Forsíður og leiðarar gegn Jeremy Corbyn og Verkamannaflokknum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. júlí 2018 06:00 Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. VÍSIR/AFP Þrjú stærstu dagblöð breska gyðingasamfélagsins prentuðu í gær samræmda forsíðu. Blöðin birtu leiðara þar sem því var haldið fram að samfélagi gyðinga á Bretlandi stafaði ógn af þeim möguleika að Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, kæmist til valda. „Þetta gerum við af því að flokkurinn sem var, þar til nýlega, náttúrulegt heimili okkar samfélags hefur breyst vegna fyrirlitningar Corbyn-liða í garð gyðinga og Ísraels. Þessi smánarblettur gyðingahaturs hefur fest á stjórnarandstöðunni eftir að Jeremy Corbyn varð leiðtogi hennar árið 2015,“ sagði meðal annars í leiðaranum. Ásakanir um andúð á gyðingum hafa plagað Verkamannaflokkinn undanfarna mánuði. Það leiddi til þess að flokkurinn uppfærði reglur sínar í síðustu viku. Þær breytingar voru þó ekki nógu miklar, að mati ritstjórna dagblaðanna þriggja. „Sú þrjóska Verkamannaflokksins að innleiða ekki að fullu skilgreiningu Alþjóðlega minningarbandalagsins um helförina (IHRA) á gyðingaandúð, sem leiddi til þess að þingmaður flokksins, Margaret Hodge, sagði við leiðtoga sinn að hann væri gyðingahatari, er versta móðgunin til þessa.“ Helsti munurinn á nýjum reglum flokksins og skilgreiningar IHRA er sá, að mati ritstjórnanna, að í reglum Verkamannaflokksins er ekki kveðið á um að samanburður Ísraelsríkis við Þýskaland nasismans jafngildi gyðingahatri né að það sé gyðingahatur að segja tilvist Ísraelsríkis sjálfa rasíska. Umræðan um skilgreiningu á gyðingahatri hefur klofið Verkamannaflokkinn. Corbyn og skuggaráðherrar hans eru í minnihluta í umræðunni. Á mánudag var samþykkt að þingmenn flokksins muni greiða atkvæði um það í september hvort innleiða skuli skilgreiningu IHRA að fullu í reglur flokksins. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sápuóperustjarna óvænt hetja andstæðinga Brexit eftir þrumuræðu í beinni Dyer hélt mikla skammarræðu yfir David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands í beinni útsendingu á ITV-sjónvarpstöðinni í Bretlandi í gær. 29. júní 2018 14:30 Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11 Rússar sagðir hafa reynt að hjálpa Corbyn í Bretlandi Á sjöunda þúsund rússneskra Twitter-botta tístu stuðningi við leiðtoga Verkamannaflokksins og andúð á Theresu May, forsætisráðherra, og Íhaldsflokkinum. 30. apríl 2018 07:29 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Þrjú stærstu dagblöð breska gyðingasamfélagsins prentuðu í gær samræmda forsíðu. Blöðin birtu leiðara þar sem því var haldið fram að samfélagi gyðinga á Bretlandi stafaði ógn af þeim möguleika að Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, kæmist til valda. „Þetta gerum við af því að flokkurinn sem var, þar til nýlega, náttúrulegt heimili okkar samfélags hefur breyst vegna fyrirlitningar Corbyn-liða í garð gyðinga og Ísraels. Þessi smánarblettur gyðingahaturs hefur fest á stjórnarandstöðunni eftir að Jeremy Corbyn varð leiðtogi hennar árið 2015,“ sagði meðal annars í leiðaranum. Ásakanir um andúð á gyðingum hafa plagað Verkamannaflokkinn undanfarna mánuði. Það leiddi til þess að flokkurinn uppfærði reglur sínar í síðustu viku. Þær breytingar voru þó ekki nógu miklar, að mati ritstjórna dagblaðanna þriggja. „Sú þrjóska Verkamannaflokksins að innleiða ekki að fullu skilgreiningu Alþjóðlega minningarbandalagsins um helförina (IHRA) á gyðingaandúð, sem leiddi til þess að þingmaður flokksins, Margaret Hodge, sagði við leiðtoga sinn að hann væri gyðingahatari, er versta móðgunin til þessa.“ Helsti munurinn á nýjum reglum flokksins og skilgreiningar IHRA er sá, að mati ritstjórnanna, að í reglum Verkamannaflokksins er ekki kveðið á um að samanburður Ísraelsríkis við Þýskaland nasismans jafngildi gyðingahatri né að það sé gyðingahatur að segja tilvist Ísraelsríkis sjálfa rasíska. Umræðan um skilgreiningu á gyðingahatri hefur klofið Verkamannaflokkinn. Corbyn og skuggaráðherrar hans eru í minnihluta í umræðunni. Á mánudag var samþykkt að þingmenn flokksins muni greiða atkvæði um það í september hvort innleiða skuli skilgreiningu IHRA að fullu í reglur flokksins.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sápuóperustjarna óvænt hetja andstæðinga Brexit eftir þrumuræðu í beinni Dyer hélt mikla skammarræðu yfir David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands í beinni útsendingu á ITV-sjónvarpstöðinni í Bretlandi í gær. 29. júní 2018 14:30 Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11 Rússar sagðir hafa reynt að hjálpa Corbyn í Bretlandi Á sjöunda þúsund rússneskra Twitter-botta tístu stuðningi við leiðtoga Verkamannaflokksins og andúð á Theresu May, forsætisráðherra, og Íhaldsflokkinum. 30. apríl 2018 07:29 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Erlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Sápuóperustjarna óvænt hetja andstæðinga Brexit eftir þrumuræðu í beinni Dyer hélt mikla skammarræðu yfir David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands í beinni útsendingu á ITV-sjónvarpstöðinni í Bretlandi í gær. 29. júní 2018 14:30
Þúsundir kröfðust þess að fá lokaorðið um Brexit-samning Tvö ár eru liðin frá því að naumur meirihluti Breta samþykkti að ganga úr Evrópusambandinu. 23. júní 2018 14:11
Rússar sagðir hafa reynt að hjálpa Corbyn í Bretlandi Á sjöunda þúsund rússneskra Twitter-botta tístu stuðningi við leiðtoga Verkamannaflokksins og andúð á Theresu May, forsætisráðherra, og Íhaldsflokkinum. 30. apríl 2018 07:29