Veikindi tengd streitu og kulnun í starfi að aukast hér á landi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. júlí 2018 20:15 Geðlæknir hjá Forvarna- og streituskólanum segir veikindi tengd streitu og kulnun í starfi virðast vera að aukast hér á landi. Einkennin séu fyrst og fremst depurð, kvíði og svefntruflanir en kulnun er lýsing á ástandi um að vera undir of miklu álagi. Samkvæmt ársskýrslu VR frá árinu 2017 hefur greiðsla sjúkradagpeninga aukist um 72,7 prósent frá árinu 2006, að teknu tilliti til þróunar launa og samkvæmt upplýsingum frá VR hefur verið töluverð aukning á afgreiðslu sjúkradagpeninga síðustu þrjú árin. Stærstu hópar þeirra sem þáðu aðstoð úr sjúkrasjóði árið 2017 voru annars vegar fólk með geðraskanir eða 33% og hins vegar með stoðkerfisvandamál eða 24%.Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvarna og streituskólanum.Vísir/Sigtryggur AriAlgengt að eitthvað sé líka í gangi heima Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvarna og streituskólanum, segir þessa aukningu geta tengst því að fólk sé opnara fyrir því að leita aðstoðar varðandi andlega þætti en áður. Kulnun er lýsing á ástandi sem getur leitt til þess að vinnufærni einstaklinga skerðist. „Þetta er svo skali frá eðlilegri streitu, yfir í kulnun, yfir í sjúklega streitu og oftast eru álagsþættirnir þekktir ef maður skoðar þá. Þeir eru ekki alltaf bara í vinnunni. Algengt er að það sé eitthvað í gangi heima sem veldur líka álagi, veikindi hjá börnunum, erfiðleikar í hjónabandinu eða eitthvað slíkt,“ segir hann. Flóknara að lifa í dag Hann segir að horfa þurfi til forvarna í þessum málum. Gæta þurfi að í fyrirtækjum að búa ekki til umhverfi þar sem eðlilegt þykir að vinna langt fram á kvöld og gert er ráð fyrir óhindruðu aðgengi að starfsfólkinu. Fyrirtæki þurfa að gera forvarnaráætlun og fylgjast með starfsfólki. „Það er flóknara að lifa í dag. Það er mikil tæknistreita og það er mikil pressa á okkur. Í flestum störfum er mikil krafa um samskipti og að maður sé ínáanlegur hvar sem er í gegnum öll tækin okkar. Þetta gerir fólki erfiðara fyrir að fá hvíld. Gefur oft meiri truflanir og áreiti þegar betra væri að vera bara heima í hvíld með fjölskyldunni með fjölskyldunni,“ segir hann.En hvað er til ráða? „Hvíld, hvíla sig. Hvílast ekki bara um helgar og á kvöldin. Hvílast líka á vinnudeginum, fara í pásur, tala við fólk, hvíla sig, sækja stuðning, dreifa ábyrgðinni, svona hlutir,“ segir hann. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vísbendingar um að sífellt fleiri finni fyrir kulnun 1. maí 2018 20:30 Beygði af í beinni: „Ég er búin að hafa alltof mikið fyrir lífinu“ Spjall lífstílsfrömuðarins Jónínu Benediktsdóttur við Bítið í morgun tók óvænta stefnu. 28. júní 2018 10:15 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Geðlæknir hjá Forvarna- og streituskólanum segir veikindi tengd streitu og kulnun í starfi virðast vera að aukast hér á landi. Einkennin séu fyrst og fremst depurð, kvíði og svefntruflanir en kulnun er lýsing á ástandi um að vera undir of miklu álagi. Samkvæmt ársskýrslu VR frá árinu 2017 hefur greiðsla sjúkradagpeninga aukist um 72,7 prósent frá árinu 2006, að teknu tilliti til þróunar launa og samkvæmt upplýsingum frá VR hefur verið töluverð aukning á afgreiðslu sjúkradagpeninga síðustu þrjú árin. Stærstu hópar þeirra sem þáðu aðstoð úr sjúkrasjóði árið 2017 voru annars vegar fólk með geðraskanir eða 33% og hins vegar með stoðkerfisvandamál eða 24%.Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvarna og streituskólanum.Vísir/Sigtryggur AriAlgengt að eitthvað sé líka í gangi heima Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvarna og streituskólanum, segir þessa aukningu geta tengst því að fólk sé opnara fyrir því að leita aðstoðar varðandi andlega þætti en áður. Kulnun er lýsing á ástandi sem getur leitt til þess að vinnufærni einstaklinga skerðist. „Þetta er svo skali frá eðlilegri streitu, yfir í kulnun, yfir í sjúklega streitu og oftast eru álagsþættirnir þekktir ef maður skoðar þá. Þeir eru ekki alltaf bara í vinnunni. Algengt er að það sé eitthvað í gangi heima sem veldur líka álagi, veikindi hjá börnunum, erfiðleikar í hjónabandinu eða eitthvað slíkt,“ segir hann. Flóknara að lifa í dag Hann segir að horfa þurfi til forvarna í þessum málum. Gæta þurfi að í fyrirtækjum að búa ekki til umhverfi þar sem eðlilegt þykir að vinna langt fram á kvöld og gert er ráð fyrir óhindruðu aðgengi að starfsfólkinu. Fyrirtæki þurfa að gera forvarnaráætlun og fylgjast með starfsfólki. „Það er flóknara að lifa í dag. Það er mikil tæknistreita og það er mikil pressa á okkur. Í flestum störfum er mikil krafa um samskipti og að maður sé ínáanlegur hvar sem er í gegnum öll tækin okkar. Þetta gerir fólki erfiðara fyrir að fá hvíld. Gefur oft meiri truflanir og áreiti þegar betra væri að vera bara heima í hvíld með fjölskyldunni með fjölskyldunni,“ segir hann.En hvað er til ráða? „Hvíld, hvíla sig. Hvílast ekki bara um helgar og á kvöldin. Hvílast líka á vinnudeginum, fara í pásur, tala við fólk, hvíla sig, sækja stuðning, dreifa ábyrgðinni, svona hlutir,“ segir hann.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vísbendingar um að sífellt fleiri finni fyrir kulnun 1. maí 2018 20:30 Beygði af í beinni: „Ég er búin að hafa alltof mikið fyrir lífinu“ Spjall lífstílsfrömuðarins Jónínu Benediktsdóttur við Bítið í morgun tók óvænta stefnu. 28. júní 2018 10:15 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Beygði af í beinni: „Ég er búin að hafa alltof mikið fyrir lífinu“ Spjall lífstílsfrömuðarins Jónínu Benediktsdóttur við Bítið í morgun tók óvænta stefnu. 28. júní 2018 10:15