Ég á mér draum Eva H. Baldursdóttir skrifar 9. ágúst 2018 07:00 Ein frægasta ræða stjórnmálasögunnar er kennd við orðin; ég á mér draum. Orð þessi mælti Martin L. King, brautryðjandi friðsamlegrar mannréttindabaráttu. Draumur hans var að samfélagið tæki mið af þeirri staðreynd að allir menn væru skapaðir jafnir. Barátta hans í þeim efnum hefur fært okkur nær jafnrétti, ekki aðeins á grundvelli kynþáttar heldur í víðara samhengi. Alla daga erum við að stöðva eigin drauma – hinn sanna sköpunarkraft samfélagsins – með neikvæðni á borð við að eitthvað sé ekki hægt eða hafi áður verið reynt án árangurs. En við eigum að leyfa okkur að dreyma og beita ímyndunaraflinu en ekki takmarka það. Allt sem er til var í upphafi aðeins hugsjón eða draumur einhvers, sem svo framkvæmdi draum sinn. Það er ekkert sem ekki er hægt. Við sköpum heiminn á hverri stundu. Frumleiki eða andleysi, hvort sem við veljum, þá mótum við umhverfi okkar og örlög og það eina sem stoppar okkur í að sjá hversu máttug við erum eru okkar eigin takmörkuðu viðhorf. Ég geri orð Martins L. King að mínum: Ég á mér draum. Ég á mér draum um að Ísland verði umhverfisvænasta land í heimi. Náttúran kallar. Hún er alltaf að senda okkur skilaboð. En við virðumst ekki heyra nógu vel né skynja þó það hafi batnað. Við búum saman á þessari jörð. Og á smærri skala. Við búum saman á þessu landi með eina mögnuðustu náttúru heims. Náttúran gefur og gefur í formi auðlinda sem standa undir okkar efnahagslegu velsæld. Hér heima og að heiman. Við vitum hins vegar að við mennirnir, erum að ganga á jörðina að því marki að við ógnum tilvist, ekki bara okkar, heldur annarra dýra og vistkerfisins í heild sinni. Með öðrum orðum – við erum að taka miklu meira en við gefum og enn fremur – miklu meira en við þurfum. Rannsóknir birtast á hverjum degi sem vitna um þetta. Alþjóðasamfélagið er svo sem að gera eitthvað – en allt í viðbragði. Alþjóðasamningar eru gerðir á diplómatískum vettvangi. Parísarsáttmálinn – einhver framför í loftslagsmálum en þó óbindandi. Hægfara þróun við að banna einnota plast víða um heim, orkuskipti í samgöngum, fleiri að verða grænmetisætur o.s.frv. En þetta er allt, allt of hægt. Neysla og sóun er of mikil. Við erum mögulega ekki eins meðvitundarlaus og fyrir 10 árum en það er ljóst að við erum enn jafn ofurseld neyslu. Ég vil ekki dæma stöðuna heldur spyrja gagnrýnna spurninga á borð við: Hvaðan kemur allt þetta drasl sem við erum að kaupa? Hvernig er það framleitt? Þurfum við öll að eiga grill og trampólín í garðinum? Þurfti ég að eiga fjórfaldan fataskáp? Nei. Þurfum við öll að eiga bíla, jafnvel tvo? Hvernig ætlum við að skilja við veru okkar á þessari jörð? Á þessu landi sem við eigum hreint ekki, heldur fáum lánuð afnot af og erum svo lánsöm að fæðast á. Er okkur kannski alveg sama? Eða er það of mikið vesen að breyta lifnaðarháttum? Hvernig sýnum við þakklæti? Fyrst og fremst. Látum okkur dreyma stóra drauma fyrir umhverfið. Elskum jörðina. Ég býð upp á drauminn um umhverfisvænasta land í heimi. Þar sem rauði þráður hagkerfisins er grænn. Við erum fá, einangruð og eigum efnahagslega allt undir auðlindum okkar. Því er það í senn bæði auðvelt fyrir okkur í framkvæmd og rökrétt í efnahagslegu tilliti að vera græn. Byrjum á að fylgja þó því sem hefur verið gert á alþjóðavettvangi, á vettvangi Evrópusambandsins og göngum svo miklu lengra. Gerum það í sameiningu – einstaklingar, atvinnulífið og ríkið. Hugsum 100% orkuskipti í samgöngum og bönnum jarðefnaeldsneyti. Algjört bann á einnota plast. Græna skatta. Ívilnanir fyrir græna innlenda og sjálfbæra framleiðslu. Kolefnishlutlausa ferðaþjónustu. Fleiri gróðurhús – minni innflutningur. Endurvinna allt. Endurheimta votlendi algjörlega. Planta fleiri trjám – planta á sterum – og allt það sem mér dettur ekki í hug enda enginn sérfræðingur annar en að hafa ástríðu fyrir jörðinni og áframhaldandi tilveru mannkyns. Allar þær aðgerðir sem er búið að sýna fram á að virki, framkvæmum þær. Styðjum við alla nýsköpun í atvinnulífinu í átt að grænna hagkerfi og þróum hátæknistörf í þá veru. Látum ást okkar á umhverfinu móta flottustu atvinnustefnu veraldar. Ef það er eitthvað sem við getum lært af HM ævintýrinu er að sem þjóð kunnum við að hugsa og eiga stóra drauma. Því hvernig kemst ein minnsta þjóð í heimi á HM? Með því að láta neikvæðni ekki stoppa sig. Með því að eiga draum. Á vettvangi stjórnmálanna eigum við að tefla fram hugsjónum okkar, enda er staðreyndin sú að með áframhaldandi hlýnun jarðar verður enda fátt að gera annað en að bregðast við náttúrunni. Ég kalla eftir draumnum þar sem Ísland er fyrirmynd, fremst meðal þjóða í umhverfismálum. Við kunnum það. Græna liðið sem keppir í riðlinum umhverfisvænasta land heims – leidd af okkur saman, fyrir sameiginlegri ást á náttúrunni.Höfundur er lögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ein frægasta ræða stjórnmálasögunnar er kennd við orðin; ég á mér draum. Orð þessi mælti Martin L. King, brautryðjandi friðsamlegrar mannréttindabaráttu. Draumur hans var að samfélagið tæki mið af þeirri staðreynd að allir menn væru skapaðir jafnir. Barátta hans í þeim efnum hefur fært okkur nær jafnrétti, ekki aðeins á grundvelli kynþáttar heldur í víðara samhengi. Alla daga erum við að stöðva eigin drauma – hinn sanna sköpunarkraft samfélagsins – með neikvæðni á borð við að eitthvað sé ekki hægt eða hafi áður verið reynt án árangurs. En við eigum að leyfa okkur að dreyma og beita ímyndunaraflinu en ekki takmarka það. Allt sem er til var í upphafi aðeins hugsjón eða draumur einhvers, sem svo framkvæmdi draum sinn. Það er ekkert sem ekki er hægt. Við sköpum heiminn á hverri stundu. Frumleiki eða andleysi, hvort sem við veljum, þá mótum við umhverfi okkar og örlög og það eina sem stoppar okkur í að sjá hversu máttug við erum eru okkar eigin takmörkuðu viðhorf. Ég geri orð Martins L. King að mínum: Ég á mér draum. Ég á mér draum um að Ísland verði umhverfisvænasta land í heimi. Náttúran kallar. Hún er alltaf að senda okkur skilaboð. En við virðumst ekki heyra nógu vel né skynja þó það hafi batnað. Við búum saman á þessari jörð. Og á smærri skala. Við búum saman á þessu landi með eina mögnuðustu náttúru heims. Náttúran gefur og gefur í formi auðlinda sem standa undir okkar efnahagslegu velsæld. Hér heima og að heiman. Við vitum hins vegar að við mennirnir, erum að ganga á jörðina að því marki að við ógnum tilvist, ekki bara okkar, heldur annarra dýra og vistkerfisins í heild sinni. Með öðrum orðum – við erum að taka miklu meira en við gefum og enn fremur – miklu meira en við þurfum. Rannsóknir birtast á hverjum degi sem vitna um þetta. Alþjóðasamfélagið er svo sem að gera eitthvað – en allt í viðbragði. Alþjóðasamningar eru gerðir á diplómatískum vettvangi. Parísarsáttmálinn – einhver framför í loftslagsmálum en þó óbindandi. Hægfara þróun við að banna einnota plast víða um heim, orkuskipti í samgöngum, fleiri að verða grænmetisætur o.s.frv. En þetta er allt, allt of hægt. Neysla og sóun er of mikil. Við erum mögulega ekki eins meðvitundarlaus og fyrir 10 árum en það er ljóst að við erum enn jafn ofurseld neyslu. Ég vil ekki dæma stöðuna heldur spyrja gagnrýnna spurninga á borð við: Hvaðan kemur allt þetta drasl sem við erum að kaupa? Hvernig er það framleitt? Þurfum við öll að eiga grill og trampólín í garðinum? Þurfti ég að eiga fjórfaldan fataskáp? Nei. Þurfum við öll að eiga bíla, jafnvel tvo? Hvernig ætlum við að skilja við veru okkar á þessari jörð? Á þessu landi sem við eigum hreint ekki, heldur fáum lánuð afnot af og erum svo lánsöm að fæðast á. Er okkur kannski alveg sama? Eða er það of mikið vesen að breyta lifnaðarháttum? Hvernig sýnum við þakklæti? Fyrst og fremst. Látum okkur dreyma stóra drauma fyrir umhverfið. Elskum jörðina. Ég býð upp á drauminn um umhverfisvænasta land í heimi. Þar sem rauði þráður hagkerfisins er grænn. Við erum fá, einangruð og eigum efnahagslega allt undir auðlindum okkar. Því er það í senn bæði auðvelt fyrir okkur í framkvæmd og rökrétt í efnahagslegu tilliti að vera græn. Byrjum á að fylgja þó því sem hefur verið gert á alþjóðavettvangi, á vettvangi Evrópusambandsins og göngum svo miklu lengra. Gerum það í sameiningu – einstaklingar, atvinnulífið og ríkið. Hugsum 100% orkuskipti í samgöngum og bönnum jarðefnaeldsneyti. Algjört bann á einnota plast. Græna skatta. Ívilnanir fyrir græna innlenda og sjálfbæra framleiðslu. Kolefnishlutlausa ferðaþjónustu. Fleiri gróðurhús – minni innflutningur. Endurvinna allt. Endurheimta votlendi algjörlega. Planta fleiri trjám – planta á sterum – og allt það sem mér dettur ekki í hug enda enginn sérfræðingur annar en að hafa ástríðu fyrir jörðinni og áframhaldandi tilveru mannkyns. Allar þær aðgerðir sem er búið að sýna fram á að virki, framkvæmum þær. Styðjum við alla nýsköpun í atvinnulífinu í átt að grænna hagkerfi og þróum hátæknistörf í þá veru. Látum ást okkar á umhverfinu móta flottustu atvinnustefnu veraldar. Ef það er eitthvað sem við getum lært af HM ævintýrinu er að sem þjóð kunnum við að hugsa og eiga stóra drauma. Því hvernig kemst ein minnsta þjóð í heimi á HM? Með því að láta neikvæðni ekki stoppa sig. Með því að eiga draum. Á vettvangi stjórnmálanna eigum við að tefla fram hugsjónum okkar, enda er staðreyndin sú að með áframhaldandi hlýnun jarðar verður enda fátt að gera annað en að bregðast við náttúrunni. Ég kalla eftir draumnum þar sem Ísland er fyrirmynd, fremst meðal þjóða í umhverfismálum. Við kunnum það. Græna liðið sem keppir í riðlinum umhverfisvænasta land heims – leidd af okkur saman, fyrir sameiginlegri ást á náttúrunni.Höfundur er lögfræðingur
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun