Skipulögð brotastarfsemi með fíknilyf Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 13. júlí 2018 07:00 Karl Steinar Valsson er yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Lögreglan hefur frá áramótum tekið til rannsóknar um fjörutíu mál er varða innflutning einstaklinga á fíknilyfjum til landsins. „Við erum með 25 svona mál í rannsókn núna og tæp 40 frá áramótum,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir meirihluta mála stofnast þegar tolleftirlit finnur efni í fórum fólks. Hluti málanna sé til rannsóknar hjá öðrum embættum lögreglu, til að mynda á Suðurnesjum. „Málin eru rannsökuð á svipaðan hátt og mál er varða ólögleg fíkniefni,“ segir Karl Steinar sem segir flókið fyrir lögreglu að takast á við sölu efnanna á svörtum markaði. „Það er mjög flókið og vandasamt fyrir okkur þar sem menn eru að nýta sér ýmis tæknileg atriði sem takmarka möguleika okkar,“ segir Karl Steinar og á helst við sölu lyfjanna á samfélagsmiðlum og í gegnum forrit á netinu. Karl Steinar segir skipulagða brotastarfsemi með fíknilyf færast í aukana á Íslandi.Mikill þrýstingur er á lækna að skrifa út lyfseðilsskyld lyf.Vísir/Valli„Þetta er vaxandi þáttur í okkar verkum sem er í takt við þróun í öðrum löndum. Markar þá breytingu sem er á brotastarfsemi þar sem ætlaður ávinningur og lítil refsing eru hvatar,“ segir Karl Steinar sem segir lögreglu vinna með öðrum löndum á öllum sviðum en sú samvinna muni aukast samhliða vaxandi brotastarfsemi með fíknilyf. Þeim, sem hafa fengið uppáskrifuð lyf frá læknum á Spáni og flutt þau til landsins, er í raun heimilt að flytja til landsins lyf til eigin nota ef þeir framvísa vottorði læknis eða lyfseðli, en þeir þurfa líka að sýna fram á að lyfin séu nauðsynleg í því magni sem flutt er inn. Í flokka ávana- og fíknilyfja er leyfilegt að flytja með sér magn sem svarar mest til 30 daga notkunar. Reglugerðir í Noregi voru svipaðar og hér á landi. Þær voru hertar árið 2016 vegna stóraukins flutnings á ávanabindandi fíknilyfjum til landsins sem síðan voru seld á svörtum markaði. Í dag mega ferðamenn með norskt ríkisfang einungis flytja með sér sjö daga skammt af ávana- og fíknilyfjum sem keypt eru erlendis, en 30 daga skammt ef viðkomandi er með vottorð frá norskum lækni. Eftirlitsstofnun EFTA barst kvörtun vegna málsins á síðasta ári en lokaði málinu í gær og ákvarðaði að Noregur ætti að hafa víðar heimildir til að ákvarða úrræði til að takast á við misnotkun fíknilyfja. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Yfirlæknir segir mikið þrýst á lækna að skrifa út lyfjaávísanir Yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans segir þörf á því að bregðast strax við aukningu neyslu róandi og ávanabindandi lyfja með því að draga úr lyfjaávísunum og magni í umferð á svörtum markaði. 27. júní 2018 06:00 Nota útlendar ávísanir til að ná sér í lyf Fíknilyf frá læknum sem starfa í útlöndum leyst út 24 sinnum í fyrra. Einstaklingur í fíknivanda leysti út stóran skammt af sterku lyfi. Girt fyrir afgreiðslu slíkra lyfseðla. 2. júlí 2018 06:00 Pillumyllan á Benidorm Íslendingar hafa keypt lyfjaávísanir upp á fíknilyf á Benidorm af lækninum Torres og flutt hingað til lands. Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Stór hluti þeirra er frá Spáni. Sama mynstur kom upp í Noregi fyrir fáeinum árum. 7. júlí 2018 10:21 Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. 6. júlí 2018 21:00 Magn lyfseðilsskyldra lyfja nýlunda hér á landi Enginn situr í gæsluvarðhaldi vegna slíkra mála en draga má þær ályktanir af því magni sem flutt er inn að lyfin séu ekki til einkanota. 6. júlí 2018 12:00 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Lögreglan hefur frá áramótum tekið til rannsóknar um fjörutíu mál er varða innflutning einstaklinga á fíknilyfjum til landsins. „Við erum með 25 svona mál í rannsókn núna og tæp 40 frá áramótum,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir meirihluta mála stofnast þegar tolleftirlit finnur efni í fórum fólks. Hluti málanna sé til rannsóknar hjá öðrum embættum lögreglu, til að mynda á Suðurnesjum. „Málin eru rannsökuð á svipaðan hátt og mál er varða ólögleg fíkniefni,“ segir Karl Steinar sem segir flókið fyrir lögreglu að takast á við sölu efnanna á svörtum markaði. „Það er mjög flókið og vandasamt fyrir okkur þar sem menn eru að nýta sér ýmis tæknileg atriði sem takmarka möguleika okkar,“ segir Karl Steinar og á helst við sölu lyfjanna á samfélagsmiðlum og í gegnum forrit á netinu. Karl Steinar segir skipulagða brotastarfsemi með fíknilyf færast í aukana á Íslandi.Mikill þrýstingur er á lækna að skrifa út lyfseðilsskyld lyf.Vísir/Valli„Þetta er vaxandi þáttur í okkar verkum sem er í takt við þróun í öðrum löndum. Markar þá breytingu sem er á brotastarfsemi þar sem ætlaður ávinningur og lítil refsing eru hvatar,“ segir Karl Steinar sem segir lögreglu vinna með öðrum löndum á öllum sviðum en sú samvinna muni aukast samhliða vaxandi brotastarfsemi með fíknilyf. Þeim, sem hafa fengið uppáskrifuð lyf frá læknum á Spáni og flutt þau til landsins, er í raun heimilt að flytja til landsins lyf til eigin nota ef þeir framvísa vottorði læknis eða lyfseðli, en þeir þurfa líka að sýna fram á að lyfin séu nauðsynleg í því magni sem flutt er inn. Í flokka ávana- og fíknilyfja er leyfilegt að flytja með sér magn sem svarar mest til 30 daga notkunar. Reglugerðir í Noregi voru svipaðar og hér á landi. Þær voru hertar árið 2016 vegna stóraukins flutnings á ávanabindandi fíknilyfjum til landsins sem síðan voru seld á svörtum markaði. Í dag mega ferðamenn með norskt ríkisfang einungis flytja með sér sjö daga skammt af ávana- og fíknilyfjum sem keypt eru erlendis, en 30 daga skammt ef viðkomandi er með vottorð frá norskum lækni. Eftirlitsstofnun EFTA barst kvörtun vegna málsins á síðasta ári en lokaði málinu í gær og ákvarðaði að Noregur ætti að hafa víðar heimildir til að ákvarða úrræði til að takast á við misnotkun fíknilyfja.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Yfirlæknir segir mikið þrýst á lækna að skrifa út lyfjaávísanir Yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans segir þörf á því að bregðast strax við aukningu neyslu róandi og ávanabindandi lyfja með því að draga úr lyfjaávísunum og magni í umferð á svörtum markaði. 27. júní 2018 06:00 Nota útlendar ávísanir til að ná sér í lyf Fíknilyf frá læknum sem starfa í útlöndum leyst út 24 sinnum í fyrra. Einstaklingur í fíknivanda leysti út stóran skammt af sterku lyfi. Girt fyrir afgreiðslu slíkra lyfseðla. 2. júlí 2018 06:00 Pillumyllan á Benidorm Íslendingar hafa keypt lyfjaávísanir upp á fíknilyf á Benidorm af lækninum Torres og flutt hingað til lands. Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Stór hluti þeirra er frá Spáni. Sama mynstur kom upp í Noregi fyrir fáeinum árum. 7. júlí 2018 10:21 Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. 6. júlí 2018 21:00 Magn lyfseðilsskyldra lyfja nýlunda hér á landi Enginn situr í gæsluvarðhaldi vegna slíkra mála en draga má þær ályktanir af því magni sem flutt er inn að lyfin séu ekki til einkanota. 6. júlí 2018 12:00 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Yfirlæknir segir mikið þrýst á lækna að skrifa út lyfjaávísanir Yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans segir þörf á því að bregðast strax við aukningu neyslu róandi og ávanabindandi lyfja með því að draga úr lyfjaávísunum og magni í umferð á svörtum markaði. 27. júní 2018 06:00
Nota útlendar ávísanir til að ná sér í lyf Fíknilyf frá læknum sem starfa í útlöndum leyst út 24 sinnum í fyrra. Einstaklingur í fíknivanda leysti út stóran skammt af sterku lyfi. Girt fyrir afgreiðslu slíkra lyfseðla. 2. júlí 2018 06:00
Pillumyllan á Benidorm Íslendingar hafa keypt lyfjaávísanir upp á fíknilyf á Benidorm af lækninum Torres og flutt hingað til lands. Tollgæslan hefur lagt hald á mikið magn ávana- og fíknilyfja á árinu. Stór hluti þeirra er frá Spáni. Sama mynstur kom upp í Noregi fyrir fáeinum árum. 7. júlí 2018 10:21
Segir farið í skipulagðar ferðir að sækja lyfin Mikil aukning hefur orðið í innflutningi ávana- og fíknilyfja í gegnum Leifsstöð undanfarna mánuði. Yfirtollvörður segir dæmi um að spænskir læknar selji lyfseðla og skrifi upp á margfalda ráðlagða dagskammta af sterkum verkjalyfjum. Lögreglustjóri útilokar ekki að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. 6. júlí 2018 21:00
Magn lyfseðilsskyldra lyfja nýlunda hér á landi Enginn situr í gæsluvarðhaldi vegna slíkra mála en draga má þær ályktanir af því magni sem flutt er inn að lyfin séu ekki til einkanota. 6. júlí 2018 12:00