Efndir, ekki nefndir Sigurður Hannesson skrifar 10. júlí 2018 07:00 Góð lífsgæði þjóða verða til á grundvelli verðmætasköpunar. Í samkeppni fyrirtækja á ólíkum mörkuðum skiptir samkeppnishæfni þess ríkis sem fyrirtækin starfa í meginmáli. Starfsumhverfi fyrirtækja er einn fjögurra þátta sem mestu ræður um samkeppnishæfni ríkja, ásamt menntun, innviðum og nýsköpun. Staðan hér er ekki eins og best verður á kosið í þessum efnum. Hér á landi eru laun há í alþjóðlegum samanburði, skattar á fyrirtæki eru háir og munar þar mestu um tryggingagjaldið auk þess sem vextir eru hærri hér en í nágrannalöndunum. Miklar vonir eru bundnar við að endurskoðun peningastefnu geti ásamt umbótum á vinnumarkaði og stefnu í opinberum fjármálum breytt því til lengri tíma litið en þá þarf að taka ákvarðanir strax. Efnahagsleg endurreisn Íslands tókst vonum framar og henni er nú lokið. Losun fjármagnshafta var þarft verk sem leysti mikla og jákvæða krafta úr læðingi. Um það hafa allir verið sammála að peningastefnu þyrfti að endurskoða þegar höft væru losuð. Af því tilefni hafa verið skrifaðar vandaðar skýrslur með greiningum og tillögum, bæði af Seðlabanka Íslands og nú nýlega af hópi á vegum ríkisstjórnarinnar. Það vantar því ekki tillögur og vandinn er vel skilgreindur. Því miður er þessari endurskoðun þó ekki lokið, tæpum áratug eftir að höft voru sett á. Auka þarf fyrirsjáanleika í þessu mikilvæga máli. Lengi hafa raunvextir hér á landi verið hærri en í nágrannaríkjunum. Það er aukakostnaður fyrir fyrirtæki hér á landi sem erlendir samkeppnisaðilar þurfa ekki að bera. Slíkt getur skapað ógn við fjármálalegan stöðugleika eins og kom í ljós fyrr á þessari öld þar sem erlendir fjárfestar sóttu í háa vexti hérlendis og innlend fyrirtæki og heimili fjármögnuðu sig í erlendum myntum á mun lægri vöxtum en þekktust hér á landi. Á þessu hefur verið tekið með ýmsum hömlum en nær væri að ráðast að rótum vandans og innleiða nauðsynlegar og tímabærar umbætur í þá veru. Það er verkefni ríkisstjórnarinnar að bæta úr því og tíminn til þess er núna.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Íslenska krónan Sigurður Hannesson Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Hvað vil ég? Auður Kolbrá Birgisdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Góð lífsgæði þjóða verða til á grundvelli verðmætasköpunar. Í samkeppni fyrirtækja á ólíkum mörkuðum skiptir samkeppnishæfni þess ríkis sem fyrirtækin starfa í meginmáli. Starfsumhverfi fyrirtækja er einn fjögurra þátta sem mestu ræður um samkeppnishæfni ríkja, ásamt menntun, innviðum og nýsköpun. Staðan hér er ekki eins og best verður á kosið í þessum efnum. Hér á landi eru laun há í alþjóðlegum samanburði, skattar á fyrirtæki eru háir og munar þar mestu um tryggingagjaldið auk þess sem vextir eru hærri hér en í nágrannalöndunum. Miklar vonir eru bundnar við að endurskoðun peningastefnu geti ásamt umbótum á vinnumarkaði og stefnu í opinberum fjármálum breytt því til lengri tíma litið en þá þarf að taka ákvarðanir strax. Efnahagsleg endurreisn Íslands tókst vonum framar og henni er nú lokið. Losun fjármagnshafta var þarft verk sem leysti mikla og jákvæða krafta úr læðingi. Um það hafa allir verið sammála að peningastefnu þyrfti að endurskoða þegar höft væru losuð. Af því tilefni hafa verið skrifaðar vandaðar skýrslur með greiningum og tillögum, bæði af Seðlabanka Íslands og nú nýlega af hópi á vegum ríkisstjórnarinnar. Það vantar því ekki tillögur og vandinn er vel skilgreindur. Því miður er þessari endurskoðun þó ekki lokið, tæpum áratug eftir að höft voru sett á. Auka þarf fyrirsjáanleika í þessu mikilvæga máli. Lengi hafa raunvextir hér á landi verið hærri en í nágrannaríkjunum. Það er aukakostnaður fyrir fyrirtæki hér á landi sem erlendir samkeppnisaðilar þurfa ekki að bera. Slíkt getur skapað ógn við fjármálalegan stöðugleika eins og kom í ljós fyrr á þessari öld þar sem erlendir fjárfestar sóttu í háa vexti hérlendis og innlend fyrirtæki og heimili fjármögnuðu sig í erlendum myntum á mun lægri vöxtum en þekktust hér á landi. Á þessu hefur verið tekið með ýmsum hömlum en nær væri að ráðast að rótum vandans og innleiða nauðsynlegar og tímabærar umbætur í þá veru. Það er verkefni ríkisstjórnarinnar að bæta úr því og tíminn til þess er núna.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun