Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2018 23:30 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti íhugar nú að afturkalla öryggisheimildir sex fyrrverandi háttsettra embættismanna, þ. á m. öryggisheimildir John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Sarah Huckabee-Sanders, talskona Hvíta hússins, greindi frá mögulegum fyrirætlunum forsetans á blaðamannafundi í dag. Til viðbótar við Brennan og Comey eiga fjögur til viðbótar á hættu að missa öryggisheimildir sínar en það eru þau James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, Andrew McGabe, fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI, Susan Rice, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi og Michael Hayden, fyrrverandi yfirmaður CIA.Sjá einnig: Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa gagnrýnt ríkisstjórn Trumps og sagði Sanders óánægju forsetans vegna þeirrar gagnrýni ástæðu fyrir vangaveltum hans nú. Hún sagði sexmenningana hafa nýtt sér stöðu sína sem embættismenn til að leggja „tilhæfulausar ásakanir“ á hendur Bandaríkjaforseta, einkum um Rússarannsókn Roberts Muellers.Haft var eftir James Clapper og John Brennan í nóvember í fyrra að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, væri að spila með Trump.Vísir/GETTYÞá gat Sanders ekki sagt til um það hvenær Trump myndi taka ákvörðun um öryggisheimildir áðurefndra embættismanna. Bent hefur verið á að öryggisheimildir tveggja þeirra, Comey og McGabe, hafi nú þegar verið afturkallaðar. Trump rak þann fyrrnefnda með miklum látum í maí í fyrra og sá síðarnefndi hætti óvænt í janúar síðastliðnum. Þegar æðstu embættismenn á borð við þá sem hér hafa verið nefndir láta af störfum er þeim venjulega veitt áfram öryggisheimild, einkum til þess að eftirmenn þeirra í embætti geti ráðfært sig við þá um ýmis málefni tengdum starfinu. Trump væri því að feta afar ótroðnar slóðir, láti hann verða af því að afturkalla öryggisheimildirnar. CNN hafði eftir Clapper strax eftir fundinn í dag að honum þætti vangaveltur forsetans „smásálarlegar“. Hayden sagði hins vegar að ákvörðun Trumps um afturköllun öryggisheimildar hefði afskaplega lítil áhrif á sig ef til hennar kæmi. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. 22. júlí 2018 17:58 Hvíta húsið ítrekar að Trump trúi því að ógn stafi enn af Rússum Óljóst svar forsetans vakti upp spurningar. 18. júlí 2018 21:56 Trump býður Pútín til Washington í haust Samþykki Pútín boðið yrði það í fyrsta sinn sem hann færi til Bandaríkjanna í mörg ár. 19. júlí 2018 21:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti íhugar nú að afturkalla öryggisheimildir sex fyrrverandi háttsettra embættismanna, þ. á m. öryggisheimildir John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Sarah Huckabee-Sanders, talskona Hvíta hússins, greindi frá mögulegum fyrirætlunum forsetans á blaðamannafundi í dag. Til viðbótar við Brennan og Comey eiga fjögur til viðbótar á hættu að missa öryggisheimildir sínar en það eru þau James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, Andrew McGabe, fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI, Susan Rice, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi og Michael Hayden, fyrrverandi yfirmaður CIA.Sjá einnig: Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa gagnrýnt ríkisstjórn Trumps og sagði Sanders óánægju forsetans vegna þeirrar gagnrýni ástæðu fyrir vangaveltum hans nú. Hún sagði sexmenningana hafa nýtt sér stöðu sína sem embættismenn til að leggja „tilhæfulausar ásakanir“ á hendur Bandaríkjaforseta, einkum um Rússarannsókn Roberts Muellers.Haft var eftir James Clapper og John Brennan í nóvember í fyrra að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, væri að spila með Trump.Vísir/GETTYÞá gat Sanders ekki sagt til um það hvenær Trump myndi taka ákvörðun um öryggisheimildir áðurefndra embættismanna. Bent hefur verið á að öryggisheimildir tveggja þeirra, Comey og McGabe, hafi nú þegar verið afturkallaðar. Trump rak þann fyrrnefnda með miklum látum í maí í fyrra og sá síðarnefndi hætti óvænt í janúar síðastliðnum. Þegar æðstu embættismenn á borð við þá sem hér hafa verið nefndir láta af störfum er þeim venjulega veitt áfram öryggisheimild, einkum til þess að eftirmenn þeirra í embætti geti ráðfært sig við þá um ýmis málefni tengdum starfinu. Trump væri því að feta afar ótroðnar slóðir, láti hann verða af því að afturkalla öryggisheimildirnar. CNN hafði eftir Clapper strax eftir fundinn í dag að honum þætti vangaveltur forsetans „smásálarlegar“. Hayden sagði hins vegar að ákvörðun Trumps um afturköllun öryggisheimildar hefði afskaplega lítil áhrif á sig ef til hennar kæmi.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. 22. júlí 2018 17:58 Hvíta húsið ítrekar að Trump trúi því að ógn stafi enn af Rússum Óljóst svar forsetans vakti upp spurningar. 18. júlí 2018 21:56 Trump býður Pútín til Washington í haust Samþykki Pútín boðið yrði það í fyrsta sinn sem hann færi til Bandaríkjanna í mörg ár. 19. júlí 2018 21:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. 22. júlí 2018 17:58
Hvíta húsið ítrekar að Trump trúi því að ógn stafi enn af Rússum Óljóst svar forsetans vakti upp spurningar. 18. júlí 2018 21:56
Trump býður Pútín til Washington í haust Samþykki Pútín boðið yrði það í fyrsta sinn sem hann færi til Bandaríkjanna í mörg ár. 19. júlí 2018 21:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent