Harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um "lokalausn“ varðandi múslíma Samúel Karl Ólason skrifar 15. ágúst 2018 11:58 Þingmaðurinn Fraser Anning. Vísir/AP Ástralskur þingmaður Ástralíuflokksins notaði fyrstu ræðu sína á öldungadeild þingsins á dögunum til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að meina ætti múslimum aðgang að Ástralíu. Það kallaði þingmaðurinn, sem heitir Fraser Anning, „lokalausnina“ á meintum vanda Ástralíu varðandi innflytjendur sem eru íslamstrúar. Í ræðunni fór Anning hörðum orðum um múslíma í Ástralíu. Hann sagði þá kosta ríkið hlutfallslega meira en nokkur annar hópur innflytjenda og sagði að meirihluti þeirra væri atvinnulaus og á bótum. Þeir neituðu að aðlagast áströlsku samfélagi.„Þrátt fyrir að allir múslímar séu ekki hryðjuverkamenn, eru allir hryðjuverkamenn þessa dagana greinilega múslímar, þannig að af hverju ætti einhver að vilja að fá fleiri þeirra hingað?“ Þá kallaði hann eftir því að Ástralar myndu snúa sér aftur af Evrópu og flytja inn kristið fólk þaðan.Umdeild hugtakanotkun Lokalausnin eða „Final solution“ er hugtak sem Nasistar notuðu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar varðandi „gyðingaspurninguna“. Sú „lausn“ fólst í því að smala gyðingum saman í útrýmingarbúðum. Talið er að um sex milljónir gyðinga hafi verið myrtir af Nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. Ummæli Anning hafa verið harðlega gagnrýnd af öðrum þingmönnum. Gagnrýnin snýr að miklu leyti að notkun þingmannsins á hugtakinu lokalausn og sömuleiðis að fordómum hans gagnvart múslímum. Báðar deildir þingsins hafa samþykkt ályktanir um að fordæma ummælin og hefur Anning verið sakaður um að móðga alla þá sem dóu í Helförinni.Bob Katter, leiðtogi Ástralíuflokksins, er þó ekki sammála gagnrýninni. Hann segir ummæli Anning vera „algjörlega frábær“ og „nákvæmlega það sem Ástralía ætti að vera að gera“. Hann segist styðja Anning „þúsund prósent“. Hann sagði sömuleiðis að símarnir á skrifstofu flokksins hefðu ekki stoppað. Fjöldi fólks hefði hringt inn og hrósað Anning.„Rasískir“ blaðamenn Katter hélt blaðamannafund í gær sem blaðamenn hafa lýst sem „undarlegum“. Þar sakaði hann blaðamenn sem vitnuðu í uppruna föður Katter frá Líbanon, um rasisma og ítrekaði hann kall Anning eftir banni gagnvart múslímum.Hann sagðist vera dauðþreyttur á innflytjendastefnu sem laðaði að fólk frá „lagalausum einræðisríkjum“ sem væru ekki kristin. „Þú þarft ekkert að vera Albert Einstein til að átta þig á því að við sem kynstofn, við Ástralar, erum að grafast undir fjölda innflytjenda sem fluttir eru inn til að hlaða vasa hinna ríku og valdamiklu í Sydney, sem taka launin okkar og grafa undir aðstæðum okkar;“ sagði Katter. Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, og Bill Shorten, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, tóku höndum saman og gagnrýndu Anning. Turnbull sagði þingmönnum að Ástralía væri best heppnaða fjölmenningarsamfélag heimsins og væri þjóð innflytjenda. Turnbull sagði Ástrala lifa í samlyndi þrátt fyrir fjölbreytileikann. Well said Alan. Australia is the most successful multicultural society in the world built on a foundation of mutual respect. We reject and condemn racism in any form. https://t.co/RHslbs1FNs— Malcolm Turnbull (@TurnbullMalcolm) August 14, 2018 Ástralía Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Ástralskur þingmaður Ástralíuflokksins notaði fyrstu ræðu sína á öldungadeild þingsins á dögunum til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort að meina ætti múslimum aðgang að Ástralíu. Það kallaði þingmaðurinn, sem heitir Fraser Anning, „lokalausnina“ á meintum vanda Ástralíu varðandi innflytjendur sem eru íslamstrúar. Í ræðunni fór Anning hörðum orðum um múslíma í Ástralíu. Hann sagði þá kosta ríkið hlutfallslega meira en nokkur annar hópur innflytjenda og sagði að meirihluti þeirra væri atvinnulaus og á bótum. Þeir neituðu að aðlagast áströlsku samfélagi.„Þrátt fyrir að allir múslímar séu ekki hryðjuverkamenn, eru allir hryðjuverkamenn þessa dagana greinilega múslímar, þannig að af hverju ætti einhver að vilja að fá fleiri þeirra hingað?“ Þá kallaði hann eftir því að Ástralar myndu snúa sér aftur af Evrópu og flytja inn kristið fólk þaðan.Umdeild hugtakanotkun Lokalausnin eða „Final solution“ er hugtak sem Nasistar notuðu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar varðandi „gyðingaspurninguna“. Sú „lausn“ fólst í því að smala gyðingum saman í útrýmingarbúðum. Talið er að um sex milljónir gyðinga hafi verið myrtir af Nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. Ummæli Anning hafa verið harðlega gagnrýnd af öðrum þingmönnum. Gagnrýnin snýr að miklu leyti að notkun þingmannsins á hugtakinu lokalausn og sömuleiðis að fordómum hans gagnvart múslímum. Báðar deildir þingsins hafa samþykkt ályktanir um að fordæma ummælin og hefur Anning verið sakaður um að móðga alla þá sem dóu í Helförinni.Bob Katter, leiðtogi Ástralíuflokksins, er þó ekki sammála gagnrýninni. Hann segir ummæli Anning vera „algjörlega frábær“ og „nákvæmlega það sem Ástralía ætti að vera að gera“. Hann segist styðja Anning „þúsund prósent“. Hann sagði sömuleiðis að símarnir á skrifstofu flokksins hefðu ekki stoppað. Fjöldi fólks hefði hringt inn og hrósað Anning.„Rasískir“ blaðamenn Katter hélt blaðamannafund í gær sem blaðamenn hafa lýst sem „undarlegum“. Þar sakaði hann blaðamenn sem vitnuðu í uppruna föður Katter frá Líbanon, um rasisma og ítrekaði hann kall Anning eftir banni gagnvart múslímum.Hann sagðist vera dauðþreyttur á innflytjendastefnu sem laðaði að fólk frá „lagalausum einræðisríkjum“ sem væru ekki kristin. „Þú þarft ekkert að vera Albert Einstein til að átta þig á því að við sem kynstofn, við Ástralar, erum að grafast undir fjölda innflytjenda sem fluttir eru inn til að hlaða vasa hinna ríku og valdamiklu í Sydney, sem taka launin okkar og grafa undir aðstæðum okkar;“ sagði Katter. Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, og Bill Shorten, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, tóku höndum saman og gagnrýndu Anning. Turnbull sagði þingmönnum að Ástralía væri best heppnaða fjölmenningarsamfélag heimsins og væri þjóð innflytjenda. Turnbull sagði Ástrala lifa í samlyndi þrátt fyrir fjölbreytileikann. Well said Alan. Australia is the most successful multicultural society in the world built on a foundation of mutual respect. We reject and condemn racism in any form. https://t.co/RHslbs1FNs— Malcolm Turnbull (@TurnbullMalcolm) August 14, 2018
Ástralía Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira