Fótbolti

Viðræður KSÍ og Erik Hamrén langt á veg komnar

Einar Sigurvinsson skrifar
Verður Erik Hamrén þjálfari íslenska landsliðsins?
Verður Erik Hamrén þjálfari íslenska landsliðsins? getty
Viðræður milli KSÍ og sænska knattspyrnustjórans Erik Hamren um þjálfarstöðu íslenska landsliðsins eru langt á veg komnar. Þetta kemur fram á fótbolta.net.

Erik Hamrén var þjálfari sænska landsliðsins frá árinu 2009 til 2016. Hann tók við starfinu á meðan hann var enn þjálfari Rosenborg en hann stýrði liðinu til sigurs í norsku úrvalsdeildinni 2009 og 2010.

Aðstoðarþjálfari hans hjá sænska landsliðinu, Marcus Allbäck, var staddur hér á landi og þykir líklegt að hann muni fylgja Hamrén í starfið.

Undir stjórn Hamrén komst sænska landsliðið á Evrópumótin 2012 og 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×