Ráðherra er ekki við Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 16. júlí 2018 10:00 Það er almenn vitneskja að stjórnmálamenn starfa í umboði þjóðarinnar en sjálfir eru þeir furðu gjarnir á að gleyma því, og alveg sérstaklega fái þeir titilinn ráðherra. Oft líður ekki langur tími frá því að þeir hafa tekið við lyklum að ráðuneyti sínu þar til þeir fara að haga sér eins og þeir lifi og starfi í sérhönnuðum einkaheimi þar sem ekki er gert ráð fyrir að rætt sé við fólkið í landinu. Ráðherrar lesa óteljandi skjöl og skýrslur og ráðfæra sig við ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra og hóp aðstoðarmanna. Þannig lokast þeir inni í ráðuneytum. Aðferð þeirra til að halda tengslum við fólkið í landinu er að mæta í fjölmiðlaviðtöl og koma pólitískum boðskap sínum til þjóðarinnar og gefa um leið mynd af sjálfum sér. Sú mynd er ekki alltaf aðlaðandi því of algengt er að ráðherrar tali af yfirlæti. Stundum má jafnvel greina ákveðinn þreytutón í raddblænum, eins og verið sé að koma því til skila að málið sem til umræðu er sé miklu flóknara en svo að einfaldur almenningur fái skilið það. Því miður ber á því að ráðherrar í núverandi ríkisstjórn hafi þennan háttinn á og má þar nefna fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra. Það er ekkert aðlaðandi við stjórnmálamann sem hjúpar sig hroka. Ráðherrar njóta forréttinda, fyrir það eiga þeir að vera þakklátir og auðmjúkir. Þeir eiga ekki að verða svo háðir lúxusnum sem þeir njóta að þeir fjarlægist fólkið í landinu og hafi hvorki áhuga né skilning á kjörum þess. Vafalaust eru ráðherrar önnum kafnir flesta daga, eins og annað vinnandi fólk í þessu landi, en þeir ættu samt að gefa sér tíma til að hitta hinn almenna borgara. Það er ekki nóg að koma sér upp mannlegri og hlýlegri hlið rétt fyrir kosningar, hana þarf að sýna oftar, sé hún á annað borð til. Það er afar erfitt fyrir hinn almenna borgara að fá fund með ráðherrum og öðrum ráðamönnum. Borgarstjóri auglýsir að vísu slíka fundi en það er engu líkara en þeir séu einungis til málamynda. Sá sem óskar eftir fundi þarf að fylla út eyðublað með nákvæmri lýsingu á erindi sínu, sem síðan fer í hendur aðstoðarmanna sem líkast til eru fljótir að gleyma því í kerfinu þyki þeim það lykta af vandræðagangi og óþægindum. Það er örugglega enn erfiðara fyrir almenning í landinu að ná fundi ráðherra á skrifstofu hans. Slíkir fundir bjóða vissulega upp á að einhverjir leiðindapésar læði sér inn og röfli í ráðherra, en það kostar einungis stundar óþægindi. Þarna myndi ráðherrann einnig hitta fólk sem gæti sagt honum frá heimi sem er allt annars konar en forréttindaheimurinn. Þar borga einstaklingar okurleigu í hverjum mánuði og eiga vart fyrir mat seinni part mánaðar. Vissulega óþægilegar staðreyndir sem freistandi er að víkja frá sér. Ráðherrar verða samt að vita af þeim. Þeir einstaklingar sem láta sig hag fólk engu skipta eiga ekki erindi í stjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Það er almenn vitneskja að stjórnmálamenn starfa í umboði þjóðarinnar en sjálfir eru þeir furðu gjarnir á að gleyma því, og alveg sérstaklega fái þeir titilinn ráðherra. Oft líður ekki langur tími frá því að þeir hafa tekið við lyklum að ráðuneyti sínu þar til þeir fara að haga sér eins og þeir lifi og starfi í sérhönnuðum einkaheimi þar sem ekki er gert ráð fyrir að rætt sé við fólkið í landinu. Ráðherrar lesa óteljandi skjöl og skýrslur og ráðfæra sig við ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra og hóp aðstoðarmanna. Þannig lokast þeir inni í ráðuneytum. Aðferð þeirra til að halda tengslum við fólkið í landinu er að mæta í fjölmiðlaviðtöl og koma pólitískum boðskap sínum til þjóðarinnar og gefa um leið mynd af sjálfum sér. Sú mynd er ekki alltaf aðlaðandi því of algengt er að ráðherrar tali af yfirlæti. Stundum má jafnvel greina ákveðinn þreytutón í raddblænum, eins og verið sé að koma því til skila að málið sem til umræðu er sé miklu flóknara en svo að einfaldur almenningur fái skilið það. Því miður ber á því að ráðherrar í núverandi ríkisstjórn hafi þennan háttinn á og má þar nefna fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra. Það er ekkert aðlaðandi við stjórnmálamann sem hjúpar sig hroka. Ráðherrar njóta forréttinda, fyrir það eiga þeir að vera þakklátir og auðmjúkir. Þeir eiga ekki að verða svo háðir lúxusnum sem þeir njóta að þeir fjarlægist fólkið í landinu og hafi hvorki áhuga né skilning á kjörum þess. Vafalaust eru ráðherrar önnum kafnir flesta daga, eins og annað vinnandi fólk í þessu landi, en þeir ættu samt að gefa sér tíma til að hitta hinn almenna borgara. Það er ekki nóg að koma sér upp mannlegri og hlýlegri hlið rétt fyrir kosningar, hana þarf að sýna oftar, sé hún á annað borð til. Það er afar erfitt fyrir hinn almenna borgara að fá fund með ráðherrum og öðrum ráðamönnum. Borgarstjóri auglýsir að vísu slíka fundi en það er engu líkara en þeir séu einungis til málamynda. Sá sem óskar eftir fundi þarf að fylla út eyðublað með nákvæmri lýsingu á erindi sínu, sem síðan fer í hendur aðstoðarmanna sem líkast til eru fljótir að gleyma því í kerfinu þyki þeim það lykta af vandræðagangi og óþægindum. Það er örugglega enn erfiðara fyrir almenning í landinu að ná fundi ráðherra á skrifstofu hans. Slíkir fundir bjóða vissulega upp á að einhverjir leiðindapésar læði sér inn og röfli í ráðherra, en það kostar einungis stundar óþægindi. Þarna myndi ráðherrann einnig hitta fólk sem gæti sagt honum frá heimi sem er allt annars konar en forréttindaheimurinn. Þar borga einstaklingar okurleigu í hverjum mánuði og eiga vart fyrir mat seinni part mánaðar. Vissulega óþægilegar staðreyndir sem freistandi er að víkja frá sér. Ráðherrar verða samt að vita af þeim. Þeir einstaklingar sem láta sig hag fólk engu skipta eiga ekki erindi í stjórnmál.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar