Enn ein morðhrinan skekur Chicago Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. ágúst 2018 06:00 Lögreglumenn á vettvangi einnar af fjölmörgum skotárásum undanfarinnar helgar. Yfirvöld í Chicago reyna að kljást við morðölduna en illa gengur. Lögreglu tekst aðeins að leysa lítið brot morðmála. Vísir/getty Undanfarnir dagar hafa verið erfiðir fyrir lögregluna í bandarísku borginni Chicago. Að minnsta kosti 74 voru skotnir um helgina og þar af létust þrettán. Yngsta fórnarlambið var, samkvæmt New York Times, aðeins ellefu ára. Enginn hefur enn verið handtekinn. Þessi mikli fjöldi skotárása er síður en svo einstakur í borginni. 6.200 skotárásir voru gerðar árin 2016 og 2017 og létust rúmlega 1.400. Það sem af er ári hafa 325 verið myrt, samkvæmt USA Today, og þótt það sé fimmtungi minna en á sama tíma í fyrra lítur út fyrir að Chicago muni enn á ný verða sú borg þar sem flestir eru myrtir á árinu. Til að bregðast við ástandinu sem hefur myndast, og morðhríð helgarinnar, ákvað lögregla borgarinnar að senda hundruð lögreglumanna til viðbótar í ofbeldisfyllstu hverfin. Rahm Emanuel borgarstjóri og lögreglustjórinn Eddie Johnson hvöttu borgarbúa svo í fyrrinótt til þess að gefa sig fram, hefðu þeir upplýsingar um árásarmenn helgarinnar. Chicago Tribune greindi frá því í gær að lögregla borgarinnar leysti aðeins brotabrot morðmála. Lögregla neitaði að afhenda miðlinum skjöl svo hægt væri að reikna þá tölfræði. Lögreglumaður myndar lík ökumanns sem skotinn var til bana á dögunum.Vísir/gettyRannsóknarvinna blaðamanna Chicago Tribune leiddi þó í ljós að einungis sautján prósent morðmála hafa verið leyst á síðasta ári, sú tala hafi farið lækkandi undanfarin ár. Hlutfall leystra skotárásarmála er enn lægra. Samkvæmt rannsókn Háskólans í Chicago leysti lögregla einungis fimm prósent slíkra mála árið 2016. Helstu ástæðuna sagði miðillinn vera tregðu íbúa ofbeldisfyllstu og jafnframt fátækustu hverfanna til þess að hjálpa lögreglu, en Johnson lögreglustjóri sagði flest mál helgarinnar tengjast gengjastarfsemi. Vilji íbúa til að veita þá hjálp sem Emanuel og Johnson óska eftir er því takmarkaður. Í samtali við Chicago Tribune sagði heimildarmaður, í skjóli nafnleyndar, að þessi tregða væri skiljanleg. Hættulegt væri að bera vitni í morðmáli þegar maður byggi í hverfi þar sem svo mörg morð eiga sér stað. Þá er líklegt að þau fjölmörgu tilfelli þar sem lögreglumenn hafa skotið svarta Bandaríkjamenn til bana leiki stórt hlutverk í þessu samhengi. Allnokkur slík mál hafa fengið mikla umfjöllun vestan hafs og hafa þau ekki verið til þess fallin að auka traust íbúa fátækustu hverfanna í garð lögreglu.Valtur stóll Þessi mikli fjöldi glæpa er talinn veikja stöðu Demókratans Emanuels töluvert, en Repúblikanar hafa lengi gagnrýnt frammistöðu hans í málaflokknum. „Arfleifð hans eru fleiri morð en nokkru sinni fyrr. Heilaþvottur Demókrata er eina ástæða þess að hann eigi möguleika á því að sitja áfram,“ tísti Rudy Giuliani, lögmaður Donalds Trump forseta og fyrrverandi borgarstjóri New York, á mánudag. Kosið er um borgarstjórastólinn á næsta ári og að öllu óbreyttu mun Emanuel gefa kost á sér til endurkjörs. Það gæti þó breyst. Grasrótarhreyfing stuðningsmanna fyrrverandi ríkisstjórans Pats Quinn reynir nú að koma því á kjörseðilinn, samhliða þingkosningunum í nóvember næstkomandi, að kosið verði um að takmarka skuli fjölda kjörtímabila sem borgarstjóri situr, líkt og tíðkast í flestum öðrum stórborgum Bandaríkjanna. Quinn skilaði yfirvöldum í gær 86.481 undirskrift þess efnis. En rúmlega 50.000 þarf til að hefja ferlið sem kemur málum á kjörseðilinn. Í könnun sem Quinn lét gera í júlí kom fram að þrír af hverjum fjórum borgarbúum væru hlynntir því að takmarka fjölda kjörtímabila. Ef spurningin kemst á kjörseðilinn, og henni er svarað játandi í nóvember, mun Emanuel ekki geta gefið kost á sér að ári liðnu. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Undanfarnir dagar hafa verið erfiðir fyrir lögregluna í bandarísku borginni Chicago. Að minnsta kosti 74 voru skotnir um helgina og þar af létust þrettán. Yngsta fórnarlambið var, samkvæmt New York Times, aðeins ellefu ára. Enginn hefur enn verið handtekinn. Þessi mikli fjöldi skotárása er síður en svo einstakur í borginni. 6.200 skotárásir voru gerðar árin 2016 og 2017 og létust rúmlega 1.400. Það sem af er ári hafa 325 verið myrt, samkvæmt USA Today, og þótt það sé fimmtungi minna en á sama tíma í fyrra lítur út fyrir að Chicago muni enn á ný verða sú borg þar sem flestir eru myrtir á árinu. Til að bregðast við ástandinu sem hefur myndast, og morðhríð helgarinnar, ákvað lögregla borgarinnar að senda hundruð lögreglumanna til viðbótar í ofbeldisfyllstu hverfin. Rahm Emanuel borgarstjóri og lögreglustjórinn Eddie Johnson hvöttu borgarbúa svo í fyrrinótt til þess að gefa sig fram, hefðu þeir upplýsingar um árásarmenn helgarinnar. Chicago Tribune greindi frá því í gær að lögregla borgarinnar leysti aðeins brotabrot morðmála. Lögregla neitaði að afhenda miðlinum skjöl svo hægt væri að reikna þá tölfræði. Lögreglumaður myndar lík ökumanns sem skotinn var til bana á dögunum.Vísir/gettyRannsóknarvinna blaðamanna Chicago Tribune leiddi þó í ljós að einungis sautján prósent morðmála hafa verið leyst á síðasta ári, sú tala hafi farið lækkandi undanfarin ár. Hlutfall leystra skotárásarmála er enn lægra. Samkvæmt rannsókn Háskólans í Chicago leysti lögregla einungis fimm prósent slíkra mála árið 2016. Helstu ástæðuna sagði miðillinn vera tregðu íbúa ofbeldisfyllstu og jafnframt fátækustu hverfanna til þess að hjálpa lögreglu, en Johnson lögreglustjóri sagði flest mál helgarinnar tengjast gengjastarfsemi. Vilji íbúa til að veita þá hjálp sem Emanuel og Johnson óska eftir er því takmarkaður. Í samtali við Chicago Tribune sagði heimildarmaður, í skjóli nafnleyndar, að þessi tregða væri skiljanleg. Hættulegt væri að bera vitni í morðmáli þegar maður byggi í hverfi þar sem svo mörg morð eiga sér stað. Þá er líklegt að þau fjölmörgu tilfelli þar sem lögreglumenn hafa skotið svarta Bandaríkjamenn til bana leiki stórt hlutverk í þessu samhengi. Allnokkur slík mál hafa fengið mikla umfjöllun vestan hafs og hafa þau ekki verið til þess fallin að auka traust íbúa fátækustu hverfanna í garð lögreglu.Valtur stóll Þessi mikli fjöldi glæpa er talinn veikja stöðu Demókratans Emanuels töluvert, en Repúblikanar hafa lengi gagnrýnt frammistöðu hans í málaflokknum. „Arfleifð hans eru fleiri morð en nokkru sinni fyrr. Heilaþvottur Demókrata er eina ástæða þess að hann eigi möguleika á því að sitja áfram,“ tísti Rudy Giuliani, lögmaður Donalds Trump forseta og fyrrverandi borgarstjóri New York, á mánudag. Kosið er um borgarstjórastólinn á næsta ári og að öllu óbreyttu mun Emanuel gefa kost á sér til endurkjörs. Það gæti þó breyst. Grasrótarhreyfing stuðningsmanna fyrrverandi ríkisstjórans Pats Quinn reynir nú að koma því á kjörseðilinn, samhliða þingkosningunum í nóvember næstkomandi, að kosið verði um að takmarka skuli fjölda kjörtímabila sem borgarstjóri situr, líkt og tíðkast í flestum öðrum stórborgum Bandaríkjanna. Quinn skilaði yfirvöldum í gær 86.481 undirskrift þess efnis. En rúmlega 50.000 þarf til að hefja ferlið sem kemur málum á kjörseðilinn. Í könnun sem Quinn lét gera í júlí kom fram að þrír af hverjum fjórum borgarbúum væru hlynntir því að takmarka fjölda kjörtímabila. Ef spurningin kemst á kjörseðilinn, og henni er svarað játandi í nóvember, mun Emanuel ekki geta gefið kost á sér að ári liðnu.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira