Evrópuþjóðir bjóðast til að aðstoða Grikki við slökkvistarfið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. júlí 2018 06:00 Eldarnir eru gríðarlegir umfangs og er eyðileggingin mikil. Vísir/Getty Að minnsta kosti sjötíu og fjórir hafa farist í skógareldum á Attíkuskaga nærri grísku höfuðborginni Aþenu. Þetta eru langmannskæðustu skógareldar þar í landi frá því 84 hið minnsta létu lífið í eldum á eyjunni Euboea og Attíku- og Pelópsskaga árið 2007. Sett hefur verið upp neyðarlína, 199, svo Grikkir geti tilkynnt um að einhvers sé saknað og er óttast um að tala látinna hækki enn. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur boðist til að senda Þjóðverja til Grikklands til að aðstoða við slökkvistarf. „Á þessum erfiðu tímum stendur Þýskaland með grískum vinum sínum. Þið getið verið viss um að við erum viljug til þess að rétta ykkur hjálparhönd,“ var haft eftir kanslaranum á enskumælandi vef gríska blaðsins Kathimerini. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, vottaði Grikkjum samúð sína á Twitter og tilkynnti að Ítalir gætu sent tvær flugvélar, sérútbúnar til slökkvistarfs, til Grikklands. Slíkar vélar hafa einnig verið sendar til Svíþjóðar þar sem tugir elda hafa logað að undanförnu. Grískir miðlar hafa flutt fjölda frétta af harmleiknum. Í viðtali við Skai TV sagði Nikos Economopoulos, framkvæmdastjóri gríska Rauða krossins, frá því að sveitir Rauða krossins hafi fundið hóp 26 fórnarlamba hamfaranna, börn þar á meðal, liggja í faðmlögum uppi á kletti. „Þau reyndu að finna leið út úr eldhafinu en því miður komst þetta fólk og þessi börn ekki út í tæka tíð. Þegar endirinn nálgaðist féllst fólkið í faðma.“ Landhelgisgæslan og áhafnir annarra báta hafa bjargað nærri 700 sem höfðu komið sér niður á strönd og náð nítján lifandi og fjórum látnum úr hafinu Birtist í Fréttablaðinu Skógareldar Tengdar fréttir Flúðu út í sjó og horfðu á vini sína drukkna Tala látinna í skógareldunum í Grikklandi er nú komin í 74 en búist er við að hún muni verða hærri. 24. júlí 2018 14:52 Fimmtíu látnir í skógareldum í Grikklandi Grísk stjórnvöld hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins til að ráða niðurlögum þeirra. 24. júlí 2018 06:21 26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögum Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi en minnst 60 eru látnir vegna gífurlegra skógarelda nærri Aþenu. 24. júlí 2018 11:50 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Sjá meira
Að minnsta kosti sjötíu og fjórir hafa farist í skógareldum á Attíkuskaga nærri grísku höfuðborginni Aþenu. Þetta eru langmannskæðustu skógareldar þar í landi frá því 84 hið minnsta létu lífið í eldum á eyjunni Euboea og Attíku- og Pelópsskaga árið 2007. Sett hefur verið upp neyðarlína, 199, svo Grikkir geti tilkynnt um að einhvers sé saknað og er óttast um að tala látinna hækki enn. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur boðist til að senda Þjóðverja til Grikklands til að aðstoða við slökkvistarf. „Á þessum erfiðu tímum stendur Þýskaland með grískum vinum sínum. Þið getið verið viss um að við erum viljug til þess að rétta ykkur hjálparhönd,“ var haft eftir kanslaranum á enskumælandi vef gríska blaðsins Kathimerini. Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, vottaði Grikkjum samúð sína á Twitter og tilkynnti að Ítalir gætu sent tvær flugvélar, sérútbúnar til slökkvistarfs, til Grikklands. Slíkar vélar hafa einnig verið sendar til Svíþjóðar þar sem tugir elda hafa logað að undanförnu. Grískir miðlar hafa flutt fjölda frétta af harmleiknum. Í viðtali við Skai TV sagði Nikos Economopoulos, framkvæmdastjóri gríska Rauða krossins, frá því að sveitir Rauða krossins hafi fundið hóp 26 fórnarlamba hamfaranna, börn þar á meðal, liggja í faðmlögum uppi á kletti. „Þau reyndu að finna leið út úr eldhafinu en því miður komst þetta fólk og þessi börn ekki út í tæka tíð. Þegar endirinn nálgaðist féllst fólkið í faðma.“ Landhelgisgæslan og áhafnir annarra báta hafa bjargað nærri 700 sem höfðu komið sér niður á strönd og náð nítján lifandi og fjórum látnum úr hafinu
Birtist í Fréttablaðinu Skógareldar Tengdar fréttir Flúðu út í sjó og horfðu á vini sína drukkna Tala látinna í skógareldunum í Grikklandi er nú komin í 74 en búist er við að hún muni verða hærri. 24. júlí 2018 14:52 Fimmtíu látnir í skógareldum í Grikklandi Grísk stjórnvöld hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins til að ráða niðurlögum þeirra. 24. júlí 2018 06:21 26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögum Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi en minnst 60 eru látnir vegna gífurlegra skógarelda nærri Aþenu. 24. júlí 2018 11:50 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Sjá meira
Flúðu út í sjó og horfðu á vini sína drukkna Tala látinna í skógareldunum í Grikklandi er nú komin í 74 en búist er við að hún muni verða hærri. 24. júlí 2018 14:52
Fimmtíu látnir í skógareldum í Grikklandi Grísk stjórnvöld hafa kallað eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins til að ráða niðurlögum þeirra. 24. júlí 2018 06:21
26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögum Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi en minnst 60 eru látnir vegna gífurlegra skógarelda nærri Aþenu. 24. júlí 2018 11:50
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent