Fullyrðir að Þórður hafi verið fullur og boðið leikmönnum upp á herbergi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. ágúst 2018 15:48 Þóra Björg Helgadóttir fór um víðan völl í erindi sínu sem fjallaði um það hvernig það væri að vera kona í karlaheimi fótboltans. Vísir/vilhelm Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafi á sínum tíma verið ölvaður í landsliðsverkefni og boðið leikmönnum upp á herbergi til sín. Hann hafi auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. Þetta kom fram í erindi Þóru á ráðstefnu um jafnrétti í íþróttum sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík í dag. Þóra Björg spilaði á sínum tíma 108 landsleiki fyrir Ísland og er af flestum talin besti markvörður sem Ísland hefur alið í kvennaboltanum. Erindi Þóru bar yfirskriftina „Girl in a man's world - A story from a former professional player“ sem mætti þýða sem „Frásögn fyrrverandi atvinnumanns - kona í karlaheimi.“Frétt DV frá því í mars 2000.Tímarit.isNeituðu að spila undir stjórn Þórðar Umræddur þjálfari er Þórður Georg Lárusson þótt Þóra hafi ekki nefnt hann á nafn í erindi sínu. Hann tók við stjórn kvennalandsliðsins af Vöndu Sigurgeirsdóttur árið 1999 og stýrði liðinu í þremur leikjum. Mótmæli leikmanna, þar sem tíu neituðu að spila yrði hann áfram þjálfari, urðu til þess að hann sagði starfi sínu lausu en þá hafði liðið gert tvö jafntefli og tapað einum leik.Þórður sagði í viðtali við Fréttablaðið árið 2013 að um hópefli hefði verið að ræða. Nefndi hann landsliðskonuna Eddu Garðarsdóttur og Þóru sérstaklega í því samhengi. Lýsti hann því að hann hefði ekki átt annan kost en að hætta. Þáverandi formaður KSÍ, Eggert Magnússon, og þáverandi landsliðsþjálfari karla, Atli Eðvaldsson, hafi bent honum á það. „Þeir sögðu að ég gæti aldrei átt síðasta orðið gegn konum í knattspyrnu,“ sagði Þórður í viðtalinu árið 2013.Þóra Helgadóttir spilaði 108 leiki fyrir A-landslið Íslands, hélt oft hreinu og skoraði eitt mark.Fréttablaðið/stefánSegist ekki eiga orð Vísir náði stuttlega tali af Þórði vegna málsins nú síðdegis. Hann sagðist ekki eiga orð yfir frásögninni og ætlaði að hafa samband síðar og svara ásökununum. „Þetta segir allt um þessa konu,“ sagði Þórður. Þá kom fram í erindi Þóru að einn leikmaður landsliðsins hefði hætt í kjölfarið á því að landsliðskonurnar neituðu að spila undir stjórn Þórðar. Hún sagðist hafa haft samband við viðkomandi leikmann fyrir erindi sitt og beðið hana afsökunar á því að hafa ekki staðið betur við bak hennar á sínum tíma. Ekki náðist í Eggert Magnússon, fyrrverandi formann KSÍ, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært 18:24.Í fréttinni var rangt haft eftir Þórði þar sem ritað var að hann hafi sagt „Þetta segir allt um þessar konur“, þegar átti að standa „Þetta segir allt um þessa konu.“ Þórður segir það af og frá að hann hafi eitthvað á móti konum. Hann segist ekki ætla að tjá sig nánar um málið að svo stöddu. Íslenski boltinn MeToo Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Þóra Björg Helgadóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, segir að þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafi á sínum tíma verið ölvaður í landsliðsverkefni og boðið leikmönnum upp á herbergi til sín. Hann hafi auk þess hvorki þekkt leikmenn með nafni né vitað hvaða stöðu þær spiluðu. Þetta kom fram í erindi Þóru á ráðstefnu um jafnrétti í íþróttum sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík í dag. Þóra Björg spilaði á sínum tíma 108 landsleiki fyrir Ísland og er af flestum talin besti markvörður sem Ísland hefur alið í kvennaboltanum. Erindi Þóru bar yfirskriftina „Girl in a man's world - A story from a former professional player“ sem mætti þýða sem „Frásögn fyrrverandi atvinnumanns - kona í karlaheimi.“Frétt DV frá því í mars 2000.Tímarit.isNeituðu að spila undir stjórn Þórðar Umræddur þjálfari er Þórður Georg Lárusson þótt Þóra hafi ekki nefnt hann á nafn í erindi sínu. Hann tók við stjórn kvennalandsliðsins af Vöndu Sigurgeirsdóttur árið 1999 og stýrði liðinu í þremur leikjum. Mótmæli leikmanna, þar sem tíu neituðu að spila yrði hann áfram þjálfari, urðu til þess að hann sagði starfi sínu lausu en þá hafði liðið gert tvö jafntefli og tapað einum leik.Þórður sagði í viðtali við Fréttablaðið árið 2013 að um hópefli hefði verið að ræða. Nefndi hann landsliðskonuna Eddu Garðarsdóttur og Þóru sérstaklega í því samhengi. Lýsti hann því að hann hefði ekki átt annan kost en að hætta. Þáverandi formaður KSÍ, Eggert Magnússon, og þáverandi landsliðsþjálfari karla, Atli Eðvaldsson, hafi bent honum á það. „Þeir sögðu að ég gæti aldrei átt síðasta orðið gegn konum í knattspyrnu,“ sagði Þórður í viðtalinu árið 2013.Þóra Helgadóttir spilaði 108 leiki fyrir A-landslið Íslands, hélt oft hreinu og skoraði eitt mark.Fréttablaðið/stefánSegist ekki eiga orð Vísir náði stuttlega tali af Þórði vegna málsins nú síðdegis. Hann sagðist ekki eiga orð yfir frásögninni og ætlaði að hafa samband síðar og svara ásökununum. „Þetta segir allt um þessa konu,“ sagði Þórður. Þá kom fram í erindi Þóru að einn leikmaður landsliðsins hefði hætt í kjölfarið á því að landsliðskonurnar neituðu að spila undir stjórn Þórðar. Hún sagðist hafa haft samband við viðkomandi leikmann fyrir erindi sitt og beðið hana afsökunar á því að hafa ekki staðið betur við bak hennar á sínum tíma. Ekki náðist í Eggert Magnússon, fyrrverandi formann KSÍ, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært 18:24.Í fréttinni var rangt haft eftir Þórði þar sem ritað var að hann hafi sagt „Þetta segir allt um þessar konur“, þegar átti að standa „Þetta segir allt um þessa konu.“ Þórður segir það af og frá að hann hafi eitthvað á móti konum. Hann segist ekki ætla að tjá sig nánar um málið að svo stöddu.
Íslenski boltinn MeToo Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira