Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2018 23:30 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti íhugar nú að afturkalla öryggisheimildir sex fyrrverandi háttsettra embættismanna, þ. á m. öryggisheimildir John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Sarah Huckabee-Sanders, talskona Hvíta hússins, greindi frá mögulegum fyrirætlunum forsetans á blaðamannafundi í dag. Til viðbótar við Brennan og Comey eiga fjögur til viðbótar á hættu að missa öryggisheimildir sínar en það eru þau James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, Andrew McGabe, fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI, Susan Rice, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi og Michael Hayden, fyrrverandi yfirmaður CIA.Sjá einnig: Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa gagnrýnt ríkisstjórn Trumps og sagði Sanders óánægju forsetans vegna þeirrar gagnrýni ástæðu fyrir vangaveltum hans nú. Hún sagði sexmenningana hafa nýtt sér stöðu sína sem embættismenn til að leggja „tilhæfulausar ásakanir“ á hendur Bandaríkjaforseta, einkum um Rússarannsókn Roberts Muellers.Haft var eftir James Clapper og John Brennan í nóvember í fyrra að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, væri að spila með Trump.Vísir/GETTYÞá gat Sanders ekki sagt til um það hvenær Trump myndi taka ákvörðun um öryggisheimildir áðurefndra embættismanna. Bent hefur verið á að öryggisheimildir tveggja þeirra, Comey og McGabe, hafi nú þegar verið afturkallaðar. Trump rak þann fyrrnefnda með miklum látum í maí í fyrra og sá síðarnefndi hætti óvænt í janúar síðastliðnum. Þegar æðstu embættismenn á borð við þá sem hér hafa verið nefndir láta af störfum er þeim venjulega veitt áfram öryggisheimild, einkum til þess að eftirmenn þeirra í embætti geti ráðfært sig við þá um ýmis málefni tengdum starfinu. Trump væri því að feta afar ótroðnar slóðir, láti hann verða af því að afturkalla öryggisheimildirnar. CNN hafði eftir Clapper strax eftir fundinn í dag að honum þætti vangaveltur forsetans „smásálarlegar“. Hayden sagði hins vegar að ákvörðun Trumps um afturköllun öryggisheimildar hefði afskaplega lítil áhrif á sig ef til hennar kæmi. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. 22. júlí 2018 17:58 Hvíta húsið ítrekar að Trump trúi því að ógn stafi enn af Rússum Óljóst svar forsetans vakti upp spurningar. 18. júlí 2018 21:56 Trump býður Pútín til Washington í haust Samþykki Pútín boðið yrði það í fyrsta sinn sem hann færi til Bandaríkjanna í mörg ár. 19. júlí 2018 21:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti íhugar nú að afturkalla öryggisheimildir sex fyrrverandi háttsettra embættismanna, þ. á m. öryggisheimildir John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Sarah Huckabee-Sanders, talskona Hvíta hússins, greindi frá mögulegum fyrirætlunum forsetans á blaðamannafundi í dag. Til viðbótar við Brennan og Comey eiga fjögur til viðbótar á hættu að missa öryggisheimildir sínar en það eru þau James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, Andrew McGabe, fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI, Susan Rice, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi og Michael Hayden, fyrrverandi yfirmaður CIA.Sjá einnig: Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa gagnrýnt ríkisstjórn Trumps og sagði Sanders óánægju forsetans vegna þeirrar gagnrýni ástæðu fyrir vangaveltum hans nú. Hún sagði sexmenningana hafa nýtt sér stöðu sína sem embættismenn til að leggja „tilhæfulausar ásakanir“ á hendur Bandaríkjaforseta, einkum um Rússarannsókn Roberts Muellers.Haft var eftir James Clapper og John Brennan í nóvember í fyrra að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, væri að spila með Trump.Vísir/GETTYÞá gat Sanders ekki sagt til um það hvenær Trump myndi taka ákvörðun um öryggisheimildir áðurefndra embættismanna. Bent hefur verið á að öryggisheimildir tveggja þeirra, Comey og McGabe, hafi nú þegar verið afturkallaðar. Trump rak þann fyrrnefnda með miklum látum í maí í fyrra og sá síðarnefndi hætti óvænt í janúar síðastliðnum. Þegar æðstu embættismenn á borð við þá sem hér hafa verið nefndir láta af störfum er þeim venjulega veitt áfram öryggisheimild, einkum til þess að eftirmenn þeirra í embætti geti ráðfært sig við þá um ýmis málefni tengdum starfinu. Trump væri því að feta afar ótroðnar slóðir, láti hann verða af því að afturkalla öryggisheimildirnar. CNN hafði eftir Clapper strax eftir fundinn í dag að honum þætti vangaveltur forsetans „smásálarlegar“. Hayden sagði hins vegar að ákvörðun Trumps um afturköllun öryggisheimildar hefði afskaplega lítil áhrif á sig ef til hennar kæmi.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. 22. júlí 2018 17:58 Hvíta húsið ítrekar að Trump trúi því að ógn stafi enn af Rússum Óljóst svar forsetans vakti upp spurningar. 18. júlí 2018 21:56 Trump býður Pútín til Washington í haust Samþykki Pútín boðið yrði það í fyrsta sinn sem hann færi til Bandaríkjanna í mörg ár. 19. júlí 2018 21:00 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. 22. júlí 2018 17:58
Hvíta húsið ítrekar að Trump trúi því að ógn stafi enn af Rússum Óljóst svar forsetans vakti upp spurningar. 18. júlí 2018 21:56
Trump býður Pútín til Washington í haust Samþykki Pútín boðið yrði það í fyrsta sinn sem hann færi til Bandaríkjanna í mörg ár. 19. júlí 2018 21:00
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna