Colbert spænir í eigin yfirmann Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2018 10:00 Stephen Colbert. Vísir/Getty Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, hikaði ekki við að senda yfirmanni sjónvarpsstöðvar sinnar, Les Moonves yfirmanni CBS, tóninn í þætti sínum í gær. Moonves hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af sex konum. Í samtali við blaðamanninn Ronan Farrow, sem greindi fyrstur frá meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein, sögðu konurnar að hann hefði bæði kysst og snert þær án samþykkis. Þá á hann að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær tóku illa í hegðun hans. Farrow hefur einnig eftir þrjátíu núverandi og fyrrverandi starfsmönnum CBS-stjónvarpsstöðvarinnar að Moonves hafi stuðlað að vinnuumhverfi sem gerði lítið úr kynferðislegri áreitni. Starfsmenn sem uppvísir voru að slíkri hegðun hafi fengið stöðuhækkanir og þolendunum hafi verið greitt fyrir þagmælsku sína. Sjá einnig: Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Colbert byrjaði þátt sinn á því að segja nokkra brandara um Moonves og meðal þeirra var sá brandari að hann vonaðist til þess að hann væri ekki að horfa á þáttinn. Seinna í þættinum, eftir upphafsræðu Colbert, varð hann þó heldur alvarlegri og tók málið sérstaklega fyrir. Eftir að hafa spurt hvort nokkuð væri búið að slökkva á útsendingu þeirra benti hann á að #MeToo vitundarvakningin væri að verða árs gömul. Þá sagði hann gott að konur hefðu fundið aflið til að segja sögur sínar. „Því, það er skrítið að þurfa að segja þetta, það að valdamiklir menn níðist á tiltölulega valdlitlum starfsmönnum er rangt. Við vitum að það er rangt núna og við vissum að það var rangt þá. Hvernig vissum við að það var rangt þá? Því við vitum að þessir menn reyndu að koma í veg fyrir að konurnar sögðu sínar sögur,“ sagði Colbert. Þá sagði Colbert að ábyrgð væri tilganglaus ef hún næði ekki yfir alla. Hann sagðist ekki vita hvað muni gerast varðandi Moonves en hann trúði á að menn væri ábyrgir gjörða sinna og þá ekki bara stjórnmálamenn sem maður væri ósammála. „Allir vilja að menn séu ábyrgir gjörða sinna, nema umræddur maður er „þeirra maður“ og hafið á hreinu að Les Moonves er „minn maður“. Hann réði mig til að sitja í þessum stól. Hann stóð við bakið á þættinum á meðan við áttum erfitt með að finna okkur. Hann gaf okkur það sem við þurftum og stóð við bakið á okkur þegar fólk var reitt við mig og ég kann vel við að vinna fyrir hann. En ábyrgð er tilgangslaus, nema hún nái yfir alla. Hvort sem það er yfirmaður sjónvarpsstöðvar eða leiðtogi hins frjálsa heims,“ sagði Colbert. Fyrra myndbandið er upphaf þáttarins. Þar tjáir Colbert sig um Moonves í tæpar þrjár mínútur. Svo að neðan fer hann nánar í málið. MeToo Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, hikaði ekki við að senda yfirmanni sjónvarpsstöðvar sinnar, Les Moonves yfirmanni CBS, tóninn í þætti sínum í gær. Moonves hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af sex konum. Í samtali við blaðamanninn Ronan Farrow, sem greindi fyrstur frá meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein, sögðu konurnar að hann hefði bæði kysst og snert þær án samþykkis. Þá á hann að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær tóku illa í hegðun hans. Farrow hefur einnig eftir þrjátíu núverandi og fyrrverandi starfsmönnum CBS-stjónvarpsstöðvarinnar að Moonves hafi stuðlað að vinnuumhverfi sem gerði lítið úr kynferðislegri áreitni. Starfsmenn sem uppvísir voru að slíkri hegðun hafi fengið stöðuhækkanir og þolendunum hafi verið greitt fyrir þagmælsku sína. Sjá einnig: Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Colbert byrjaði þátt sinn á því að segja nokkra brandara um Moonves og meðal þeirra var sá brandari að hann vonaðist til þess að hann væri ekki að horfa á þáttinn. Seinna í þættinum, eftir upphafsræðu Colbert, varð hann þó heldur alvarlegri og tók málið sérstaklega fyrir. Eftir að hafa spurt hvort nokkuð væri búið að slökkva á útsendingu þeirra benti hann á að #MeToo vitundarvakningin væri að verða árs gömul. Þá sagði hann gott að konur hefðu fundið aflið til að segja sögur sínar. „Því, það er skrítið að þurfa að segja þetta, það að valdamiklir menn níðist á tiltölulega valdlitlum starfsmönnum er rangt. Við vitum að það er rangt núna og við vissum að það var rangt þá. Hvernig vissum við að það var rangt þá? Því við vitum að þessir menn reyndu að koma í veg fyrir að konurnar sögðu sínar sögur,“ sagði Colbert. Þá sagði Colbert að ábyrgð væri tilganglaus ef hún næði ekki yfir alla. Hann sagðist ekki vita hvað muni gerast varðandi Moonves en hann trúði á að menn væri ábyrgir gjörða sinna og þá ekki bara stjórnmálamenn sem maður væri ósammála. „Allir vilja að menn séu ábyrgir gjörða sinna, nema umræddur maður er „þeirra maður“ og hafið á hreinu að Les Moonves er „minn maður“. Hann réði mig til að sitja í þessum stól. Hann stóð við bakið á þættinum á meðan við áttum erfitt með að finna okkur. Hann gaf okkur það sem við þurftum og stóð við bakið á okkur þegar fólk var reitt við mig og ég kann vel við að vinna fyrir hann. En ábyrgð er tilgangslaus, nema hún nái yfir alla. Hvort sem það er yfirmaður sjónvarpsstöðvar eða leiðtogi hins frjálsa heims,“ sagði Colbert. Fyrra myndbandið er upphaf þáttarins. Þar tjáir Colbert sig um Moonves í tæpar þrjár mínútur. Svo að neðan fer hann nánar í málið.
MeToo Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira