Skógareldarnir í Portúgal nálgast vinsæla ferðamannastaði Atli Ísleifsson skrifar 8. ágúst 2018 08:48 Íbúar Portimao óttast að eldarnir gætu náð alla leið til bæjarins. Vísir/ap Skógar- og kjarreldarnir í suðurhluta Portúgals hafa haldið áfram síðustu dagana og nálgast nú nokkra vinsæla ferðamannastaði í landinu. Yfirvöld í Portúgal hafa fjölgað í slökkvi- og björgunarliði sem berst við eldana.Sky News greinir frá því að óttast sé að eldarnir gætu dreift sér til bæjarins Portimao, vinsæls bæjar fyrir ferðamenn milli bæjanna Praia da Luz, Lagos og Amacao de Pera á suðurströnd landsins. Eldarnir í grennd við Portimao blossuðu upp meðal trölla- og furutrjáa á hæðum í grennd við bæinn í miðri hitabylgjunni sem herjað hefur á íbúa Íberíuskaga síðustu daga. Eldarnir hafa hægt og bítandi verið að nálgast ströndina þar sem þúsundir heimamanna og erlendra ferðamanna njóta sólarinnar á sumrin ár hvert. Þrátt fyrir aðgerðir yfirvalda til að koma í veg fyrir að hörmungar síðasta árs – þar sem 114 manns fórust í skógareldum í landinu – endurtaki sig, hafa skipuleggjendur björgunaraðgerða sætt gagnrýni. Enn hefur þó enginn látið lífið og búið er að rýma þorp í grennd við eldana. Alls hafa þrjátíu manns verið fluttir á sjúkrahús vegna gruns um að hafa orðið fyrir reykeitrun. Alls berjast 1.320 slökkviliðsmenn við eldana í Portúgal. Notast hefur verið við 420 dælubíla og sautján slökkviflugvélar. Um 20 þúsund hektarar lands hafa brunnið síðan á föstudag. Loftslagsmál Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Skógar- og kjarreldarnir í suðurhluta Portúgals hafa haldið áfram síðustu dagana og nálgast nú nokkra vinsæla ferðamannastaði í landinu. Yfirvöld í Portúgal hafa fjölgað í slökkvi- og björgunarliði sem berst við eldana.Sky News greinir frá því að óttast sé að eldarnir gætu dreift sér til bæjarins Portimao, vinsæls bæjar fyrir ferðamenn milli bæjanna Praia da Luz, Lagos og Amacao de Pera á suðurströnd landsins. Eldarnir í grennd við Portimao blossuðu upp meðal trölla- og furutrjáa á hæðum í grennd við bæinn í miðri hitabylgjunni sem herjað hefur á íbúa Íberíuskaga síðustu daga. Eldarnir hafa hægt og bítandi verið að nálgast ströndina þar sem þúsundir heimamanna og erlendra ferðamanna njóta sólarinnar á sumrin ár hvert. Þrátt fyrir aðgerðir yfirvalda til að koma í veg fyrir að hörmungar síðasta árs – þar sem 114 manns fórust í skógareldum í landinu – endurtaki sig, hafa skipuleggjendur björgunaraðgerða sætt gagnrýni. Enn hefur þó enginn látið lífið og búið er að rýma þorp í grennd við eldana. Alls hafa þrjátíu manns verið fluttir á sjúkrahús vegna gruns um að hafa orðið fyrir reykeitrun. Alls berjast 1.320 slökkviliðsmenn við eldana í Portúgal. Notast hefur verið við 420 dælubíla og sautján slökkviflugvélar. Um 20 þúsund hektarar lands hafa brunnið síðan á föstudag.
Loftslagsmál Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira