum sínum. Vonandi verður það þeim ekki um megn.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar