Úrelt hugsun Kristinn Ingi Jónsson skrifar 26. júlí 2018 07:00 „Hugbúnaður er að éta heiminn,“ sagði fjárfestirinn Marc Andreessen þegar hann var beðinn um að lýsa þeim áhrifum sem hann teldi að tækniframfarir hefðu haft á daglegt líf fólks. Til útskýringar benti hann á að fyrir fimmtán árum hefðu einungis fimmtíu milljónir manna notað internetið en í dag notuðu fjórir milljarðar það. Sú öra tækniþróun sem Andreessen lýsti hefur á síðustu árum brotið niður múra í viðskiptum og gjörbylt verslunarhegðun okkar á áður ófyrirséðan hátt. Tækifærin sem þessar framfarir hafa skapað eru óþrjótandi eins og risafyrirtæki á borð við Apple, Amazon og Alibaba hafa sýnt okkur en að sama skapi hefur tæknin ógnað þeim fyrirtækjum sem hafa ekki lagað sig að breyttum tímum. Sagan geymir fjölmörg dæmi um fyrirtæki sem gnæfðu yfir keppinauta sína allt þar til ný tækni kippti fótunum undan þeim. Nefna mætti Blockbuster, Kodak og Nokia. Sagan kennir okkur að fyrirtæki þurfa annaðhvort að ná aukinni hagkvæmni til þess að standast sífellt harðnandi samkeppni eða verða nýrri tækni að bráð. En það er hins vegar ekki nóg að fyrirtækin bregðist við breyttum aðstæðum. Sömu kröfu þarf jafnframt að gera til þess lagaramma sem fyrirtækjunum er settur. Hann má ekki vera svo stífur að þau geti sig hvergi hreyft. Það skýtur til dæmis skökku við að stjórnvöld skuli ekki taka mið af tækniframförum og aukinni netverslun, sem hafa þurrkað út hefðbundin landamæri, þegar þau skilgreina markaði í samrunamálum. Túlkun stjórnvalda er oft á tíðum úrelt og gamaldags í síbreytilegum heimi. Nýr raunveruleiki kallar á breytta sýn. Það á jafnt við um fyrirtæki og stjórnvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
„Hugbúnaður er að éta heiminn,“ sagði fjárfestirinn Marc Andreessen þegar hann var beðinn um að lýsa þeim áhrifum sem hann teldi að tækniframfarir hefðu haft á daglegt líf fólks. Til útskýringar benti hann á að fyrir fimmtán árum hefðu einungis fimmtíu milljónir manna notað internetið en í dag notuðu fjórir milljarðar það. Sú öra tækniþróun sem Andreessen lýsti hefur á síðustu árum brotið niður múra í viðskiptum og gjörbylt verslunarhegðun okkar á áður ófyrirséðan hátt. Tækifærin sem þessar framfarir hafa skapað eru óþrjótandi eins og risafyrirtæki á borð við Apple, Amazon og Alibaba hafa sýnt okkur en að sama skapi hefur tæknin ógnað þeim fyrirtækjum sem hafa ekki lagað sig að breyttum tímum. Sagan geymir fjölmörg dæmi um fyrirtæki sem gnæfðu yfir keppinauta sína allt þar til ný tækni kippti fótunum undan þeim. Nefna mætti Blockbuster, Kodak og Nokia. Sagan kennir okkur að fyrirtæki þurfa annaðhvort að ná aukinni hagkvæmni til þess að standast sífellt harðnandi samkeppni eða verða nýrri tækni að bráð. En það er hins vegar ekki nóg að fyrirtækin bregðist við breyttum aðstæðum. Sömu kröfu þarf jafnframt að gera til þess lagaramma sem fyrirtækjunum er settur. Hann má ekki vera svo stífur að þau geti sig hvergi hreyft. Það skýtur til dæmis skökku við að stjórnvöld skuli ekki taka mið af tækniframförum og aukinni netverslun, sem hafa þurrkað út hefðbundin landamæri, þegar þau skilgreina markaði í samrunamálum. Túlkun stjórnvalda er oft á tíðum úrelt og gamaldags í síbreytilegum heimi. Nýr raunveruleiki kallar á breytta sýn. Það á jafnt við um fyrirtæki og stjórnvöld.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun