Bað „einræðisherrasleikjuna“ Trump að finna sér öruggara áhugamál Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2018 10:27 Forsetainngrip Colberts var afar dramatískt. Skjáskot/Youtube Spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert lét Donald Trump Bandaríkjaforseta aldeilis finna fyrir því í þætti sínum, The Late Show, í gærkvöldi. Í sérstöku „inngrips“-innslagi biðlaði hann til forsetans að hætta að „sleikja upp einræðisherra“ og finna sér nýtt áhugamál. Trump hefur töluvert verið milli tannanna á fólki eftir fund hans og Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í Helsinki á mánudag. Fyrr í vikunni tóku helstu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna Trump fyrir vegna „mismæla“ forsetans um afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum og ljóst var að þeir gáfu lítið fyrir útskýringar hans.Sjá einnig: Trump býður Pútín til Washington í haust Colbert hélt uppteknum hætti í gær og ávarpaði forsetann beint í innslagi sem hann kallaði „Presidential Intervention“, eða „forsetainngrip“ upp á íslensku. „Við þörfnumst þess að þú hlustir á ákveðna hluti. Þegar þú ræðst á NATO finnst mér eins og þú ráðist á mig persónulega. Og vinur þinn Vladimir, hann er ekki vinur þinn, ókei?“ sagði Colbert og lauk ræðunni á afar kaldhæðniskotnum orðum. „Þannig að í staðinn fyrir að sleikja upp einræðisherra viljum við að þú finnir þér öruggara áhugamál, eins og eldfjalla-„parkour“. Eða hákarlatannlækningar. Eða heróín.“Innslagið má sjá eitt og sér hér að neðan.What's clear is that Trump cannot stop cozying up to Putin. That's why, today, I'm holding an intervention. #LSSC pic.twitter.com/BL2Ipgo1Pv— The Late Show (@colbertlateshow) July 20, 2018 Einræðu Colbert úr þætti gærkvöldsins má sjá í heild sinni hér að neðan. Forsetainngripið hefst á mínútu 10:10. Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Miðluðu brjóstnálar Bretadrottningar leynilegum skilaboðum til Trumps? Athygli netverja hefur nú beinst að nælum Bretadrottningar, sem hún heldur mjög upp á og skartar við nær öll tilefni, og skilaboðunum sem þær gætu átt að miðla til forsetans. 19. júlí 2018 10:38 Hakka útskýringar Trump um mismæli í sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mismælt sig á blaðamannafundi hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands á mánudaginn. 18. júlí 2018 14:00 Trump býður Pútín til Washington í haust Samþykki Pútín boðið yrði það í fyrsta sinn sem hann færi til Bandaríkjanna í mörg ár. 19. júlí 2018 21:00 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert lét Donald Trump Bandaríkjaforseta aldeilis finna fyrir því í þætti sínum, The Late Show, í gærkvöldi. Í sérstöku „inngrips“-innslagi biðlaði hann til forsetans að hætta að „sleikja upp einræðisherra“ og finna sér nýtt áhugamál. Trump hefur töluvert verið milli tannanna á fólki eftir fund hans og Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í Helsinki á mánudag. Fyrr í vikunni tóku helstu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna Trump fyrir vegna „mismæla“ forsetans um afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum og ljóst var að þeir gáfu lítið fyrir útskýringar hans.Sjá einnig: Trump býður Pútín til Washington í haust Colbert hélt uppteknum hætti í gær og ávarpaði forsetann beint í innslagi sem hann kallaði „Presidential Intervention“, eða „forsetainngrip“ upp á íslensku. „Við þörfnumst þess að þú hlustir á ákveðna hluti. Þegar þú ræðst á NATO finnst mér eins og þú ráðist á mig persónulega. Og vinur þinn Vladimir, hann er ekki vinur þinn, ókei?“ sagði Colbert og lauk ræðunni á afar kaldhæðniskotnum orðum. „Þannig að í staðinn fyrir að sleikja upp einræðisherra viljum við að þú finnir þér öruggara áhugamál, eins og eldfjalla-„parkour“. Eða hákarlatannlækningar. Eða heróín.“Innslagið má sjá eitt og sér hér að neðan.What's clear is that Trump cannot stop cozying up to Putin. That's why, today, I'm holding an intervention. #LSSC pic.twitter.com/BL2Ipgo1Pv— The Late Show (@colbertlateshow) July 20, 2018 Einræðu Colbert úr þætti gærkvöldsins má sjá í heild sinni hér að neðan. Forsetainngripið hefst á mínútu 10:10.
Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Miðluðu brjóstnálar Bretadrottningar leynilegum skilaboðum til Trumps? Athygli netverja hefur nú beinst að nælum Bretadrottningar, sem hún heldur mjög upp á og skartar við nær öll tilefni, og skilaboðunum sem þær gætu átt að miðla til forsetans. 19. júlí 2018 10:38 Hakka útskýringar Trump um mismæli í sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mismælt sig á blaðamannafundi hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands á mánudaginn. 18. júlí 2018 14:00 Trump býður Pútín til Washington í haust Samþykki Pútín boðið yrði það í fyrsta sinn sem hann færi til Bandaríkjanna í mörg ár. 19. júlí 2018 21:00 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Miðluðu brjóstnálar Bretadrottningar leynilegum skilaboðum til Trumps? Athygli netverja hefur nú beinst að nælum Bretadrottningar, sem hún heldur mjög upp á og skartar við nær öll tilefni, og skilaboðunum sem þær gætu átt að miðla til forsetans. 19. júlí 2018 10:38
Hakka útskýringar Trump um mismæli í sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mismælt sig á blaðamannafundi hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands á mánudaginn. 18. júlí 2018 14:00
Trump býður Pútín til Washington í haust Samþykki Pútín boðið yrði það í fyrsta sinn sem hann færi til Bandaríkjanna í mörg ár. 19. júlí 2018 21:00