Forsíður og leiðarar gegn Jeremy Corbyn og Verkamannaflokknum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. júlí 2018 06:00 Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. VÍSIR/AFP Þrjú stærstu dagblöð breska gyðingasamfélagsins prentuðu í gær samræmda forsíðu. Blöðin birtu leiðara þar sem því var haldið fram að samfélagi gyðinga á Bretlandi stafaði ógn af þeim möguleika að Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, kæmist til valda. „Þetta gerum við af því að flokkurinn sem var, þar til nýlega, náttúrulegt heimili okkar samfélags hefur breyst vegna fyrirlitningar Corbyn-liða í garð gyðinga og Ísraels. Þessi smánarblettur gyðingahaturs hefur fest á stjórnarandstöðunni eftir að Jeremy Corbyn varð leiðtogi hennar árið 2015,“ sagði meðal annars í leiðaranum. Ásakanir um andúð á gyðingum hafa plagað Verkamannaflokkinn undanfarna mánuði. Það leiddi til þess að flokkurinn uppfærði reglur sínar í síðustu viku. Þær breytingar voru þó ekki nógu miklar, að mati ritstjórna dagblaðanna þriggja. „Sú þrjóska Verkamannaflokksins að innleiða ekki að fullu skilgreiningu Alþjóðlega minningarbandalagsins um helförina (IHRA) á gyðingaandúð, sem leiddi til þess að þingmaður flokksins, Margaret Hodge, sagði við leiðtoga sinn að hann væri gyðingahatari, er versta móðgunin til þessa.“ Helsti munurinn á nýjum reglum flokksins og skilgreiningar IHRA er sá, að mati ritstjórnanna, að í reglum Verkamannaflokksins er ekki kveðið á um að samanburður Ísraelsríkis við Þýskaland nasismans jafngildi gyðingahatri né að það sé gyðingahatur að segja tilvist Ísraelsríkis sjálfa rasíska. Umræðan um skilgreiningu á gyðingahatri hefur klofið Verkamannaflokkinn. Corbyn og skuggaráðherrar hans eru í minnihluta í umræðunni. Á mánudag var samþykkt að þingmenn flokksins muni greiða atkvæði um það í september hvort innleiða skuli skilgreiningu IHRA að fullu í reglur flokksins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sápuóperustjarna óvænt hetja andstæðinga Brexit eftir þrumuræðu í beinni Dyer hélt mikla skammarræðu yfir David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands í beinni útsendingu á ITV-sjónvarpstöðinni í Bretlandi í gær. 29. júní 2018 14:30 Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11 Rússar sagðir hafa reynt að hjálpa Corbyn í Bretlandi Á sjöunda þúsund rússneskra Twitter-botta tístu stuðningi við leiðtoga Verkamannaflokksins og andúð á Theresu May, forsætisráðherra, og Íhaldsflokkinum. 30. apríl 2018 07:29 Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Sjá meira
Þrjú stærstu dagblöð breska gyðingasamfélagsins prentuðu í gær samræmda forsíðu. Blöðin birtu leiðara þar sem því var haldið fram að samfélagi gyðinga á Bretlandi stafaði ógn af þeim möguleika að Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, kæmist til valda. „Þetta gerum við af því að flokkurinn sem var, þar til nýlega, náttúrulegt heimili okkar samfélags hefur breyst vegna fyrirlitningar Corbyn-liða í garð gyðinga og Ísraels. Þessi smánarblettur gyðingahaturs hefur fest á stjórnarandstöðunni eftir að Jeremy Corbyn varð leiðtogi hennar árið 2015,“ sagði meðal annars í leiðaranum. Ásakanir um andúð á gyðingum hafa plagað Verkamannaflokkinn undanfarna mánuði. Það leiddi til þess að flokkurinn uppfærði reglur sínar í síðustu viku. Þær breytingar voru þó ekki nógu miklar, að mati ritstjórna dagblaðanna þriggja. „Sú þrjóska Verkamannaflokksins að innleiða ekki að fullu skilgreiningu Alþjóðlega minningarbandalagsins um helförina (IHRA) á gyðingaandúð, sem leiddi til þess að þingmaður flokksins, Margaret Hodge, sagði við leiðtoga sinn að hann væri gyðingahatari, er versta móðgunin til þessa.“ Helsti munurinn á nýjum reglum flokksins og skilgreiningar IHRA er sá, að mati ritstjórnanna, að í reglum Verkamannaflokksins er ekki kveðið á um að samanburður Ísraelsríkis við Þýskaland nasismans jafngildi gyðingahatri né að það sé gyðingahatur að segja tilvist Ísraelsríkis sjálfa rasíska. Umræðan um skilgreiningu á gyðingahatri hefur klofið Verkamannaflokkinn. Corbyn og skuggaráðherrar hans eru í minnihluta í umræðunni. Á mánudag var samþykkt að þingmenn flokksins muni greiða atkvæði um það í september hvort innleiða skuli skilgreiningu IHRA að fullu í reglur flokksins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sápuóperustjarna óvænt hetja andstæðinga Brexit eftir þrumuræðu í beinni Dyer hélt mikla skammarræðu yfir David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands í beinni útsendingu á ITV-sjónvarpstöðinni í Bretlandi í gær. 29. júní 2018 14:30 Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11 Rússar sagðir hafa reynt að hjálpa Corbyn í Bretlandi Á sjöunda þúsund rússneskra Twitter-botta tístu stuðningi við leiðtoga Verkamannaflokksins og andúð á Theresu May, forsætisráðherra, og Íhaldsflokkinum. 30. apríl 2018 07:29 Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Sjá meira
Sápuóperustjarna óvænt hetja andstæðinga Brexit eftir þrumuræðu í beinni Dyer hélt mikla skammarræðu yfir David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands í beinni útsendingu á ITV-sjónvarpstöðinni í Bretlandi í gær. 29. júní 2018 14:30
Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11
Rússar sagðir hafa reynt að hjálpa Corbyn í Bretlandi Á sjöunda þúsund rússneskra Twitter-botta tístu stuðningi við leiðtoga Verkamannaflokksins og andúð á Theresu May, forsætisráðherra, og Íhaldsflokkinum. 30. apríl 2018 07:29