Íslenskan á tímum örra breytinga Lilja Alfreðsdóttir skrifar 23. júlí 2018 07:00 Íslenska tungan er eitt af því sem gerir okkur að þjóð. Við höfum náð að varðveita hana og hlúa að henni í gegnum aldirnar. Hins vegar er alveg ljóst að íslenskan hefur átt undir högg að sækja í kjölfar örra tækni- og samfélagsbreytinga. Tæknibyltingin er að gjörbreyta okkar daglega lífi. Um leið og það felast tækifæri í þessari þróun, þá er hún einnig áskorun. Til að mynda hefur snjalltækjabyltingin aukið aðgang að erlendu afþreyingarefni. Vegna allrar þeirra tækni sem er í boði, þá hefur þróunin verið sú að fólk leitar upplýsinga og talar við tækin sín á ensku. Til þess að íslenskan verði gjaldgeng hafa stjórnvöld ákveðið að hrinda í framkvæmd máltækniáætlun fyrir íslensku 2018-2022. Markmið hennar er að tryggja að hægt sé að nota íslensku í samskiptum við tæki og í allri upplýsingavinnslu. Þannig gerum við tungumálið okkar gildandi í stafrænum heimi til framtíðar. Íslenskt samfélag hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, sem felast meðal annars í því að börnum með annað móðurmál en íslensku hefur fjölgað verulega í skólakerfinu. Samkvæmt Hagstofunni eru nú yfir 12% leikskólabarna og tæp 10% grunnskólabarna sem hafa erlent móðurmál. Hlutfall ungs fólks sem brautskráist úr framhaldsskóla með annað móðurmál en íslensku er mun lægra en þeirra sem hafa íslensku sem móðurmál. Þrátt fyrir að þróunin hafi verið að batna, þá virðist vera að menntakerfið okkar verði að gera mun betur svo að öll börn geti notið sinna hæfileika. Ljóst er að bæta þarf aðstöðu þessara nemenda og endurskoða þá stefnu sem mótuð hefur verið til þessa. Leiðarljósið í nýrri stefnu verður að auka íslenskukennslu til að auka líkurnar á því að börn með annað móðurmál en íslensku hafi sömu tækifæri og aðrir í menntakerfinu. Það eru forréttindi fyrir litla þjóð að tala eigið tungumál. Við verðum sjálf að vera meðvituð um mikilvægi þess að leggja rækt við málið okkar og nota það. Tungan leikur lykilhlutverki í menningarlegu fullveldi þjóðarinnar.Höfundur er menntamálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Lilja Alfreðsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Íslenska tungan er eitt af því sem gerir okkur að þjóð. Við höfum náð að varðveita hana og hlúa að henni í gegnum aldirnar. Hins vegar er alveg ljóst að íslenskan hefur átt undir högg að sækja í kjölfar örra tækni- og samfélagsbreytinga. Tæknibyltingin er að gjörbreyta okkar daglega lífi. Um leið og það felast tækifæri í þessari þróun, þá er hún einnig áskorun. Til að mynda hefur snjalltækjabyltingin aukið aðgang að erlendu afþreyingarefni. Vegna allrar þeirra tækni sem er í boði, þá hefur þróunin verið sú að fólk leitar upplýsinga og talar við tækin sín á ensku. Til þess að íslenskan verði gjaldgeng hafa stjórnvöld ákveðið að hrinda í framkvæmd máltækniáætlun fyrir íslensku 2018-2022. Markmið hennar er að tryggja að hægt sé að nota íslensku í samskiptum við tæki og í allri upplýsingavinnslu. Þannig gerum við tungumálið okkar gildandi í stafrænum heimi til framtíðar. Íslenskt samfélag hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, sem felast meðal annars í því að börnum með annað móðurmál en íslensku hefur fjölgað verulega í skólakerfinu. Samkvæmt Hagstofunni eru nú yfir 12% leikskólabarna og tæp 10% grunnskólabarna sem hafa erlent móðurmál. Hlutfall ungs fólks sem brautskráist úr framhaldsskóla með annað móðurmál en íslensku er mun lægra en þeirra sem hafa íslensku sem móðurmál. Þrátt fyrir að þróunin hafi verið að batna, þá virðist vera að menntakerfið okkar verði að gera mun betur svo að öll börn geti notið sinna hæfileika. Ljóst er að bæta þarf aðstöðu þessara nemenda og endurskoða þá stefnu sem mótuð hefur verið til þessa. Leiðarljósið í nýrri stefnu verður að auka íslenskukennslu til að auka líkurnar á því að börn með annað móðurmál en íslensku hafi sömu tækifæri og aðrir í menntakerfinu. Það eru forréttindi fyrir litla þjóð að tala eigið tungumál. Við verðum sjálf að vera meðvituð um mikilvægi þess að leggja rækt við málið okkar og nota það. Tungan leikur lykilhlutverki í menningarlegu fullveldi þjóðarinnar.Höfundur er menntamálaráðherra
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar