Lífið gæti verið hljóðritað Davíð Þorláksson skrifar 15. ágúst 2018 08:00 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að fylgjast með hvort verið sé að brjóta lög. Gert er ráð fyrir að myndavélar fylgist með starfsfólki og vinnu þess um borð í fiskiskipum, höfnum, flutningatækjum, fiskvinnslum auk þess sem Fiskistofa mun reka flota af fjarstýrðum loftförum. Verði frumvarpið að lögum er brotið blað í sögu eftirlitsiðnaðarins á Íslandi þar sem þessar tillögur eru af áður óþekktum skala. Samtök atvinnulífsins sögðu í umsögn sinni að enginn vafi væri á að næðu þessi áform fram að ganga myndu þau verða fyrirmynd annarra eftirlitsstjórnvalda og innan fárra ára gætu Íslendingar búið við eftirlitsþjóðfélag af áður óþekktri gerð. Af hverju ætti þetta bara að gilda um sjávarútveginn? Mætti ekki t.d. líka sjá fyrir sér að Vinnueftirlitið væri með myndavélar á vinnustöðum til að tryggja að lögum væri fylgt þar? Til dæmis að allir væru örugglega að lyfta þungum hlutum með hnjánum, en ekki bakinu. Samkeppniseftirlitið gæti verið með myndavélar til að fylgjast með fólki sem tekur ákvarðanir um verð á vöru og þjónustu til að koma í veg fyrir samráð. Fjármálaeftirlitið gæti dekkað Borgartúnið með loftförum. Er einhver eðlismunur á þessu? Eða kannski er bara einfaldast að ríkið fylgist með okkur öllum frá vöggu til grafar. Það mætti jafnvel slá tvær flugur í einu höggi og bæta kjör ljósmæðra með því að fela þeim aukin verkefni. Þær gætu einfaldlega tilkynnt öllum við fæðingu: „Vinsamlega athugið að lífið gæti verið hljóðritað.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Trúðslæti eða trúverðugleiki Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um myndavélaeftirlit í sjávarútvegi til að fylgjast með hvort verið sé að brjóta lög. Gert er ráð fyrir að myndavélar fylgist með starfsfólki og vinnu þess um borð í fiskiskipum, höfnum, flutningatækjum, fiskvinnslum auk þess sem Fiskistofa mun reka flota af fjarstýrðum loftförum. Verði frumvarpið að lögum er brotið blað í sögu eftirlitsiðnaðarins á Íslandi þar sem þessar tillögur eru af áður óþekktum skala. Samtök atvinnulífsins sögðu í umsögn sinni að enginn vafi væri á að næðu þessi áform fram að ganga myndu þau verða fyrirmynd annarra eftirlitsstjórnvalda og innan fárra ára gætu Íslendingar búið við eftirlitsþjóðfélag af áður óþekktri gerð. Af hverju ætti þetta bara að gilda um sjávarútveginn? Mætti ekki t.d. líka sjá fyrir sér að Vinnueftirlitið væri með myndavélar á vinnustöðum til að tryggja að lögum væri fylgt þar? Til dæmis að allir væru örugglega að lyfta þungum hlutum með hnjánum, en ekki bakinu. Samkeppniseftirlitið gæti verið með myndavélar til að fylgjast með fólki sem tekur ákvarðanir um verð á vöru og þjónustu til að koma í veg fyrir samráð. Fjármálaeftirlitið gæti dekkað Borgartúnið með loftförum. Er einhver eðlismunur á þessu? Eða kannski er bara einfaldast að ríkið fylgist með okkur öllum frá vöggu til grafar. Það mætti jafnvel slá tvær flugur í einu höggi og bæta kjör ljósmæðra með því að fela þeim aukin verkefni. Þær gætu einfaldlega tilkynnt öllum við fæðingu: „Vinsamlega athugið að lífið gæti verið hljóðritað.“
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar