„Vannstu?“ Ástvaldur Heiðarsson skrifar 26. júlí 2018 07:00 Í langflestum tilvikum byrja krakkar í íþróttum vegna þess að þeim finnst gaman að stunda íþróttina, finnst gaman að vera með vinum/vinkonum á æfingum og gaman að fara í íþróttaferðalög. Því miður gerist það með tímanum að þegar auknu kröfurnar koma frá þjálfara/íþróttafélaginu, foreldrum og einstaklingnum sjálfum um að „sigra“, þá breytist upplifunin. Oft bitnar það á gleðinni og ánægjunni sem þau tengdust upphaflega. Þau fara að hafa áhyggjur af úrslitum og fara að hafa áhyggjur af samanburði við aðra. Nú er ég ekki að halda því fram að gleðin deyi um leið og það kemur keppni, alls ekki, en keppni breytir upplifun einstaklinga. Sumir hafa gaman af því að keppa, aðrir minna og enn aðrir vilja helst alls ekki keppa. Hugarþjálfun (mental training) er aðferð til að undirbúa sig andlega fyrir æfingar og keppnir. Krakkar og unglingar myndu græða gífurlega á því að kynna sér hugarþjálfun og stunda hana reglulega ásamt líkamlegum og tæknilegum æfingum. Íþróttafélög og aðstandendur leikmanna vilja eðlilega að þeirra einstaklingar læri að takast á við álag og kvíða, hafi stjórn á tilfinningum sínum og nái almennt að sýna sitt rétta andlit í keppnum. Nú er ég alls ekki að halda því fram að íþróttafélög séu á engan hátt að sinna hugarþjálfun leikmanna, en ég velti því fyrir mér hversu umfangsmikil og markviss sú þjálfun er. Það virðist oft gleymast hversu mikið álag er á börnum og unglingum í dag sem eru að æfa í keppnishópi og stundum meira en eina íþrótt. Fyrir utan hið mikla líkamlega álag sem fylgir stífum æfingum, þá er einnig andlegt álag sem fylgir kröfum og væntingum. Það gleymist hversu stressandi það er fyrir ungt íþróttafólk þegar það færist upp um styrkleikaflokk innan síns félags (t.d. úr B-flokki upp í A-flokk eða úr A-flokki upp í Meistaraflokk). Þetta er eitthvað sem ungir íþróttamenn geta hæglega lent í miklum erfiðleikum með bæði á æfingum og í keppnum. Hugarþjálfun tæklar meðal annars eftirfarandi hindranir þegar íþróttamaður:Er yfirleitt betri á æfingum en í keppnumÁ erfitt með að sýna sína bestu frammistöðu þegar aðrir eru að horfa áHefur litla trú á eigin getu í keppnumHugsar of mikið um álit annarraÞjáist af kvíða/áhyggjum/þunglyndi fyrir keppnir og einnig í keppnumUpplifir minnkandi áhugahvötGlímir við lágt sjálfsálitTengir sjálfsálit sitt beint við keppnisárangurMissir einbeitingu í keppnumLætur utanaðkomandi truflanir hafa of mikil áhrif á sig í keppnumÁ erfitt með að stjórna tilfinningum sínumÁ erfitt með að ná sömu frammistöðu á æfingum og/eða í keppnum þó svo að líkaminn sé kominn í lag eftir meiðsliSetur of mikla pressu á sig í keppnumEr með neikvætt sjálfstalHefur óraunhæf markmiðÓttast mistökÞjáist af fullkomnunaráráttu Fyrir utan álagið sem fylgir breyttum aðstæðum, þá upplifa krakkar og unglingar stundum þá tilfinningu að þurfa að ná árangri í keppnum til að fá hrós og/eða viðurkenningu foreldra. Sú hugsun að þurfa að „réttlæta“ útgjöld foreldra getur líka komið upp, þar sem það er langt því frá ókeypis að vera í keppnishópi með tilheyrandi kostnaði (æfingagjöld, útbúnaður, keppnisgjöld og ferðalög). Við megum ekki gleyma að ungt íþróttafólk er með mjög takmarkaða reynslu og er mjög mismunandi hvað varðar andlega hörku. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir foreldra/aðstandendur og þjálfara að bjóða upp á andlegan stuðning til að takast á við álagið og hjálpa því að ná fram sínu besta bæði á æfingum og í keppnum. Það verður ekki gert eingöngu með því að taka fleiri armbeygjur, hraðari spretti, og hærri hopp á æfingum. Einstaklingar þurfa að geta tekist á við mistök/ósigra til að nota þau sem stökkpall til að ná árangri. Einn helsti munurinn (en að sjálfsögðu ekki sá eini) milli þeirra íþróttamanna sem ná árangri og þeirra sem ná ekki árangri er andlegi þátturinn. Hvernig bregst viðkomandi við álagi (á æfingum og/eða í keppnum)? Tekur viðkomandi gagnrýni vel? Hvernig er andlegi undirbúningurinn fyrir keppni? Er ótti/kvíði/spenna/tilhlökkun? Hvernig er markmiðasetningin, bæði skammtíma og langtíma? Öll þessi atriði eru tekin fyrir í hugarþjálfun og tel ég að flestir einstaklingar í íþróttum og þá sérstaklega krakkar og unglingar, þurfi að íhuga hvort sá þjálfunarþáttur sé jafn sterkur og hann gæti verið.Höfundur er ráðgjafi í íþróttasálfræði og íþróttafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Í