Mannöld Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 15. ágúst 2018 05:34 Í jarðfræðilegum skilningi hófst nútíminn fyrir um 12 þúsund árum. Upphaf þessa tímabils má rekja til meiriháttar leysinga, þegar hinar miklu íshellur sem mótað höfðu landslag Evrópu og Norður-Evrópu í árþúsundir, bráðnuðu ört. Það að öll siðmenning mannsins– allar gjörðir hans, afrek og uppgötvanir; sigrar og ósigrar – rúmist innan þessa stutta tímabils hlýinda jaðrar við það að vera kvíðavekjandi. Það virðist lítið mega út af bregða; nútíminn virðist brothættur. Í raun eru margir sem telja að það tímabil sem kennt er við nútímann sé þegar liðið. Annað tímabil sé nú hafið. Tímabil sem einkennist af miklum og hröðum breytingum sem orðið hafa á grundvallarferlum í náttúru Jarðarinnar, í lofti, á láði og legi. Þetta nýja tímabil er kallað mannöld og það byggir á þeim afdrifaríku og umfangsmiklu breytingum sem gjörðir mannanna hafa haft á þau fjölmörgu ólíku kerfi sem gert hafa Jörðina lífvænlega og gert samfélagi mannanna kleift að dafna. Will Steffen og 15 meðhöfundar hans að yfirlitsgreininni „Trajectories of the Earth System in the Anthropocene“, sem birtist í vísindariti bandarísku vísindaakademíunnar (PNAS) á dögunum, draga upp sláandi mynd af þeim breytingum sem mögulega munu eiga sér stað á mannöld. Fáar vísindagreinar hafa vakið jafn mikla athygli og grein Steffens og co. á undanförnum árum. Ein möguleg ástæða fyrir því eru þær skelfilegu sviðsmyndir sem virðast bíða okkar að óbreyttu. Slík dramatík virðist vera það sem þarf til til að koma loftslagsmálum að í almennri umræðu. Ein af niðurstöðum greinarinnar tekur til sjálfstyrkjandi ferla eins og þiðnunar sífrera á norðurskautssvæðum, stórfelldrar gróðurvisnunar og bráðnunar íshellna á landi. Allt ferlar sem geta magnað og hraðað áhrifum loftslagsbreytinga. Höfundarnir telja að forðast megi slíka ferla með því að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum, miðað við tímabilið fyrir iðnbyltinguna. Við nálgumst nú þennan þröskuld – honum verður að óbreyttu náð um miðja öld – og sem stendur er fátt sem gefur til kynna að okkur takist að forðast hann. Sjálfstyrkjandi ferlar, eins og losun metans úr sífrera, gætu síðan tekið nokkrar aldir að raungerast. Grein Steffens og co. er yfirlitsgrein sem byggir á öðrum og einnig óbirtum vísindagreinum. Hún er fyrst og fremst heppileg til hugleiðinga um þá stöðu sem blasir við í loftslagsmálum. Engu að síður ættum við að taka mark á meginstefi greinarinnar, það er, að til þess að tryggja komandi kynslóðum sömu tækifæri og við og forfeður okkur fengum, þá þarf að grípa til aðgerða núna. Ekki eftir næstu kosningar, ekki eftir útgáfu næstu skýrslu Vísindanefndar um loftslagsmál, og sannarlega ekki eftir að við förum að finna fyrir raunverulegum áhrifum loftslagsbreytinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Í jarðfræðilegum skilningi hófst nútíminn fyrir um 12 þúsund árum. Upphaf þessa tímabils má rekja til meiriháttar leysinga, þegar hinar miklu íshellur sem mótað höfðu landslag Evrópu og Norður-Evrópu í árþúsundir, bráðnuðu ört. Það að öll siðmenning mannsins– allar gjörðir hans, afrek og uppgötvanir; sigrar og ósigrar – rúmist innan þessa stutta tímabils hlýinda jaðrar við það að vera kvíðavekjandi. Það virðist lítið mega út af bregða; nútíminn virðist brothættur. Í raun eru margir sem telja að það tímabil sem kennt er við nútímann sé þegar liðið. Annað tímabil sé nú hafið. Tímabil sem einkennist af miklum og hröðum breytingum sem orðið hafa á grundvallarferlum í náttúru Jarðarinnar, í lofti, á láði og legi. Þetta nýja tímabil er kallað mannöld og það byggir á þeim afdrifaríku og umfangsmiklu breytingum sem gjörðir mannanna hafa haft á þau fjölmörgu ólíku kerfi sem gert hafa Jörðina lífvænlega og gert samfélagi mannanna kleift að dafna. Will Steffen og 15 meðhöfundar hans að yfirlitsgreininni „Trajectories of the Earth System in the Anthropocene“, sem birtist í vísindariti bandarísku vísindaakademíunnar (PNAS) á dögunum, draga upp sláandi mynd af þeim breytingum sem mögulega munu eiga sér stað á mannöld. Fáar vísindagreinar hafa vakið jafn mikla athygli og grein Steffens og co. á undanförnum árum. Ein möguleg ástæða fyrir því eru þær skelfilegu sviðsmyndir sem virðast bíða okkar að óbreyttu. Slík dramatík virðist vera það sem þarf til til að koma loftslagsmálum að í almennri umræðu. Ein af niðurstöðum greinarinnar tekur til sjálfstyrkjandi ferla eins og þiðnunar sífrera á norðurskautssvæðum, stórfelldrar gróðurvisnunar og bráðnunar íshellna á landi. Allt ferlar sem geta magnað og hraðað áhrifum loftslagsbreytinga. Höfundarnir telja að forðast megi slíka ferla með því að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum, miðað við tímabilið fyrir iðnbyltinguna. Við nálgumst nú þennan þröskuld – honum verður að óbreyttu náð um miðja öld – og sem stendur er fátt sem gefur til kynna að okkur takist að forðast hann. Sjálfstyrkjandi ferlar, eins og losun metans úr sífrera, gætu síðan tekið nokkrar aldir að raungerast. Grein Steffens og co. er yfirlitsgrein sem byggir á öðrum og einnig óbirtum vísindagreinum. Hún er fyrst og fremst heppileg til hugleiðinga um þá stöðu sem blasir við í loftslagsmálum. Engu að síður ættum við að taka mark á meginstefi greinarinnar, það er, að til þess að tryggja komandi kynslóðum sömu tækifæri og við og forfeður okkur fengum, þá þarf að grípa til aðgerða núna. Ekki eftir næstu kosningar, ekki eftir útgáfu næstu skýrslu Vísindanefndar um loftslagsmál, og sannarlega ekki eftir að við förum að finna fyrir raunverulegum áhrifum loftslagsbreytinga.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun