Lágmarksmönnun hjá lögreglu þrátt fyrir aukin verkefni Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 19:57 Sigríður Björk Guðjónsdóttir. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir umtalsverða fjölgun verkefna hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu þarf embættið að skera niður og færa starfsemi sína niður í lagmarksmönnun. Formaður lögreglufélagsins segir ástandið aldrei hafa verið jafn svart. Lögreglumönnum á Höfuðborgarsvæðinu barst tölvupóstur á dögunum þess efnis að skera þurfi niður í starfseminni, fækka eigi á næturvöktum og draga eigi úr þjálfun. Arinbjörn Snorrason, formaður lögreglufélags Reykjavíkur, segir áhyggjuefni að ráðast þurfi í þessar aðgerðir. Verkefnum hafi fjölgað um tæp 14% milli ára í öllum deildum, með tilheyrandi álagi, en lögreglumönnum fjölgi ekki í takt við verkefnin. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki geta komist hjá þessum aðgerðum. „Við reynum að manna eins og við mögulega getum. Við erum ekki að fara niður fyrir lágmarksmönnunum og að vinna eftir fjárhagsáætluninni. En við erum í svokallaðri megrun, að skera af allt sem hægt er án þess að það bitni um og of á þjónustunni,“ segir Sigríður. Arinbjörn segist ekki hafa upplifað ástandið eins svart áður. „Ég held að ekki nokkur lögreglumaður sem hefur unnið hér í tíu til fímmtán ár hafi séð þetta svona svart. Allavega miðað við þau verkefni sem við þurfum að sinna og þann mannskap sem við höfum á bak við verkefnin. Þetta er í öllum deildum, ekki bara almennri löggæslu sem er sýnileg úti á götu,“ segir hann. Þau segja þjóðfélagið gera ákveðna kröfu til lögreglunnar sem erfitt verði að mæta út árið. „Það er gerð krafa um að við séum sýnileg og grípum inn í á hættustundu. Það er gerð krafa um að við séum í síþjálfun og það hefur dregið úr henni og jafnvel núna hefur hún verið slegin af tímabundið, eða frestað. Vegna þess að við getum ekki keyrt vaktirnar nema hafa mannskapinn virkan,“ segir Arinbjörn. Sigríður segir það í þessu starfi eins og öðrum, það þarf að forgangsraða. „Við höfum sett alvarlegri brot efst. Lögreglan er á ferðinni stöðugt, þetta er náttúrulega ekki eins og þetta var Þegar lögreglan hafði tíma til að ganga um bæinn og spjalla. Það er hörku mikið álag og mikið að gera,“ segir hún. Lögreglumál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Sjá meira
Þrátt fyrir umtalsverða fjölgun verkefna hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu þarf embættið að skera niður og færa starfsemi sína niður í lagmarksmönnun. Formaður lögreglufélagsins segir ástandið aldrei hafa verið jafn svart. Lögreglumönnum á Höfuðborgarsvæðinu barst tölvupóstur á dögunum þess efnis að skera þurfi niður í starfseminni, fækka eigi á næturvöktum og draga eigi úr þjálfun. Arinbjörn Snorrason, formaður lögreglufélags Reykjavíkur, segir áhyggjuefni að ráðast þurfi í þessar aðgerðir. Verkefnum hafi fjölgað um tæp 14% milli ára í öllum deildum, með tilheyrandi álagi, en lögreglumönnum fjölgi ekki í takt við verkefnin. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki geta komist hjá þessum aðgerðum. „Við reynum að manna eins og við mögulega getum. Við erum ekki að fara niður fyrir lágmarksmönnunum og að vinna eftir fjárhagsáætluninni. En við erum í svokallaðri megrun, að skera af allt sem hægt er án þess að það bitni um og of á þjónustunni,“ segir Sigríður. Arinbjörn segist ekki hafa upplifað ástandið eins svart áður. „Ég held að ekki nokkur lögreglumaður sem hefur unnið hér í tíu til fímmtán ár hafi séð þetta svona svart. Allavega miðað við þau verkefni sem við þurfum að sinna og þann mannskap sem við höfum á bak við verkefnin. Þetta er í öllum deildum, ekki bara almennri löggæslu sem er sýnileg úti á götu,“ segir hann. Þau segja þjóðfélagið gera ákveðna kröfu til lögreglunnar sem erfitt verði að mæta út árið. „Það er gerð krafa um að við séum sýnileg og grípum inn í á hættustundu. Það er gerð krafa um að við séum í síþjálfun og það hefur dregið úr henni og jafnvel núna hefur hún verið slegin af tímabundið, eða frestað. Vegna þess að við getum ekki keyrt vaktirnar nema hafa mannskapinn virkan,“ segir Arinbjörn. Sigríður segir það í þessu starfi eins og öðrum, það þarf að forgangsraða. „Við höfum sett alvarlegri brot efst. Lögreglan er á ferðinni stöðugt, þetta er náttúrulega ekki eins og þetta var Þegar lögreglan hafði tíma til að ganga um bæinn og spjalla. Það er hörku mikið álag og mikið að gera,“ segir hún.
Lögreglumál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Sjá meira