Leiðarlok á ferli Friðriks Dórs: Flytur úr landi til að læra innanhússhönnun Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2018 10:35 Friðrik Dór ætlar að flýja land á næsta ári. Vísir/Eyþór Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson stendur á tímamótum en hann fagnar þrítugsafmæli sínu í október með stórtónleikum undir yfirskriftinni „Í síðasta skipti“. Tónleikarnir marka „ákveðin leiðarlok“ á ferli Friðriks sem hyggur á nám í innanhússhönnun á Ítalíu á næsta ári.Er Frikki Dór að hætta? Friðrik ræddi tónleikana og framtíðaráform sín í þættinum Í bítinu á Bylgjunni í morgun. Margir ráku upp stór augu þegar tónleikaboð tóku að berast á samfélagsmiðlum, þar eð í lýsingu á viðburðunum segir að tónleikarnir „endurspegli ákveðin leiðarlok á ferli Friðriks“. Þá er nafn tónleikanna „Í síðasta skipti“, eins og áður sagði, og því hafa margir velt því fyrir sér hvort Friðrik hyggist leggja hljóðnemann á hilluna fyrir fullt og allt. „Þetta er vísun í lagið auðvitað,“ segir Friðrik, inntur eftir því hvað yfirskrift tónleikanna tákni. Þá sé vissulega um að ræða ákveðin tímamót á ferlinum. „Þetta er í síðasta skipti sem ég held mína eigin tónleika í einhvern tíma en ég verð áfram í þessum verkefnum sem maður er í dagsdaglega í þessu blessaða starfi.“Gamall draumur að læra innanhússhönnun Þá verður einhver bið á næstu tónleikum þar sem Friðrik ætlar að láta gamlan draum rætast og setjast aftur á skólabekk á næsta ári. „En eins og ég segi, tónleikarnir verða þeir síðustu í bili vegna þess að 2019 stefni ég á að fara í nám erlendis,“ segir Friðrik og bætir jafnframt við að innanhússhönnun hafi orðið fyrir valinu. „Þegar ég var yngri þá var þetta alltaf stefnan að fara í innanhússhönnun en það frestaðist af hinum ýmsu ástæðum og aðallega út af tónlistinni. Svo fór ég í viðskiptafræði og kláraði hana, það var aðallega fyrir mömmu mína til að vera með einhverja gráðu.“Tvennir tónleikar í Kaplakrika Að sögn Friðriks hefur hann og fjölskylduna lengi langað að búa erlendis. Þá eru allar líkur á að ítölsku borgirnar Mílanó eða Flórens verði fyrir valinu, enda hefur Ítalía löngum verið talin mekka hönnunar í heiminum. Friðrik ítrekar þó að ekki sé um að ræða formleg lok á tónlistarferlinum. „Ég er ekkert búinn að renna fyrir munninn á mér.“ Tvennir tónleikar undir yfirskriftinni „Friðrik Dór – Í síðasta skipti“ verða haldnir þann 6. október næstkomandi í Kaplakrika í Hafnarfirði en Friðrik verður þrítugur daginn eftir. Fyrri tónleikarnir eru fjölskyldutónleikar og hefjast klukkan 15 og þá verður blásið til kvöldtónleika klukkan 21. Miðasala á tónleikana hefst á morgun, 12. júlí.Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Friðrik Dór í heild sinni.Og hér að neðan má hlusta á lagið Leiðarlok af fyrstu plötu Friðriks Dórs, Allt sem þú átt, sem verður að teljast viðeigandi á þessu stigi málsins. Tónlist Tengdar fréttir Friðrik Dór með „kósí ballöðu í bílinn“ Friðrik Dór tilkynnir um afmælistónleika í haust og flytur nýtt lag. 3. apríl 2018 23:00 Kviknaði í Frikka Dór í beinni Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands í gær. Lokaþátturinn var sýndur á Stöð 2 og kórinn hlaut fjórar milljónir króna í sigurlaun. 13. nóvember 2017 14:30 Hlustaðu á Þjóðhátíðarlög Friðriks Dórs og Jóns Annað hugljúft en hitt hart. 8. júní 2018 09:57 Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Fleiri fréttir „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson stendur á tímamótum en hann fagnar þrítugsafmæli sínu í október með stórtónleikum undir yfirskriftinni „Í síðasta skipti“. Tónleikarnir marka „ákveðin leiðarlok“ á ferli Friðriks sem hyggur á nám í innanhússhönnun á Ítalíu á næsta ári.Er Frikki Dór að hætta? Friðrik ræddi tónleikana og framtíðaráform sín í þættinum Í bítinu á Bylgjunni í morgun. Margir ráku upp stór augu þegar tónleikaboð tóku að berast á samfélagsmiðlum, þar eð í lýsingu á viðburðunum segir að tónleikarnir „endurspegli ákveðin leiðarlok á ferli Friðriks“. Þá er nafn tónleikanna „Í síðasta skipti“, eins og áður sagði, og því hafa margir velt því fyrir sér hvort Friðrik hyggist leggja hljóðnemann á hilluna fyrir fullt og allt. „Þetta er vísun í lagið auðvitað,“ segir Friðrik, inntur eftir því hvað yfirskrift tónleikanna tákni. Þá sé vissulega um að ræða ákveðin tímamót á ferlinum. „Þetta er í síðasta skipti sem ég held mína eigin tónleika í einhvern tíma en ég verð áfram í þessum verkefnum sem maður er í dagsdaglega í þessu blessaða starfi.“Gamall draumur að læra innanhússhönnun Þá verður einhver bið á næstu tónleikum þar sem Friðrik ætlar að láta gamlan draum rætast og setjast aftur á skólabekk á næsta ári. „En eins og ég segi, tónleikarnir verða þeir síðustu í bili vegna þess að 2019 stefni ég á að fara í nám erlendis,“ segir Friðrik og bætir jafnframt við að innanhússhönnun hafi orðið fyrir valinu. „Þegar ég var yngri þá var þetta alltaf stefnan að fara í innanhússhönnun en það frestaðist af hinum ýmsu ástæðum og aðallega út af tónlistinni. Svo fór ég í viðskiptafræði og kláraði hana, það var aðallega fyrir mömmu mína til að vera með einhverja gráðu.“Tvennir tónleikar í Kaplakrika Að sögn Friðriks hefur hann og fjölskylduna lengi langað að búa erlendis. Þá eru allar líkur á að ítölsku borgirnar Mílanó eða Flórens verði fyrir valinu, enda hefur Ítalía löngum verið talin mekka hönnunar í heiminum. Friðrik ítrekar þó að ekki sé um að ræða formleg lok á tónlistarferlinum. „Ég er ekkert búinn að renna fyrir munninn á mér.“ Tvennir tónleikar undir yfirskriftinni „Friðrik Dór – Í síðasta skipti“ verða haldnir þann 6. október næstkomandi í Kaplakrika í Hafnarfirði en Friðrik verður þrítugur daginn eftir. Fyrri tónleikarnir eru fjölskyldutónleikar og hefjast klukkan 15 og þá verður blásið til kvöldtónleika klukkan 21. Miðasala á tónleikana hefst á morgun, 12. júlí.Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Friðrik Dór í heild sinni.Og hér að neðan má hlusta á lagið Leiðarlok af fyrstu plötu Friðriks Dórs, Allt sem þú átt, sem verður að teljast viðeigandi á þessu stigi málsins.
Tónlist Tengdar fréttir Friðrik Dór með „kósí ballöðu í bílinn“ Friðrik Dór tilkynnir um afmælistónleika í haust og flytur nýtt lag. 3. apríl 2018 23:00 Kviknaði í Frikka Dór í beinni Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands í gær. Lokaþátturinn var sýndur á Stöð 2 og kórinn hlaut fjórar milljónir króna í sigurlaun. 13. nóvember 2017 14:30 Hlustaðu á Þjóðhátíðarlög Friðriks Dórs og Jóns Annað hugljúft en hitt hart. 8. júní 2018 09:57 Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Fleiri fréttir „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Sjá meira
Friðrik Dór með „kósí ballöðu í bílinn“ Friðrik Dór tilkynnir um afmælistónleika í haust og flytur nýtt lag. 3. apríl 2018 23:00
Kviknaði í Frikka Dór í beinni Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Kórar Íslands í gær. Lokaþátturinn var sýndur á Stöð 2 og kórinn hlaut fjórar milljónir króna í sigurlaun. 13. nóvember 2017 14:30
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“