langflestum tilvikum byrja krakkar í íþróttum vegna þess að þeim finnst gaman að stunda íþróttina, finnst gaman að vera með vinum/vinkonum á æfingum og gaman að fara í íþróttaferðalög. Því miður gerist það með tímanum að þegar auknu kröfurnar koma frá þjálfara/íþróttafélaginu, foreldrum og einstaklingnum sjálfum um að „sigra“, þá breytist upplifunin. Oft bitnar það á gleðinni og ánægjunni sem þau tengdust upphaflega. Þau fara að hafa áhyggjur af úrslitum og fara að hafa áhyggjur af samanburði við aðra. Nú er ég ekki að halda því fram að gleðin deyi um leið og það kemur keppni, alls ekki, en keppni breytir upplifun einstaklinga. Sumir hafa gaman af því að keppa, aðrir minna og enn aðrir vilja helst alls ekki keppa. Hugarþjálfun (mental training) er aðferð til að undirbúa sig andlega fyrir æfingar og keppnir. Krakkar og unglingar myndu græða gífurlega á því að kynna sér hugarþjálfun og stunda hana reglulega ásamt líkamlegum og tæknilegum æfingum. Íþróttafélög og aðstandendur leikmanna vilja eðlilega að þeirra einstaklingar læri að takast á við álag og kvíða, hafi stjórn á tilfinningum sínum og nái almennt að sýna sitt rétta andlit í keppnum. Nú er ég alls ekki að halda því fram að íþróttafélög séu á engan hátt að sinna hugarþjálfun leikmanna, en ég velti því fyrir mér hversu umfangsmikil og markviss sú þjálfun er. Það virðist oft gleymast hversu mikið álag er á börnum og unglingum í dag sem eru að æfa í keppnishópi og stundum meira en eina íþrótt. Fyrir utan hið mikla líkamlega álag sem fylgir stífum æfingum, þá er einnig andlegt álag sem fylgir kröfum og væntingum. Það gleymist hversu stressandi það er fyrir ungt íþróttafólk þegar það færist upp um styrkleikaflokk innan síns félags (t.d. úr B-flokki upp í A-flokk eða úr A-flokki upp í Meistaraflokk). Þetta er eitthvað sem ungir íþróttamenn geta hæglega lent í miklum erfiðleikum með bæði á æfingum og í keppnum. Hugarþjálfun tæklar meðal annars eftirfarandi hindranir þegar íþróttamaður:Er yfirleitt betri á æfingum en í keppnumÁ erfitt með að sýna sína bestu frammistöðu þegar aðrir eru að horfa áHefur litla trú á eigin getu í keppnumHugsar of mikið um álit annarraÞjáist af kvíða/áhyggjum/þunglyndi fyrir keppnir og einnig í keppnumUpplifir minnkandi áhugahvötGlímir við lágt sjálfsálitTengir sjálfsálit sitt beint við keppnisárangurMissir einbeitingu í keppnumLætur utanaðkomandi truflanir hafa of mikil áhrif á sig í keppnumÁ erfitt með að stjórna tilfinningum sínumÁ erfitt með að ná sömu frammistöðu á æfingum og/eða í keppnum þó svo að líkaminn sé kominn í lag eftir meiðsliSetur of mikla pressu á sig í keppnumEr með neikvætt sjálfstalHefur óraunhæf markmiðÓttast mistökÞjáist af fullkomnunaráráttu Fyrir utan álagið sem fylgir breyttum aðstæðum, þá upplifa krakkar og unglingar stundum þá tilfinningu að þurfa að ná árangri í keppnum til að fá hrós og/eða viðurkenningu foreldra. Sú hugsun að þurfa að „réttlæta“ útgjöld foreldra getur líka komið upp, þar sem það er langt því frá ókeypis að vera í keppnishópi með tilheyrandi kostnaði (æfingagjöld, útbúnaður, keppnisgjöld og ferðalög). Við megum ekki gleyma að ungt íþróttafólk er með mjög takmarkaða reynslu og er mjög mismunandi hvað varðar andlega hörku. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir foreldra/aðstandendur og þjálfara að bjóða upp á andlegan stuðning til að takast á við álagið og hjálpa því að ná fram sínu besta bæði á æfingum og í keppnum. Það verður ekki gert eingöngu með því að taka fleiri armbeygjur, hraðari spretti, og hærri hopp á æfingum. Einstaklingar þurfa að geta tekist á við mistök/ósigra til að nota þau sem stökkpall til að ná árangri. Einn helsti munurinn (en að sjálfsögðu ekki sá eini) milli þeirra íþróttamanna sem ná árangri og þeirra sem ná ekki árangri er andlegi þátturinn. Hvernig bregst viðkomandi við álagi (á æfingum og/eða í keppnum)? Tekur viðkomandi gagnrýni vel? Hvernig er andlegi undirbúningurinn fyrir keppni? Er ótti/kvíði/spenna/tilhlökkun? Hvernig er markmiðasetningin, bæði skammtíma og langtíma? Öll þessi atriði eru tekin fyrir í hugarþjálfun og tel ég að flestir einstaklingar í íþróttum og þá sérstaklega krakkar og unglingar, þurfi að íhuga hvort sá þjálfunarþáttur sé jafn sterkur og hann gæti verið.Höfundur er ráðgjafi í íþróttasálfræði og íþróttafræðingur
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun