Hafa opnað íþróttahúsið í Eyjum vegna veðurs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. ágúst 2018 19:30 Slæmt veður gæti sett strik í reikninginn á Þjóðhátíð í kvöld en gul viðvörun er í gildi sunnan til á landinu. Bætt hefur nokkuð í vindinn í Herjólfsdal í dag og hefur íþróttahúsið í Eyjum verið opnað þar sem hátíðargestir geta leitað skjóls ef þarf. Talsmenn Þjóðhátíðarnefndar eru þó nokkuð bjartsýnir og eiga ekki von á öðru en að gestir skemmti sér í brekkusöngnum í kvöld.Helgin að mestu farið vel fram Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu víða um land um helgina en hátíðarhöld hafa þó almennt farið vel fram. Umferðin hefur gengið að mestu afar vel í dag samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni víða um land. Engar tilkynningar um kynferðisafbrot hafa borist embættum lögreglunnar á Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Austurlandi og á Suðurlandi til þessa. Ekki hafa fengist upplýsingar frá neyðarmóttöku Landspítalans vegna kynferðisofbeldis í dag og lögreglan í Vestmannaeyjum mun ekki veita upplýsingar um slík mál að svo stöddu. Einn var þó handtekinn í Herjólfsdal fyrir kynferðislega áreitni en alls gistu fimm fangageymslur í Vestmannaeyjum í nótt. Á Akureyri gistu þrír fangageymslur, þar af tveir grunaðir um líkamsárás. Nokkur fíkniefnamál hafa komið upp í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi og hefur verið nokkuð um ölvunar- og fíkniefnaakstur. Lögregla beinir því til ökumanna að setjast ekki undir stýri fyrr en þeir eru orðnir allsgáðir. Víða er hægt að fá að blása áður en lagt er af stað, meðal annars í Landeyjahöfn. Á fjórða tug fíkniefnamála hafa komið upp á Þjóðhátíð sem er svipað og á sama tíma í fyrra. Búist er við að um 15 þúsund manns verði í brekkusöngnum í kvöld en veðurspá gerir ráð fyrir miklu hvassviðri í Vestmannaeyjum og er viðbragðsáætlun til taks. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Hátíðarhöld ganga vel fyrir sig Hátíðahöld um verslunarmannahelgina hafa gengið vel fyrir sig um land allt um helgina til þessa. 4. ágúst 2018 12:40 Fimm í fangageymslum í Vestmannaeyjum í nótt Í heildina komu upp 13 fíkniefnamál í nótt. 5. ágúst 2018 09:07 Allhvasst á Suðurlandi í dag Gul viðvörun hefur tekið gildi fyrir Suðurland í dag. 5. ágúst 2018 08:25 Færri fíkniefnabrot á Þjóðhátíð Enginn hefur leitað á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis um helgina til þessa og færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð í Eyjum í ár en í fyrra. Umferðin um verslunarmannahelgina hefur almennt gengið vel. 4. ágúst 2018 18:32 Grunaðir um líkamsárás á Akureyri Þrír gistu fangageymslur Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í nótt. 5. ágúst 2018 11:57 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Sjá meira
Slæmt veður gæti sett strik í reikninginn á Þjóðhátíð í kvöld en gul viðvörun er í gildi sunnan til á landinu. Bætt hefur nokkuð í vindinn í Herjólfsdal í dag og hefur íþróttahúsið í Eyjum verið opnað þar sem hátíðargestir geta leitað skjóls ef þarf. Talsmenn Þjóðhátíðarnefndar eru þó nokkuð bjartsýnir og eiga ekki von á öðru en að gestir skemmti sér í brekkusöngnum í kvöld.Helgin að mestu farið vel fram Nokkur erill hefur verið hjá lögreglu víða um land um helgina en hátíðarhöld hafa þó almennt farið vel fram. Umferðin hefur gengið að mestu afar vel í dag samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni víða um land. Engar tilkynningar um kynferðisafbrot hafa borist embættum lögreglunnar á Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Austurlandi og á Suðurlandi til þessa. Ekki hafa fengist upplýsingar frá neyðarmóttöku Landspítalans vegna kynferðisofbeldis í dag og lögreglan í Vestmannaeyjum mun ekki veita upplýsingar um slík mál að svo stöddu. Einn var þó handtekinn í Herjólfsdal fyrir kynferðislega áreitni en alls gistu fimm fangageymslur í Vestmannaeyjum í nótt. Á Akureyri gistu þrír fangageymslur, þar af tveir grunaðir um líkamsárás. Nokkur fíkniefnamál hafa komið upp í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi og hefur verið nokkuð um ölvunar- og fíkniefnaakstur. Lögregla beinir því til ökumanna að setjast ekki undir stýri fyrr en þeir eru orðnir allsgáðir. Víða er hægt að fá að blása áður en lagt er af stað, meðal annars í Landeyjahöfn. Á fjórða tug fíkniefnamála hafa komið upp á Þjóðhátíð sem er svipað og á sama tíma í fyrra. Búist er við að um 15 þúsund manns verði í brekkusöngnum í kvöld en veðurspá gerir ráð fyrir miklu hvassviðri í Vestmannaeyjum og er viðbragðsáætlun til taks.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Hátíðarhöld ganga vel fyrir sig Hátíðahöld um verslunarmannahelgina hafa gengið vel fyrir sig um land allt um helgina til þessa. 4. ágúst 2018 12:40 Fimm í fangageymslum í Vestmannaeyjum í nótt Í heildina komu upp 13 fíkniefnamál í nótt. 5. ágúst 2018 09:07 Allhvasst á Suðurlandi í dag Gul viðvörun hefur tekið gildi fyrir Suðurland í dag. 5. ágúst 2018 08:25 Færri fíkniefnabrot á Þjóðhátíð Enginn hefur leitað á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis um helgina til þessa og færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð í Eyjum í ár en í fyrra. Umferðin um verslunarmannahelgina hefur almennt gengið vel. 4. ágúst 2018 18:32 Grunaðir um líkamsárás á Akureyri Þrír gistu fangageymslur Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í nótt. 5. ágúst 2018 11:57 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Sjá meira
Hátíðarhöld ganga vel fyrir sig Hátíðahöld um verslunarmannahelgina hafa gengið vel fyrir sig um land allt um helgina til þessa. 4. ágúst 2018 12:40
Fimm í fangageymslum í Vestmannaeyjum í nótt Í heildina komu upp 13 fíkniefnamál í nótt. 5. ágúst 2018 09:07
Allhvasst á Suðurlandi í dag Gul viðvörun hefur tekið gildi fyrir Suðurland í dag. 5. ágúst 2018 08:25
Færri fíkniefnabrot á Þjóðhátíð Enginn hefur leitað á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis um helgina til þessa og færri fíkniefnamál hafa komið upp á Þjóðhátíð í Eyjum í ár en í fyrra. Umferðin um verslunarmannahelgina hefur almennt gengið vel. 4. ágúst 2018 18:32
Grunaðir um líkamsárás á Akureyri Þrír gistu fangageymslur Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í nótt. 5. ágúst 2018 11:57