Segir kærur vegna ólöglegrar vinnu barna og ungmenna daga uppi hjá lögreglu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júlí 2018 19:15 Björn Þór Rögnvaldsson, deildarstjóri lögfræðideildar Vinnueftirlitsins Skáskot/Stöð 2 Rúmlega 430 börn hafa lent í vinnuslysi hér á landi á undanförnum árum og í mörgum tilvikum gerast slysin á vinnustöðum þar sem börn mega ekki vera við störf. Kærur Vinnueftlirlitsins vegna slíkra mála virðast daga uppi hjá lögreglu að sögn lögfræðings sem kallar eftir hertari reglum.Í vikunni fjallaði Vísir um 15 ára gamlan starfsmann Gámaþjónustu Norðurlands sem lenti í slysi er hann notaði pressugám við vinnu. Ljóst er að atvinnurekendum Gámaþjónustunnar hafi verið óheimilt að ráða starfsmann á þessum aldri.Skjáskot úr fréttMjög skýr ákvæði eru um vinnu barna og ungmenna en þar kemur fram að barn undir 15 ára aldri má ekki ráða í vinnu nema annað sé tekið fram. Ungmenni sem náð hafa 15 ára aldri megi þá ekki ráða til starfa þar sem unnið er með hættuleg tæki og efni, þar sem lyfta þurfi þungum byrðum og alls ekki þar sem hann þurfi að vinna einsamall, til að mynda í söluturnum og bensínstöðum. Lögfræðingur Vinnueftirlitsins segir alvarlegt og allt of algengt að barn sé ráðið til vinnu sem er ólögleg, en ófá slys hafa orðið á börnum og ungmennum við vinnu „Það er allt of algengt að börn lendi í vinnuslysum. Of algengt,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, deildarstjóri lögfræðideildar Vinnueftirlitsins. „Þegar slys er tilkynnt til Vinnueftirlitsins fer af stað rannsókn hjá okkur. Eftirlitsmaður og fleiri sérfærðingar fara á vettvang og rannsaka slysið,“ segir Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu.Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri hjá VinnueftirlitinuSkjáskot úr fréttÍ kjölfar tilkynningar gefur Vinnueftirlitið út kæru sem að sögn Björns virðist lenda neðarlega á lista lögreglu. „Þessi mál virðast lenda neðarlega á listum hjá lögreglunni. Það má segja það að meginreglan sé sú að kærur Vinnueftirlitsins vegna alvarlegra brota á vinnuverndarlöggjöfinni dagi upp hjá lögreglunni. Málin hreinlega fyrnast hjá lögreglunni sem skýrist af því að refsiramminn er afskaplega lítill hvað varðar brot á vinnuverndarlögum, en brotin varða einungis sektum. Einnig dagi þau uppi án skýringar. Ákæra er ekki gefin út,“ segir Björn. Hann segir að hækka þurfi sektir og herða þar með refsingar á slíkum brotum, en að sögn Björns mun Vinnueftirlitið koma með tillögur að slíkum refsingum í haust. Börn og uppeldi Kjaramál Tengdar fréttir Fimmtán ára lenti í pressugámi við ólöglega vinnu hjá Gámaþjónustu Norðurlands Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu barna og unglinga við gámasvæði fyrirtækisins Gámaþjónustu Norðurlands ehf. 23. júlí 2018 18:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Rúmlega 430 börn hafa lent í vinnuslysi hér á landi á undanförnum árum og í mörgum tilvikum gerast slysin á vinnustöðum þar sem börn mega ekki vera við störf. Kærur Vinnueftlirlitsins vegna slíkra mála virðast daga uppi hjá lögreglu að sögn lögfræðings sem kallar eftir hertari reglum.Í vikunni fjallaði Vísir um 15 ára gamlan starfsmann Gámaþjónustu Norðurlands sem lenti í slysi er hann notaði pressugám við vinnu. Ljóst er að atvinnurekendum Gámaþjónustunnar hafi verið óheimilt að ráða starfsmann á þessum aldri.Skjáskot úr fréttMjög skýr ákvæði eru um vinnu barna og ungmenna en þar kemur fram að barn undir 15 ára aldri má ekki ráða í vinnu nema annað sé tekið fram. Ungmenni sem náð hafa 15 ára aldri megi þá ekki ráða til starfa þar sem unnið er með hættuleg tæki og efni, þar sem lyfta þurfi þungum byrðum og alls ekki þar sem hann þurfi að vinna einsamall, til að mynda í söluturnum og bensínstöðum. Lögfræðingur Vinnueftirlitsins segir alvarlegt og allt of algengt að barn sé ráðið til vinnu sem er ólögleg, en ófá slys hafa orðið á börnum og ungmennum við vinnu „Það er allt of algengt að börn lendi í vinnuslysum. Of algengt,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, deildarstjóri lögfræðideildar Vinnueftirlitsins. „Þegar slys er tilkynnt til Vinnueftirlitsins fer af stað rannsókn hjá okkur. Eftirlitsmaður og fleiri sérfærðingar fara á vettvang og rannsaka slysið,“ segir Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu.Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri hjá VinnueftirlitinuSkjáskot úr fréttÍ kjölfar tilkynningar gefur Vinnueftirlitið út kæru sem að sögn Björns virðist lenda neðarlega á lista lögreglu. „Þessi mál virðast lenda neðarlega á listum hjá lögreglunni. Það má segja það að meginreglan sé sú að kærur Vinnueftirlitsins vegna alvarlegra brota á vinnuverndarlöggjöfinni dagi upp hjá lögreglunni. Málin hreinlega fyrnast hjá lögreglunni sem skýrist af því að refsiramminn er afskaplega lítill hvað varðar brot á vinnuverndarlögum, en brotin varða einungis sektum. Einnig dagi þau uppi án skýringar. Ákæra er ekki gefin út,“ segir Björn. Hann segir að hækka þurfi sektir og herða þar með refsingar á slíkum brotum, en að sögn Björns mun Vinnueftirlitið koma með tillögur að slíkum refsingum í haust.
Börn og uppeldi Kjaramál Tengdar fréttir Fimmtán ára lenti í pressugámi við ólöglega vinnu hjá Gámaþjónustu Norðurlands Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu barna og unglinga við gámasvæði fyrirtækisins Gámaþjónustu Norðurlands ehf. 23. júlí 2018 18:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Fimmtán ára lenti í pressugámi við ólöglega vinnu hjá Gámaþjónustu Norðurlands Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu barna og unglinga við gámasvæði fyrirtækisins Gámaþjónustu Norðurlands ehf. 23. júlí 2018 18:54