Lágmarksmönnun hjá lögreglu þrátt fyrir aukin verkefni Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 19:57 Sigríður Björk Guðjónsdóttir. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir umtalsverða fjölgun verkefna hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu þarf embættið að skera niður og færa starfsemi sína niður í lagmarksmönnun. Formaður lögreglufélagsins segir ástandið aldrei hafa verið jafn svart. Lögreglumönnum á Höfuðborgarsvæðinu barst tölvupóstur á dögunum þess efnis að skera þurfi niður í starfseminni, fækka eigi á næturvöktum og draga eigi úr þjálfun. Arinbjörn Snorrason, formaður lögreglufélags Reykjavíkur, segir áhyggjuefni að ráðast þurfi í þessar aðgerðir. Verkefnum hafi fjölgað um tæp 14% milli ára í öllum deildum, með tilheyrandi álagi, en lögreglumönnum fjölgi ekki í takt við verkefnin. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki geta komist hjá þessum aðgerðum. „Við reynum að manna eins og við mögulega getum. Við erum ekki að fara niður fyrir lágmarksmönnunum og að vinna eftir fjárhagsáætluninni. En við erum í svokallaðri megrun, að skera af allt sem hægt er án þess að það bitni um og of á þjónustunni,“ segir Sigríður. Arinbjörn segist ekki hafa upplifað ástandið eins svart áður. „Ég held að ekki nokkur lögreglumaður sem hefur unnið hér í tíu til fímmtán ár hafi séð þetta svona svart. Allavega miðað við þau verkefni sem við þurfum að sinna og þann mannskap sem við höfum á bak við verkefnin. Þetta er í öllum deildum, ekki bara almennri löggæslu sem er sýnileg úti á götu,“ segir hann. Þau segja þjóðfélagið gera ákveðna kröfu til lögreglunnar sem erfitt verði að mæta út árið. „Það er gerð krafa um að við séum sýnileg og grípum inn í á hættustundu. Það er gerð krafa um að við séum í síþjálfun og það hefur dregið úr henni og jafnvel núna hefur hún verið slegin af tímabundið, eða frestað. Vegna þess að við getum ekki keyrt vaktirnar nema hafa mannskapinn virkan,“ segir Arinbjörn. Sigríður segir það í þessu starfi eins og öðrum, það þarf að forgangsraða. „Við höfum sett alvarlegri brot efst. Lögreglan er á ferðinni stöðugt, þetta er náttúrulega ekki eins og þetta var Þegar lögreglan hafði tíma til að ganga um bæinn og spjalla. Það er hörku mikið álag og mikið að gera,“ segir hún. Lögreglumál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Þrátt fyrir umtalsverða fjölgun verkefna hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu þarf embættið að skera niður og færa starfsemi sína niður í lagmarksmönnun. Formaður lögreglufélagsins segir ástandið aldrei hafa verið jafn svart. Lögreglumönnum á Höfuðborgarsvæðinu barst tölvupóstur á dögunum þess efnis að skera þurfi niður í starfseminni, fækka eigi á næturvöktum og draga eigi úr þjálfun. Arinbjörn Snorrason, formaður lögreglufélags Reykjavíkur, segir áhyggjuefni að ráðast þurfi í þessar aðgerðir. Verkefnum hafi fjölgað um tæp 14% milli ára í öllum deildum, með tilheyrandi álagi, en lögreglumönnum fjölgi ekki í takt við verkefnin. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki geta komist hjá þessum aðgerðum. „Við reynum að manna eins og við mögulega getum. Við erum ekki að fara niður fyrir lágmarksmönnunum og að vinna eftir fjárhagsáætluninni. En við erum í svokallaðri megrun, að skera af allt sem hægt er án þess að það bitni um og of á þjónustunni,“ segir Sigríður. Arinbjörn segist ekki hafa upplifað ástandið eins svart áður. „Ég held að ekki nokkur lögreglumaður sem hefur unnið hér í tíu til fímmtán ár hafi séð þetta svona svart. Allavega miðað við þau verkefni sem við þurfum að sinna og þann mannskap sem við höfum á bak við verkefnin. Þetta er í öllum deildum, ekki bara almennri löggæslu sem er sýnileg úti á götu,“ segir hann. Þau segja þjóðfélagið gera ákveðna kröfu til lögreglunnar sem erfitt verði að mæta út árið. „Það er gerð krafa um að við séum sýnileg og grípum inn í á hættustundu. Það er gerð krafa um að við séum í síþjálfun og það hefur dregið úr henni og jafnvel núna hefur hún verið slegin af tímabundið, eða frestað. Vegna þess að við getum ekki keyrt vaktirnar nema hafa mannskapinn virkan,“ segir Arinbjörn. Sigríður segir það í þessu starfi eins og öðrum, það þarf að forgangsraða. „Við höfum sett alvarlegri brot efst. Lögreglan er á ferðinni stöðugt, þetta er náttúrulega ekki eins og þetta var Þegar lögreglan hafði tíma til að ganga um bæinn og spjalla. Það er hörku mikið álag og mikið að gera,“ segir hún.
Lögreglumál Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira