Hvers vegna ættir þú að skrá barnið þitt í sund? Guðmundur Hafþórsson skrifar 17. ágúst 2018 09:17 Nú þegar skólar fara að hefjast á ný þarf að huga að því hvað er gott fyrir börnin okkar. Við vitum öll að svefn, mataræði, hreyfing eru mikilvægir þættir að góðum dögum í lífi okkar og við viljum að sjálfsögðu að börnum okkar líði vel rétt eins og okkur. Ég ætla að telja upp nokkrar ástæður þess að það er mikilvægt og í raun lífsnauðsynlegt að skrá börn í sundnámskeið.1. Undirbúningur fyrir lífið. Börnin hefja skólagöngu sína á milli 5 og 6 ára aldurs. Þessi fyrstu 10 ár í skólagöngu barnsins er krafa að börnin fái 2 tíma í íþróttum á viku og 1 tíma í sundkennslu. Þessu er svo mismunandi háttað eftir skólum og bæjarfélögum. Því miður er það þannig að oftar en ekki koma börnin nokkuð illa synd eftir skólagöngu enda er lítill tími fyrir kennarana til að virkilega kenna börnunum. 40 mínútna tími verður aldrei nema rétt um 10 – 15 mínútna tími sökum þess að börnum er hleypt seint úr tíma, það þarf að sturta sig og koma sér út og svo þarf að vera komin í næsta tíma á réttum tíma þannig að kennari þarf að hleypa upp úr lauginni 10 – 15 mínútum snemma. Með því að skrá barnið þitt í sund hjá félagi þá tryggir þú því örugga kennslu, hreyfingu sem fylgir því allt lífið enda hægt að synda alla ævi. Öryggi í vatni þannig að þægilegra er til dæmis að fara í sumarferðir erlendis. Ef barn/fullorðin dettur út fyrir á bát/skipi eru meiri líkur á að geta bjargað sér í sjónum ef sundkunnátta er í lagi.2. Hreyfing fyrir ævina. Sund er íþrótt sem hægt er að stunda alla ævi. Hreyfing í vatni er mjúk hreyfing og hreyfing þar sem líkamanum líður einna best. Að stunda sund til heilsubótar hefur áhrif á allan líkamann enda verið að vinna með nánast alla vöðva líkamans. Þetta er fullkomin heilsurækt þar sem ekki þarf á dýrum búnaði að halda og þú getur brennt um 500 kcal á klukkustundar rólegu sundi og auðvitað hægt að bæta í með meiri ákefð.3. Eykur liðleika. Við erum mikið á hreyfingu og börnin þá sérstaklega, mikið um hlaup, hopp og skopp og álag á bein og liðamót. Sund er mjúk hreyfing og í laugum landsins þar sem hitastig er 27 – 30 gráður þá ná vöðvarnir góðri slökun og hjálpar sundið til við að teygja á mikilvægum vöðvum líkamans.4. Bætir líkamsstöðuna. Við vitum það öll að börnin rétt eins og við hin sitjum of mikið, skólastofur og svo oft á tíðum eru ófáir tímar sem fara í það að vera fyrir framan tölvuna eða vera í símanum. Eins og áður segir er sund mjúk hreyfing sem styrkir liðamót og réttir úr hryggjarsúlunni og er einhver besta hreyfing til að fyrirbyggja bakvandamál. „hversu oft sagði mamma þín þér „réttu úr þér“ í æsku“ Ég hvet þig því að huga að heilsunni hjá þér og barninu þínu. Með bestu kveðju Guðmundur Hafþórsson Yfirþjálfari Sundfélagsins Ægis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Nú þegar skólar fara að hefjast á ný þarf að huga að því hvað er gott fyrir börnin okkar. Við vitum öll að svefn, mataræði, hreyfing eru mikilvægir þættir að góðum dögum í lífi okkar og við viljum að sjálfsögðu að börnum okkar líði vel rétt eins og okkur. Ég ætla að telja upp nokkrar ástæður þess að það er mikilvægt og í raun lífsnauðsynlegt að skrá börn í sundnámskeið.1. Undirbúningur fyrir lífið. Börnin hefja skólagöngu sína á milli 5 og 6 ára aldurs. Þessi fyrstu 10 ár í skólagöngu barnsins er krafa að börnin fái 2 tíma í íþróttum á viku og 1 tíma í sundkennslu. Þessu er svo mismunandi háttað eftir skólum og bæjarfélögum. Því miður er það þannig að oftar en ekki koma börnin nokkuð illa synd eftir skólagöngu enda er lítill tími fyrir kennarana til að virkilega kenna börnunum. 40 mínútna tími verður aldrei nema rétt um 10 – 15 mínútna tími sökum þess að börnum er hleypt seint úr tíma, það þarf að sturta sig og koma sér út og svo þarf að vera komin í næsta tíma á réttum tíma þannig að kennari þarf að hleypa upp úr lauginni 10 – 15 mínútum snemma. Með því að skrá barnið þitt í sund hjá félagi þá tryggir þú því örugga kennslu, hreyfingu sem fylgir því allt lífið enda hægt að synda alla ævi. Öryggi í vatni þannig að þægilegra er til dæmis að fara í sumarferðir erlendis. Ef barn/fullorðin dettur út fyrir á bát/skipi eru meiri líkur á að geta bjargað sér í sjónum ef sundkunnátta er í lagi.2. Hreyfing fyrir ævina. Sund er íþrótt sem hægt er að stunda alla ævi. Hreyfing í vatni er mjúk hreyfing og hreyfing þar sem líkamanum líður einna best. Að stunda sund til heilsubótar hefur áhrif á allan líkamann enda verið að vinna með nánast alla vöðva líkamans. Þetta er fullkomin heilsurækt þar sem ekki þarf á dýrum búnaði að halda og þú getur brennt um 500 kcal á klukkustundar rólegu sundi og auðvitað hægt að bæta í með meiri ákefð.3. Eykur liðleika. Við erum mikið á hreyfingu og börnin þá sérstaklega, mikið um hlaup, hopp og skopp og álag á bein og liðamót. Sund er mjúk hreyfing og í laugum landsins þar sem hitastig er 27 – 30 gráður þá ná vöðvarnir góðri slökun og hjálpar sundið til við að teygja á mikilvægum vöðvum líkamans.4. Bætir líkamsstöðuna. Við vitum það öll að börnin rétt eins og við hin sitjum of mikið, skólastofur og svo oft á tíðum eru ófáir tímar sem fara í það að vera fyrir framan tölvuna eða vera í símanum. Eins og áður segir er sund mjúk hreyfing sem styrkir liðamót og réttir úr hryggjarsúlunni og er einhver besta hreyfing til að fyrirbyggja bakvandamál. „hversu oft sagði mamma þín þér „réttu úr þér“ í æsku“ Ég hvet þig því að huga að heilsunni hjá þér og barninu þínu. Með bestu kveðju Guðmundur Hafþórsson Yfirþjálfari Sundfélagsins Ægis
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun