Að fylgja leikreglunum Auður Önnu Magnúsdóttir og skrifa 15. ágúst 2018 06:00 Það er lífseigur misskilningur að virkjanahugmyndir sem eru í nýtingarflokki í rammaáætlun séu þar með komnar með framkvæmdaleyfi. Harðar deilur um nýtingu lands til orkuöflunar, eins og Kárahnjúkadeilan, hafa staðið mestanpart 20. aldar og alla 21. öldina. Um aldamótin síðustu var gerð tilraun til þess að koma á skipulögðu ferli þar sem farið er með faglegum hætti í gegnum þau landsvæði sem áhugi er á að nýta til 10 MW orkuvinnslu og meira, kölluð rammaáætlun. Orkuvinnsla og -sala var gefin frjáls upp úr aldamótum. Landsvæðin eru metin af faghópum eftir meðal annars mikilvægi náttúruminja og hagkvæmni virkjunarkosta. Verkefnisstjórn rammaáætlunar leggur tillögu að flokkun landsvæðanna svo fyrir umhverfisráðherra sem leggur fyrir Alþingi tillögu um skiptingu svæðanna í verndarflokk, biðflokk og nýtingarflokk byggt á innbyrðis röðun frá verkefnisstjórninni. Þegar Alþingi hefur samþykkt rammaáætlun ber að friðlýsa svæðin í verndarflokki. Virkjunarkosti sem falla innan landsvæða í nýtingarflokki má skoða áfram til orkunýtingar en þeir eru alltaf háðir mati á umhverfisáhrifum (umhverfismati) sem ákvörðun á næsta stigi verður að taka mið af. Sú ákvörðun er nú tekin af sveitarstjórnum, svokallað framkvæmdaleyfi. Því fer fjarri að nýtingarflokkur rammaáætlunar merki að virkja megi á viðkomandi landsvæði, enda væri umhverfismat þarflaust ef svo væri. Leikreglurnar sem gilda um orkunýtingu á Íslandi eru nokkuð skýrar. Landsvæði í nýtingarflokki rammaáætlunar má halda áfram að skoða til nýtingar, en engin heimild til orkunýtingar felst í því. Lögin gera sjónarmiðum umhverfisverndar hátt undir höfði á öllum stigum og engin ákvörðun um nýtingu felst í röðun svæðis í nýtingarflokk. Mikilvægt er að fylgja þeim lögum og reglum sem gilda um orkunýtingu og náttúruvernd á öllum stigum. Náttúruverndarsjónarmið eiga heima í ákvörðunum um aðalskipulag sveitarfélaga, umhverfismati framkvæmda, friðlýsingu svæða í verndarflokki rammaáætlunar og friðlýsingu svæða samkvæmt náttúruverndarlögum. Að halda öðru fram lýsir annaðhvort alvarlegri vanþekkingu á orkunýtingarmálum eða vísvitandi tilraunum til að afvegaleiða umræðuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Umhverfismál Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er lífseigur misskilningur að virkjanahugmyndir sem eru í nýtingarflokki í rammaáætlun séu þar með komnar með framkvæmdaleyfi. Harðar deilur um nýtingu lands til orkuöflunar, eins og Kárahnjúkadeilan, hafa staðið mestanpart 20. aldar og alla 21. öldina. Um aldamótin síðustu var gerð tilraun til þess að koma á skipulögðu ferli þar sem farið er með faglegum hætti í gegnum þau landsvæði sem áhugi er á að nýta til 10 MW orkuvinnslu og meira, kölluð rammaáætlun. Orkuvinnsla og -sala var gefin frjáls upp úr aldamótum. Landsvæðin eru metin af faghópum eftir meðal annars mikilvægi náttúruminja og hagkvæmni virkjunarkosta. Verkefnisstjórn rammaáætlunar leggur tillögu að flokkun landsvæðanna svo fyrir umhverfisráðherra sem leggur fyrir Alþingi tillögu um skiptingu svæðanna í verndarflokk, biðflokk og nýtingarflokk byggt á innbyrðis röðun frá verkefnisstjórninni. Þegar Alþingi hefur samþykkt rammaáætlun ber að friðlýsa svæðin í verndarflokki. Virkjunarkosti sem falla innan landsvæða í nýtingarflokki má skoða áfram til orkunýtingar en þeir eru alltaf háðir mati á umhverfisáhrifum (umhverfismati) sem ákvörðun á næsta stigi verður að taka mið af. Sú ákvörðun er nú tekin af sveitarstjórnum, svokallað framkvæmdaleyfi. Því fer fjarri að nýtingarflokkur rammaáætlunar merki að virkja megi á viðkomandi landsvæði, enda væri umhverfismat þarflaust ef svo væri. Leikreglurnar sem gilda um orkunýtingu á Íslandi eru nokkuð skýrar. Landsvæði í nýtingarflokki rammaáætlunar má halda áfram að skoða til nýtingar, en engin heimild til orkunýtingar felst í því. Lögin gera sjónarmiðum umhverfisverndar hátt undir höfði á öllum stigum og engin ákvörðun um nýtingu felst í röðun svæðis í nýtingarflokk. Mikilvægt er að fylgja þeim lögum og reglum sem gilda um orkunýtingu og náttúruvernd á öllum stigum. Náttúruverndarsjónarmið eiga heima í ákvörðunum um aðalskipulag sveitarfélaga, umhverfismati framkvæmda, friðlýsingu svæða í verndarflokki rammaáætlunar og friðlýsingu svæða samkvæmt náttúruverndarlögum. Að halda öðru fram lýsir annaðhvort alvarlegri vanþekkingu á orkunýtingarmálum eða vísvitandi tilraunum til að afvegaleiða umræðuna.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun