Íslandsmeistari með Keflavík skrifar NBA-söguna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2018 13:30 Jenny Boucek fagnar hér Íslandsmeistaratitli með Keflavík vorið 1998. Vísir/Brynjar Gauti Jennifer Boucek er einn af eftirminnilegustu bandarísku leikmönnunum sem hafa spilað í íslensku kvennadeildinni í körfubolta og nú tuttugu árum síðar er hún að stíga söguleg skref í NBA-deildinni í körfubolta. Tveir stærstu draumar Jennifer Boucek eru nefnilega að rætast og það þykir mörgum magnað afrek að henni sé að takast að upplifa þá báða á sama tíma. Jennifer Boucek er að fara að eignast sitt fyrsta barn á sama tíma og hún hefur ráðið sig sem aðstoðarþjálfara NBA-liðsins Dallas Mavericks. Boucek er fyrsta konan til að starfa í þjálfaraliði Dallas-liðsins. Boucek hafði áður unnið með leikmönnum hjá Sacramento Kings og varð þá þriðja konan til að fá starf sem aðstoðarþjálfari í NBA. Jennifer Boucek spilaði með Keflavík tímabilið 1997-98 og varð þá tvöfaldur meistari. Hún var mikill leiðtogi, frábær varnarmaður og mjög öflugur leikstjórnandi. Boucek var með 18,2 stig, 5,0 stolna bolta og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni 1998. Hér má sjá tölfræði liðsins. Boucek hafði áður spilað í WNBA-deildinni með Cleveland Rockers en varð að leggja skóna á hilluna sumarið 1998 vegna bakmeiðsla. Leikirnir með Keflavík urðu því síðustu leikirnir hennar á ferlinum. Boucek yfirgaf hinsvegar ekki körfuboltann því hún réði sig sem aðstoðarþjálfara í WNBA-deildinni sumarið 1999 og fékk síðan sína fyrstu aðalþjálfarastöðu hjá Sacramento Monarchs árið 2007. Boucek tók síðan við liði Seattle Storm og þjálfaði það frá 2015 til 2017. Eftir að hún missti starfið hjá Storm opnuðust tækifæri fyrir hana í NBA-deildinni. Hún hefur verið góður vinur Rick Carlisle, þjálfara Dallas Mavericks, í langan tíma og hann er tilbúinn að gefa henni þetta stóra tækifæri og það þótt að það standi mikið til í hennar persónulega lífi. Boucek hefur síðan verið að reyna að verða ófrísk í nokkurn tíma en hún er orðinn 44 ára gömul og er ekki í sambandi. Hún hefur gengist undir tæknifrjógun og hefur notað egg sem hún lét fyrsta fyrir tæpum áratug. Zach Lowe skrifaði stóra grein á ESPN-síðuna þar sem hann fer yfir söguna á bak við þessa tvo stóru drauma Jennifer Boucek.This is an amazing article from @espn about @dallasmavs assistant Jenny Boucek's pregnancy. Thanks to @LaurieBollig for sharing it with me!https://t.co/3cHmcyrCOV — Kirsten Carney (@_KirstenL) July 30, 2018 Jennifer Boucek hefur alltaf haldið sambandi við liðfélaga sína úr Keflavík frá þessu magnaða 1997-98 tímabili og heimsótti Ísland meira að segja fyrir nokkru. Hún er líka alltaf dugleg að tala um árið á Íslandi í öllum viðtölum. Áhuginn á henni og fæðingu barnsins mun örugglega vera mikill á næstu vikum. Hún mun ekki ferðast með liðinu fyrstu sex mánuðina en síðan er stefnan tekin á því að verða fullgildur aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks. Þangað til mun hún fylgja liðinu á heimavelli og hjálpa til með því að skoða verðandi mótherja og leiki liðsins í gegnum sjónvarpið. Á sama tíma skrifar hún nýjan kafla í NBA-sögunni því aldrei hefur ófrísk kona eða kona með nýfætt barn starfað sem þjálfari í deildinni. Mamma Jennifer Boucek ætlar að flytja til hennar í Dallas og mun hjálpa henni fyrstu mánuðina sem móðir og aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks. NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Jennifer Boucek er einn af eftirminnilegustu bandarísku leikmönnunum sem hafa spilað í íslensku kvennadeildinni í körfubolta og nú tuttugu árum síðar er hún að stíga söguleg skref í NBA-deildinni í körfubolta. Tveir stærstu draumar Jennifer Boucek eru nefnilega að rætast og það þykir mörgum magnað afrek að henni sé að takast að upplifa þá báða á sama tíma. Jennifer Boucek er að fara að eignast sitt fyrsta barn á sama tíma og hún hefur ráðið sig sem aðstoðarþjálfara NBA-liðsins Dallas Mavericks. Boucek er fyrsta konan til að starfa í þjálfaraliði Dallas-liðsins. Boucek hafði áður unnið með leikmönnum hjá Sacramento Kings og varð þá þriðja konan til að fá starf sem aðstoðarþjálfari í NBA. Jennifer Boucek spilaði með Keflavík tímabilið 1997-98 og varð þá tvöfaldur meistari. Hún var mikill leiðtogi, frábær varnarmaður og mjög öflugur leikstjórnandi. Boucek var með 18,2 stig, 5,0 stolna bolta og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni 1998. Hér má sjá tölfræði liðsins. Boucek hafði áður spilað í WNBA-deildinni með Cleveland Rockers en varð að leggja skóna á hilluna sumarið 1998 vegna bakmeiðsla. Leikirnir með Keflavík urðu því síðustu leikirnir hennar á ferlinum. Boucek yfirgaf hinsvegar ekki körfuboltann því hún réði sig sem aðstoðarþjálfara í WNBA-deildinni sumarið 1999 og fékk síðan sína fyrstu aðalþjálfarastöðu hjá Sacramento Monarchs árið 2007. Boucek tók síðan við liði Seattle Storm og þjálfaði það frá 2015 til 2017. Eftir að hún missti starfið hjá Storm opnuðust tækifæri fyrir hana í NBA-deildinni. Hún hefur verið góður vinur Rick Carlisle, þjálfara Dallas Mavericks, í langan tíma og hann er tilbúinn að gefa henni þetta stóra tækifæri og það þótt að það standi mikið til í hennar persónulega lífi. Boucek hefur síðan verið að reyna að verða ófrísk í nokkurn tíma en hún er orðinn 44 ára gömul og er ekki í sambandi. Hún hefur gengist undir tæknifrjógun og hefur notað egg sem hún lét fyrsta fyrir tæpum áratug. Zach Lowe skrifaði stóra grein á ESPN-síðuna þar sem hann fer yfir söguna á bak við þessa tvo stóru drauma Jennifer Boucek.This is an amazing article from @espn about @dallasmavs assistant Jenny Boucek's pregnancy. Thanks to @LaurieBollig for sharing it with me!https://t.co/3cHmcyrCOV — Kirsten Carney (@_KirstenL) July 30, 2018 Jennifer Boucek hefur alltaf haldið sambandi við liðfélaga sína úr Keflavík frá þessu magnaða 1997-98 tímabili og heimsótti Ísland meira að segja fyrir nokkru. Hún er líka alltaf dugleg að tala um árið á Íslandi í öllum viðtölum. Áhuginn á henni og fæðingu barnsins mun örugglega vera mikill á næstu vikum. Hún mun ekki ferðast með liðinu fyrstu sex mánuðina en síðan er stefnan tekin á því að verða fullgildur aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks. Þangað til mun hún fylgja liðinu á heimavelli og hjálpa til með því að skoða verðandi mótherja og leiki liðsins í gegnum sjónvarpið. Á sama tíma skrifar hún nýjan kafla í NBA-sögunni því aldrei hefur ófrísk kona eða kona með nýfætt barn starfað sem þjálfari í deildinni. Mamma Jennifer Boucek ætlar að flytja til hennar í Dallas og mun hjálpa henni fyrstu mánuðina sem móðir og aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks.
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn