Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2018 12:14 Alex Jones er þekktur fyrir líflega framsögn og umdeildar skoðanir. Mynd/Skjáskot Samfélagsmiðillinn Facebook hefur lokað fjórum síðum á vegum bandaríska samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. Þá hafa Apple og Spotify fjarlægt hlaðvarpsþætti Jones af veitum sínum. Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. Síður hans, Alex Jones Channel, Alex Jones, InfoWars og Infowars Nightly News hafa nú allar verið fjarlægðar á grundvelli „endurtekinna brota“ á reglum miðilsins, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Facebook. Sjá einnig: Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Í yfirlýsingu segir að síðurnar hafi verið bannaðar vegna þess að inn á þær hafi verið hlaðið efni sem gerði ofbeldi hátt undir höfði og byggði á hatursorðræðu í garð transfólks, múslima og innflytjenda. Sérstaklega var þó tekið fram að síðunum hafi ekki verið lokað vegna samsæriskenninga sem Jones hefur dreift á síðum sínum. Samsæriskenningarnar hverfast m.a. um árásina á Tvíburaturnana árið 2001 og skotárásina í Sandy Hook-grunnskólanum árið 2012. Skömmu áður en Facebook tilkynnti um áðurnefndar aðgerðir fjarlægðu bæði Apple og Spotify nær allt efni úr smiðju Jones af hlaðvarpsveitum sínum. Enn er þó hægt að nálgast nokkra þætti Jones á báðum veitum. Jones rekur hægrisamsæriskenningamiðilinn InfoWars og er, eins og áður sagði, einna þekktastur fyrir samsæriskenningar sínar. Foreldrar barna sem skotin voru til bana í áðurnefndri Sandy Hook-skotárás lögsóttu Jones fyrir ærumeiðingar fyrr á árinu. Hann hefur ítrekað haldið því fram að árásin, sem og önnur fjöldamorð í Bandaríkjunum, hafi verið sviðsett. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Facebook Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Samfélagsmiðlar Spotify Apple Tengdar fréttir Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43 Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Sjá meira
Samfélagsmiðillinn Facebook hefur lokað fjórum síðum á vegum bandaríska samsæriskenningasmiðsins Alex Jones. Þá hafa Apple og Spotify fjarlægt hlaðvarpsþætti Jones af veitum sínum. Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. Síður hans, Alex Jones Channel, Alex Jones, InfoWars og Infowars Nightly News hafa nú allar verið fjarlægðar á grundvelli „endurtekinna brota“ á reglum miðilsins, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Facebook. Sjá einnig: Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Í yfirlýsingu segir að síðurnar hafi verið bannaðar vegna þess að inn á þær hafi verið hlaðið efni sem gerði ofbeldi hátt undir höfði og byggði á hatursorðræðu í garð transfólks, múslima og innflytjenda. Sérstaklega var þó tekið fram að síðunum hafi ekki verið lokað vegna samsæriskenninga sem Jones hefur dreift á síðum sínum. Samsæriskenningarnar hverfast m.a. um árásina á Tvíburaturnana árið 2001 og skotárásina í Sandy Hook-grunnskólanum árið 2012. Skömmu áður en Facebook tilkynnti um áðurnefndar aðgerðir fjarlægðu bæði Apple og Spotify nær allt efni úr smiðju Jones af hlaðvarpsveitum sínum. Enn er þó hægt að nálgast nokkra þætti Jones á báðum veitum. Jones rekur hægrisamsæriskenningamiðilinn InfoWars og er, eins og áður sagði, einna þekktastur fyrir samsæriskenningar sínar. Foreldrar barna sem skotin voru til bana í áðurnefndri Sandy Hook-skotárás lögsóttu Jones fyrir ærumeiðingar fyrr á árinu. Hann hefur ítrekað haldið því fram að árásin, sem og önnur fjöldamorð í Bandaríkjunum, hafi verið sviðsett.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Facebook Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Samfélagsmiðlar Spotify Apple Tengdar fréttir Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43 Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Sjá meira
Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43
Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38
Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39