Segir Trump hafa vitað af Rússafundinum Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júlí 2018 06:37 Michael Cohen var náinn samstarfsmaður Donald Trump til margra ára. Hann virðist ætla að verða forsetanum óþægur ljár í þúfu. Vísir/Getty Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Trump hafi vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í júní árið 2016. Tilgangur fundarins var að aðstoða Trump í kosningabaráttu hans. Rússneskur lögfræðingur sagðist búa yfir óþægilegum upplýsingum um mótframbjóðanda Trump, Hillary Clinton, sem hann vildi láta kosningaliði Trump í té. Meðal þeirra sem sóttu fundinn voru sonur Trump, Donald Trump yngri, tengdasonur Trump og kosningastjóri hans. Sonurinn birti fyrr á þessu ári tölvupóstssamskipti sem hann átti vegna fundarins þar sem ofangreint kom fram. Hann hefur að sama skapi haldið því fram að ekkert bitastætt hafi komið út úr fundinum og því hafi honum verið slitið skömmu eftir að hann hófst.Engin upptaka Hins vegar hafa Trump-liðar ætíð neitað því að forsetinn hafi vitað af fundinum þrátt fyrir að hann hafi farið fram aðeins örfáum hæðum fyrir neðan íbúð Trump í turninum. Þá hefur verið sýnt fram á að eftir fundinn hafi Trump yngri hringt símtal í leyninúmer. Margir hafa talið að faðir hans hafi verið á hinni línunni, en það hefur ekki fengist sannreynt. Samkvæmt miðlum vestanhafs er Cohen tilbúinn að bera vitni um vitneskju Trump fyrir nefnd sem rannsakar afskipti Rússa af kosningunum. Hann er þó ekki talinn hafa neina hljóðupptökur sem rennt geta stoðum undir fullyrðinguna. Greint var frá því í liðinni viku að Cohen hafi tekið upp fundi sína með Trump.Lögmaðurinn var einn nánasti samstarfsmaður Trump en sætir nú lögreglurannsókn vegna grunsamlegra fjármálagjörninga. Talið er að Cohen hafi lofað lögreglunni samstarfsvilja sínum með það fyrir augum að hljóta vægari refsingu. Samstarfsvilji Cohen myndi koma Trump sér illa, í ljósi náins sambands þeirra í gegnum árin. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26 Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinn Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um upptöku sem alríkislögreglan lagði hald á. 21. júlí 2018 13:42 Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, segir að Trump hafi vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í júní árið 2016. Tilgangur fundarins var að aðstoða Trump í kosningabaráttu hans. Rússneskur lögfræðingur sagðist búa yfir óþægilegum upplýsingum um mótframbjóðanda Trump, Hillary Clinton, sem hann vildi láta kosningaliði Trump í té. Meðal þeirra sem sóttu fundinn voru sonur Trump, Donald Trump yngri, tengdasonur Trump og kosningastjóri hans. Sonurinn birti fyrr á þessu ári tölvupóstssamskipti sem hann átti vegna fundarins þar sem ofangreint kom fram. Hann hefur að sama skapi haldið því fram að ekkert bitastætt hafi komið út úr fundinum og því hafi honum verið slitið skömmu eftir að hann hófst.Engin upptaka Hins vegar hafa Trump-liðar ætíð neitað því að forsetinn hafi vitað af fundinum þrátt fyrir að hann hafi farið fram aðeins örfáum hæðum fyrir neðan íbúð Trump í turninum. Þá hefur verið sýnt fram á að eftir fundinn hafi Trump yngri hringt símtal í leyninúmer. Margir hafa talið að faðir hans hafi verið á hinni línunni, en það hefur ekki fengist sannreynt. Samkvæmt miðlum vestanhafs er Cohen tilbúinn að bera vitni um vitneskju Trump fyrir nefnd sem rannsakar afskipti Rússa af kosningunum. Hann er þó ekki talinn hafa neina hljóðupptökur sem rennt geta stoðum undir fullyrðinguna. Greint var frá því í liðinni viku að Cohen hafi tekið upp fundi sína með Trump.Lögmaðurinn var einn nánasti samstarfsmaður Trump en sætir nú lögreglurannsókn vegna grunsamlegra fjármálagjörninga. Talið er að Cohen hafi lofað lögreglunni samstarfsvilja sínum með það fyrir augum að hljóta vægari refsingu. Samstarfsvilji Cohen myndi koma Trump sér illa, í ljósi náins sambands þeirra í gegnum árin.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26 Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinn Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um upptöku sem alríkislögreglan lagði hald á. 21. júlí 2018 13:42 Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26
Segir það „mögulega ólöglegt“ að taka upp skjólstæðing sinn Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um upptöku sem alríkislögreglan lagði hald á. 21. júlí 2018 13:42
Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34