Dýrkeypt spaug Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. ágúst 2018 07:00 Eftir verslunarmannahelgina er algengt að landsmenn hugi að daglegri rútínu og undirbúningi fyrir veturinn. Með haustverkum er því ekki fjarri lagi að huga að föstum leikatriðum sem hafa mikil áhrif á heimilisbókhald okkar allra – sveiflukónginum sjálfum, krónunni. Enn og aftur heyrum við fréttir um fyrirtæki sem heyja erfiða rekstrarbaráttu og undantekningarlaust er bent á orsakavaldinn, styrkingu krónunnar. Óvissan innan ferðaþjónustunnar er mikil, bændur standa í kunnuglegri baráttu og litlar fiskvinnslur sem og nýsköpunarfyrirtæki eiga erfitt með fótfestu í þessu sveiflukennda umhverfi. Þessa sögu þekkjum við öll og höfum lifað með henni. Óvissuna sem fylgir krónunni má hins vegar sjaldan ræða nema út frá þeirri forsendu einni að við Íslendingar verðum að viðhalda núverandi gjaldmiðli. Það sé okkar eini kostur. Að betra sé að stagbæta okkar örgjaldmiðil í stað þess að horfast í augu við þann gríðarlega kostnað og áhættu sem sveiflukennd krónan er fyrir heimili, launþega og fyrirtækin í landinu. En sveiflur krónunnar, ólíkt þeirri skagfirsku, eru enginn gleðigjafi. Íslenskt atvinnulíf sem og heimili eru berskjaldaðri en aðrar þjóðir með stöðuga mynt. Ef einhver alvara er í því að vinna að langtímastöðugleika er þetta atriði sem aðilar vinnumarkaðarins ættu að koma sér saman um því hugrekkið í gjaldmiðilsmálum er ekki að finna við ríkisstjórnarborðið. Viðreisn mun halda áfram að beita sér fyrir umræðu um íslensku krónuna og hvaða aðrar leiðir eru færar í gjaldmiðilsmálum, heimilum og atvinnulífi til heilla. Það verður að vera hægt að ræða upphátt, án útúrsnúninga og heilagrar þjóðernishyggju, hvort réttlætanlegt sé að viðhalda gjaldmiðli sem þvingar almenning og fyrirtæki í óþarfa kostnað, áhættu og óvissu. Það er ekki sanngjarnt að almenningur sitji eftir með krónuna og kostnaðinn sem henni fylgir á meðan tiltekin fyrirtæki tryggja sig með því að gera upp í erlendri mynt og hafa aðgang að ódýru erlendu fjármagni. Krónan hefur reynst okkur dýrkeypt spaug. Horfumst í augu við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Eftir verslunarmannahelgina er algengt að landsmenn hugi að daglegri rútínu og undirbúningi fyrir veturinn. Með haustverkum er því ekki fjarri lagi að huga að föstum leikatriðum sem hafa mikil áhrif á heimilisbókhald okkar allra – sveiflukónginum sjálfum, krónunni. Enn og aftur heyrum við fréttir um fyrirtæki sem heyja erfiða rekstrarbaráttu og undantekningarlaust er bent á orsakavaldinn, styrkingu krónunnar. Óvissan innan ferðaþjónustunnar er mikil, bændur standa í kunnuglegri baráttu og litlar fiskvinnslur sem og nýsköpunarfyrirtæki eiga erfitt með fótfestu í þessu sveiflukennda umhverfi. Þessa sögu þekkjum við öll og höfum lifað með henni. Óvissuna sem fylgir krónunni má hins vegar sjaldan ræða nema út frá þeirri forsendu einni að við Íslendingar verðum að viðhalda núverandi gjaldmiðli. Það sé okkar eini kostur. Að betra sé að stagbæta okkar örgjaldmiðil í stað þess að horfast í augu við þann gríðarlega kostnað og áhættu sem sveiflukennd krónan er fyrir heimili, launþega og fyrirtækin í landinu. En sveiflur krónunnar, ólíkt þeirri skagfirsku, eru enginn gleðigjafi. Íslenskt atvinnulíf sem og heimili eru berskjaldaðri en aðrar þjóðir með stöðuga mynt. Ef einhver alvara er í því að vinna að langtímastöðugleika er þetta atriði sem aðilar vinnumarkaðarins ættu að koma sér saman um því hugrekkið í gjaldmiðilsmálum er ekki að finna við ríkisstjórnarborðið. Viðreisn mun halda áfram að beita sér fyrir umræðu um íslensku krónuna og hvaða aðrar leiðir eru færar í gjaldmiðilsmálum, heimilum og atvinnulífi til heilla. Það verður að vera hægt að ræða upphátt, án útúrsnúninga og heilagrar þjóðernishyggju, hvort réttlætanlegt sé að viðhalda gjaldmiðli sem þvingar almenning og fyrirtæki í óþarfa kostnað, áhættu og óvissu. Það er ekki sanngjarnt að almenningur sitji eftir með krónuna og kostnaðinn sem henni fylgir á meðan tiltekin fyrirtæki tryggja sig með því að gera upp í erlendri mynt og hafa aðgang að ódýru erlendu fjármagni. Krónan hefur reynst okkur dýrkeypt spaug. Horfumst í augu við það.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun