Heimurinn og við Guðjón S. Brjánsson skrifar 28. ágúst 2018 07:00 Á Íslandi búa nú ríflega 36.000 innflytjendur og hafa aldrei verið fleiri. Fyrirsjáanlegt er að þeim mun enn fjölga hér eins og víðar í nágrannalöndunum. Fólksflutningar á milli landa eru í senn eitt helsta tækifæri og samhliða mikil áskorun fyrir alþjóðasamfélagið. Afstaða Íslendinga ætti að vera jákvæð í ljósi eigin sögu og flutninga, bæði fyrr á tímum og á allra síðustu árum. Reynsla innflytjenda um allan heim er hins vegar sú að þeir mæta oftar en ekki andstöðu í einhverri mynd í sínu nýja samfélagi. Bætt staða innflytjenda á Íslandi og stefnumótun á þessu sviði er brýnt réttlætismál en líka mikilvægur þáttur í uppbyggingu fjölmenningarlegs samfélags sem eflir mannauð og eykur fjölbreytni. Hvort tveggja stuðlar að meiri sköpun, víðsýni og virkjun hugvits samfélaginu til góðs. Jöfnuður, velferð og virk þátttaka allra eru aðalsmerki farsællar samfélagsgerðar og forsenda samkeppnishæfs atvinnulífs. Teikn eru um að ójöfnuður á Íslandi hafi aukist. Stækkandi hópar fólks taka ekki nægilega virkan þátt í samfélaginu, þótt möguleikarnir séu fyrir hendi og þjóðfélagið þurfi á kröftum þeirra að halda. Þar eru innflytjendur stór, fjölbreyttur og mikilvægur hópur. Niðurstöður kosninga í mörgum Evrópuríkjum síðustu misserin gefa til kynna að uppgangur og útbreiðsla öfgaafla sem ala á þjóðernishyggju og andúð á útlendingum og fjölmenningu er staðreynd. Hér á landi hafa slík sjónarmið einnig fengið hljómgrunn. Í mörgum ríkjum hafa flokkar sem tala fyrir útlendingaandúð komist í áhrifamiklar stöður – og í sumum ríkjum jafnvel í forsetastól. Ísland á að vera í forystu þegar kemur að því að takast á við þessa þróun og byggja á sterkum grunngildum réttlætis og mannúðar. Ísland er þegar orðið fjölþjóðlegt samfélag sem á að virða frelsi hvers og eins til þess að aðhyllast trúarbrögð, lífsskoðanir og lífsgildi af ólíkum toga, án mismununar. Í slíku samfélagi er ekki rými fyrir rasisma, fordóma eða aðra mismunun, hvort sem er vegna trúar, menningar eða annarra þátta.Höfundur er alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Á Íslandi búa nú ríflega 36.000 innflytjendur og hafa aldrei verið fleiri. Fyrirsjáanlegt er að þeim mun enn fjölga hér eins og víðar í nágrannalöndunum. Fólksflutningar á milli landa eru í senn eitt helsta tækifæri og samhliða mikil áskorun fyrir alþjóðasamfélagið. Afstaða Íslendinga ætti að vera jákvæð í ljósi eigin sögu og flutninga, bæði fyrr á tímum og á allra síðustu árum. Reynsla innflytjenda um allan heim er hins vegar sú að þeir mæta oftar en ekki andstöðu í einhverri mynd í sínu nýja samfélagi. Bætt staða innflytjenda á Íslandi og stefnumótun á þessu sviði er brýnt réttlætismál en líka mikilvægur þáttur í uppbyggingu fjölmenningarlegs samfélags sem eflir mannauð og eykur fjölbreytni. Hvort tveggja stuðlar að meiri sköpun, víðsýni og virkjun hugvits samfélaginu til góðs. Jöfnuður, velferð og virk þátttaka allra eru aðalsmerki farsællar samfélagsgerðar og forsenda samkeppnishæfs atvinnulífs. Teikn eru um að ójöfnuður á Íslandi hafi aukist. Stækkandi hópar fólks taka ekki nægilega virkan þátt í samfélaginu, þótt möguleikarnir séu fyrir hendi og þjóðfélagið þurfi á kröftum þeirra að halda. Þar eru innflytjendur stór, fjölbreyttur og mikilvægur hópur. Niðurstöður kosninga í mörgum Evrópuríkjum síðustu misserin gefa til kynna að uppgangur og útbreiðsla öfgaafla sem ala á þjóðernishyggju og andúð á útlendingum og fjölmenningu er staðreynd. Hér á landi hafa slík sjónarmið einnig fengið hljómgrunn. Í mörgum ríkjum hafa flokkar sem tala fyrir útlendingaandúð komist í áhrifamiklar stöður – og í sumum ríkjum jafnvel í forsetastól. Ísland á að vera í forystu þegar kemur að því að takast á við þessa þróun og byggja á sterkum grunngildum réttlætis og mannúðar. Ísland er þegar orðið fjölþjóðlegt samfélag sem á að virða frelsi hvers og eins til þess að aðhyllast trúarbrögð, lífsskoðanir og lífsgildi af ólíkum toga, án mismununar. Í slíku samfélagi er ekki rými fyrir rasisma, fordóma eða aðra mismunun, hvort sem er vegna trúar, menningar eða annarra þátta.Höfundur er alþingismaður
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar