Þjónustugjöld á Þingvöllum Ari Trausti Guðmundsson skrifar 7. ágúst 2018 07:00 Gerræði, virðingarleysi við ferðaþjónustuna og skilningsleysi á samvinnu við hana – þetta er meðal þess sem stjórnendur þjóðgarða sýna ferðaþjónustunni að mati formanns Samtaka ferðaþjónustunnar. Nokkrar staðreyndir geta ef til vill linað þessar einkunnir Bjarnheiðar Hallsdóttur, hvað Þjóðgarðinn á Þingvöllum áhrærir. Brugðist hefur verið við fjölgun ferðamanna þar á sjö árum, úr fáeinum hundruðum þúsunda á ári í 1,5 milljón, með ýmsum hætti. Stórauknu álagi á innviði og umhverfið er mætt með miklum framkvæmdum, nú síðast um 1.000 fermetra viðbót við miðstöðina á Hakinu og mikilli stækkun bílastæða. Þjónustugjöld standa undir verulegum hluta margra framkvæmda, þjónustu og rekstrar. Blaðagrein um m.a. hækkun þjónustugjalda á Þingvöllum gerir best gagn innihaldi hún sanngjarnar upplýsingar um þau, svo sem stærðargráðuna í samanburði við verð til ferðamanna og hvað gjöldin fela í sér, ekki aðeins hækkun í prósentum eða upphæðin ein, án þess að lesandinn viti ofan á hvaða upphæð ferðafyrirtækja hún leggst. Þau verulega íþyngjandi gjöld sem BH nefnir eru m.a þessi: Gjald fyrir einka- eða bílaleigubíl á stæði er 750 kr. en var 500 kr. Ferðaþjónustan sem slík greiðir alla jafna ekki þessi gjöld. Hækkunin er heil 50% en um leið var salernisgjald (200 kr.) lagt niður en BH getur þess ekki. Fyrir ferðaþjónustubíl með allt að 8 farþegum er gjaldið 1.000 kr., en 1.800 kr. fyrir allt að 20 manna rútu og fyrir yfir 20 manna bíla er gjaldið 3.500 kr. Gullhringsferð kostar t.d. um 8.000 kr. í fullum 19 manna kálfi greiða ferðamenn 152.000 kr. fyrir ferðina. Kostnaðarauki ferðaþjónustunnar er 1.800 kr., eða um 90 kr. á farþega, og hægt er að tilkynna hópferðamönnunum að ekki sé greitt fyrir salernisnotkun, líkt og áður var. Í fullri stórrútu er kostnaðaraukinn enn minni á farþega. Vissulega aka hálftómir ferðaþjónustubílar um Þingvelli – hér er aðeins tekið dæmi til skýringar. Silfrugjaldið hækkaði í 1.500 kr. vegna þess að lagt hefur verið í margra milljóna króna kostnað með þjónustuhúsum á staðnum og öðrum úrbótum, m.a. sjúkraflutningamanni á vakt í þjóðgarðinum. Gjaldið var 1.000 kr., óbreytt frá 2012, og tvöfaldaðist ekki eins og BH skrifar. Köfun í Silfru kostar frá 14.000 kr. til 35.000 kr. og þær upphæðir hækka þá um 750 kr. Hóf hefur verið í heiðri haft.Höfundur er formaður Þingvallanefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Gerræði, virðingarleysi við ferðaþjónustuna og skilningsleysi á samvinnu við hana – þetta er meðal þess sem stjórnendur þjóðgarða sýna ferðaþjónustunni að mati formanns Samtaka ferðaþjónustunnar. Nokkrar staðreyndir geta ef til vill linað þessar einkunnir Bjarnheiðar Hallsdóttur, hvað Þjóðgarðinn á Þingvöllum áhrærir. Brugðist hefur verið við fjölgun ferðamanna þar á sjö árum, úr fáeinum hundruðum þúsunda á ári í 1,5 milljón, með ýmsum hætti. Stórauknu álagi á innviði og umhverfið er mætt með miklum framkvæmdum, nú síðast um 1.000 fermetra viðbót við miðstöðina á Hakinu og mikilli stækkun bílastæða. Þjónustugjöld standa undir verulegum hluta margra framkvæmda, þjónustu og rekstrar. Blaðagrein um m.a. hækkun þjónustugjalda á Þingvöllum gerir best gagn innihaldi hún sanngjarnar upplýsingar um þau, svo sem stærðargráðuna í samanburði við verð til ferðamanna og hvað gjöldin fela í sér, ekki aðeins hækkun í prósentum eða upphæðin ein, án þess að lesandinn viti ofan á hvaða upphæð ferðafyrirtækja hún leggst. Þau verulega íþyngjandi gjöld sem BH nefnir eru m.a þessi: Gjald fyrir einka- eða bílaleigubíl á stæði er 750 kr. en var 500 kr. Ferðaþjónustan sem slík greiðir alla jafna ekki þessi gjöld. Hækkunin er heil 50% en um leið var salernisgjald (200 kr.) lagt niður en BH getur þess ekki. Fyrir ferðaþjónustubíl með allt að 8 farþegum er gjaldið 1.000 kr., en 1.800 kr. fyrir allt að 20 manna rútu og fyrir yfir 20 manna bíla er gjaldið 3.500 kr. Gullhringsferð kostar t.d. um 8.000 kr. í fullum 19 manna kálfi greiða ferðamenn 152.000 kr. fyrir ferðina. Kostnaðarauki ferðaþjónustunnar er 1.800 kr., eða um 90 kr. á farþega, og hægt er að tilkynna hópferðamönnunum að ekki sé greitt fyrir salernisnotkun, líkt og áður var. Í fullri stórrútu er kostnaðaraukinn enn minni á farþega. Vissulega aka hálftómir ferðaþjónustubílar um Þingvelli – hér er aðeins tekið dæmi til skýringar. Silfrugjaldið hækkaði í 1.500 kr. vegna þess að lagt hefur verið í margra milljóna króna kostnað með þjónustuhúsum á staðnum og öðrum úrbótum, m.a. sjúkraflutningamanni á vakt í þjóðgarðinum. Gjaldið var 1.000 kr., óbreytt frá 2012, og tvöfaldaðist ekki eins og BH skrifar. Köfun í Silfru kostar frá 14.000 kr. til 35.000 kr. og þær upphæðir hækka þá um 750 kr. Hóf hefur verið í heiðri haft.Höfundur er formaður Þingvallanefndar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun