Segir kærur vegna ólöglegrar vinnu barna og ungmenna daga uppi hjá lögreglu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júlí 2018 19:15 Björn Þór Rögnvaldsson, deildarstjóri lögfræðideildar Vinnueftirlitsins Skáskot/Stöð 2 Rúmlega 430 börn hafa lent í vinnuslysi hér á landi á undanförnum árum og í mörgum tilvikum gerast slysin á vinnustöðum þar sem börn mega ekki vera við störf. Kærur Vinnueftlirlitsins vegna slíkra mála virðast daga uppi hjá lögreglu að sögn lögfræðings sem kallar eftir hertari reglum.Í vikunni fjallaði Vísir um 15 ára gamlan starfsmann Gámaþjónustu Norðurlands sem lenti í slysi er hann notaði pressugám við vinnu. Ljóst er að atvinnurekendum Gámaþjónustunnar hafi verið óheimilt að ráða starfsmann á þessum aldri.Skjáskot úr fréttMjög skýr ákvæði eru um vinnu barna og ungmenna en þar kemur fram að barn undir 15 ára aldri má ekki ráða í vinnu nema annað sé tekið fram. Ungmenni sem náð hafa 15 ára aldri megi þá ekki ráða til starfa þar sem unnið er með hættuleg tæki og efni, þar sem lyfta þurfi þungum byrðum og alls ekki þar sem hann þurfi að vinna einsamall, til að mynda í söluturnum og bensínstöðum. Lögfræðingur Vinnueftirlitsins segir alvarlegt og allt of algengt að barn sé ráðið til vinnu sem er ólögleg, en ófá slys hafa orðið á börnum og ungmennum við vinnu „Það er allt of algengt að börn lendi í vinnuslysum. Of algengt,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, deildarstjóri lögfræðideildar Vinnueftirlitsins. „Þegar slys er tilkynnt til Vinnueftirlitsins fer af stað rannsókn hjá okkur. Eftirlitsmaður og fleiri sérfærðingar fara á vettvang og rannsaka slysið,“ segir Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu.Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri hjá VinnueftirlitinuSkjáskot úr fréttÍ kjölfar tilkynningar gefur Vinnueftirlitið út kæru sem að sögn Björns virðist lenda neðarlega á lista lögreglu. „Þessi mál virðast lenda neðarlega á listum hjá lögreglunni. Það má segja það að meginreglan sé sú að kærur Vinnueftirlitsins vegna alvarlegra brota á vinnuverndarlöggjöfinni dagi upp hjá lögreglunni. Málin hreinlega fyrnast hjá lögreglunni sem skýrist af því að refsiramminn er afskaplega lítill hvað varðar brot á vinnuverndarlögum, en brotin varða einungis sektum. Einnig dagi þau uppi án skýringar. Ákæra er ekki gefin út,“ segir Björn. Hann segir að hækka þurfi sektir og herða þar með refsingar á slíkum brotum, en að sögn Björns mun Vinnueftirlitið koma með tillögur að slíkum refsingum í haust. Börn og uppeldi Kjaramál Tengdar fréttir Fimmtán ára lenti í pressugámi við ólöglega vinnu hjá Gámaþjónustu Norðurlands Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu barna og unglinga við gámasvæði fyrirtækisins Gámaþjónustu Norðurlands ehf. 23. júlí 2018 18:54 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Rúmlega 430 börn hafa lent í vinnuslysi hér á landi á undanförnum árum og í mörgum tilvikum gerast slysin á vinnustöðum þar sem börn mega ekki vera við störf. Kærur Vinnueftlirlitsins vegna slíkra mála virðast daga uppi hjá lögreglu að sögn lögfræðings sem kallar eftir hertari reglum.Í vikunni fjallaði Vísir um 15 ára gamlan starfsmann Gámaþjónustu Norðurlands sem lenti í slysi er hann notaði pressugám við vinnu. Ljóst er að atvinnurekendum Gámaþjónustunnar hafi verið óheimilt að ráða starfsmann á þessum aldri.Skjáskot úr fréttMjög skýr ákvæði eru um vinnu barna og ungmenna en þar kemur fram að barn undir 15 ára aldri má ekki ráða í vinnu nema annað sé tekið fram. Ungmenni sem náð hafa 15 ára aldri megi þá ekki ráða til starfa þar sem unnið er með hættuleg tæki og efni, þar sem lyfta þurfi þungum byrðum og alls ekki þar sem hann þurfi að vinna einsamall, til að mynda í söluturnum og bensínstöðum. Lögfræðingur Vinnueftirlitsins segir alvarlegt og allt of algengt að barn sé ráðið til vinnu sem er ólögleg, en ófá slys hafa orðið á börnum og ungmennum við vinnu „Það er allt of algengt að börn lendi í vinnuslysum. Of algengt,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, deildarstjóri lögfræðideildar Vinnueftirlitsins. „Þegar slys er tilkynnt til Vinnueftirlitsins fer af stað rannsókn hjá okkur. Eftirlitsmaður og fleiri sérfærðingar fara á vettvang og rannsaka slysið,“ segir Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu.Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri hjá VinnueftirlitinuSkjáskot úr fréttÍ kjölfar tilkynningar gefur Vinnueftirlitið út kæru sem að sögn Björns virðist lenda neðarlega á lista lögreglu. „Þessi mál virðast lenda neðarlega á listum hjá lögreglunni. Það má segja það að meginreglan sé sú að kærur Vinnueftirlitsins vegna alvarlegra brota á vinnuverndarlöggjöfinni dagi upp hjá lögreglunni. Málin hreinlega fyrnast hjá lögreglunni sem skýrist af því að refsiramminn er afskaplega lítill hvað varðar brot á vinnuverndarlögum, en brotin varða einungis sektum. Einnig dagi þau uppi án skýringar. Ákæra er ekki gefin út,“ segir Björn. Hann segir að hækka þurfi sektir og herða þar með refsingar á slíkum brotum, en að sögn Björns mun Vinnueftirlitið koma með tillögur að slíkum refsingum í haust.
Börn og uppeldi Kjaramál Tengdar fréttir Fimmtán ára lenti í pressugámi við ólöglega vinnu hjá Gámaþjónustu Norðurlands Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu barna og unglinga við gámasvæði fyrirtækisins Gámaþjónustu Norðurlands ehf. 23. júlí 2018 18:54 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Fimmtán ára lenti í pressugámi við ólöglega vinnu hjá Gámaþjónustu Norðurlands Vinnueftirlitið hefur stöðvað vinnu barna og unglinga við gámasvæði fyrirtækisins Gámaþjónustu Norðurlands ehf. 23. júlí 2018 18:54