Ráðherra er ekki við Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 16. júlí 2018 10:00 Það er almenn vitneskja að stjórnmálamenn starfa í umboði þjóðarinnar en sjálfir eru þeir furðu gjarnir á að gleyma því, og alveg sérstaklega fái þeir titilinn ráðherra. Oft líður ekki langur tími frá því að þeir hafa tekið við lyklum að ráðuneyti sínu þar til þeir fara að haga sér eins og þeir lifi og starfi í sérhönnuðum einkaheimi þar sem ekki er gert ráð fyrir að rætt sé við fólkið í landinu. Ráðherrar lesa óteljandi skjöl og skýrslur og ráðfæra sig við ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra og hóp aðstoðarmanna. Þannig lokast þeir inni í ráðuneytum. Aðferð þeirra til að halda tengslum við fólkið í landinu er að mæta í fjölmiðlaviðtöl og koma pólitískum boðskap sínum til þjóðarinnar og gefa um leið mynd af sjálfum sér. Sú mynd er ekki alltaf aðlaðandi því of algengt er að ráðherrar tali af yfirlæti. Stundum má jafnvel greina ákveðinn þreytutón í raddblænum, eins og verið sé að koma því til skila að málið sem til umræðu er sé miklu flóknara en svo að einfaldur almenningur fái skilið það. Því miður ber á því að ráðherrar í núverandi ríkisstjórn hafi þennan háttinn á og má þar nefna fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra. Það er ekkert aðlaðandi við stjórnmálamann sem hjúpar sig hroka. Ráðherrar njóta forréttinda, fyrir það eiga þeir að vera þakklátir og auðmjúkir. Þeir eiga ekki að verða svo háðir lúxusnum sem þeir njóta að þeir fjarlægist fólkið í landinu og hafi hvorki áhuga né skilning á kjörum þess. Vafalaust eru ráðherrar önnum kafnir flesta daga, eins og annað vinnandi fólk í þessu landi, en þeir ættu samt að gefa sér tíma til að hitta hinn almenna borgara. Það er ekki nóg að koma sér upp mannlegri og hlýlegri hlið rétt fyrir kosningar, hana þarf að sýna oftar, sé hún á annað borð til. Það er afar erfitt fyrir hinn almenna borgara að fá fund með ráðherrum og öðrum ráðamönnum. Borgarstjóri auglýsir að vísu slíka fundi en það er engu líkara en þeir séu einungis til málamynda. Sá sem óskar eftir fundi þarf að fylla út eyðublað með nákvæmri lýsingu á erindi sínu, sem síðan fer í hendur aðstoðarmanna sem líkast til eru fljótir að gleyma því í kerfinu þyki þeim það lykta af vandræðagangi og óþægindum. Það er örugglega enn erfiðara fyrir almenning í landinu að ná fundi ráðherra á skrifstofu hans. Slíkir fundir bjóða vissulega upp á að einhverjir leiðindapésar læði sér inn og röfli í ráðherra, en það kostar einungis stundar óþægindi. Þarna myndi ráðherrann einnig hitta fólk sem gæti sagt honum frá heimi sem er allt annars konar en forréttindaheimurinn. Þar borga einstaklingar okurleigu í hverjum mánuði og eiga vart fyrir mat seinni part mánaðar. Vissulega óþægilegar staðreyndir sem freistandi er að víkja frá sér. Ráðherrar verða samt að vita af þeim. Þeir einstaklingar sem láta sig hag fólk engu skipta eiga ekki erindi í stjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Það er almenn vitneskja að stjórnmálamenn starfa í umboði þjóðarinnar en sjálfir eru þeir furðu gjarnir á að gleyma því, og alveg sérstaklega fái þeir titilinn ráðherra. Oft líður ekki langur tími frá því að þeir hafa tekið við lyklum að ráðuneyti sínu þar til þeir fara að haga sér eins og þeir lifi og starfi í sérhönnuðum einkaheimi þar sem ekki er gert ráð fyrir að rætt sé við fólkið í landinu. Ráðherrar lesa óteljandi skjöl og skýrslur og ráðfæra sig við ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra og hóp aðstoðarmanna. Þannig lokast þeir inni í ráðuneytum. Aðferð þeirra til að halda tengslum við fólkið í landinu er að mæta í fjölmiðlaviðtöl og koma pólitískum boðskap sínum til þjóðarinnar og gefa um leið mynd af sjálfum sér. Sú mynd er ekki alltaf aðlaðandi því of algengt er að ráðherrar tali af yfirlæti. Stundum má jafnvel greina ákveðinn þreytutón í raddblænum, eins og verið sé að koma því til skila að málið sem til umræðu er sé miklu flóknara en svo að einfaldur almenningur fái skilið það. Því miður ber á því að ráðherrar í núverandi ríkisstjórn hafi þennan háttinn á og má þar nefna fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra. Það er ekkert aðlaðandi við stjórnmálamann sem hjúpar sig hroka. Ráðherrar njóta forréttinda, fyrir það eiga þeir að vera þakklátir og auðmjúkir. Þeir eiga ekki að verða svo háðir lúxusnum sem þeir njóta að þeir fjarlægist fólkið í landinu og hafi hvorki áhuga né skilning á kjörum þess. Vafalaust eru ráðherrar önnum kafnir flesta daga, eins og annað vinnandi fólk í þessu landi, en þeir ættu samt að gefa sér tíma til að hitta hinn almenna borgara. Það er ekki nóg að koma sér upp mannlegri og hlýlegri hlið rétt fyrir kosningar, hana þarf að sýna oftar, sé hún á annað borð til. Það er afar erfitt fyrir hinn almenna borgara að fá fund með ráðherrum og öðrum ráðamönnum. Borgarstjóri auglýsir að vísu slíka fundi en það er engu líkara en þeir séu einungis til málamynda. Sá sem óskar eftir fundi þarf að fylla út eyðublað með nákvæmri lýsingu á erindi sínu, sem síðan fer í hendur aðstoðarmanna sem líkast til eru fljótir að gleyma því í kerfinu þyki þeim það lykta af vandræðagangi og óþægindum. Það er örugglega enn erfiðara fyrir almenning í landinu að ná fundi ráðherra á skrifstofu hans. Slíkir fundir bjóða vissulega upp á að einhverjir leiðindapésar læði sér inn og röfli í ráðherra, en það kostar einungis stundar óþægindi. Þarna myndi ráðherrann einnig hitta fólk sem gæti sagt honum frá heimi sem er allt annars konar en forréttindaheimurinn. Þar borga einstaklingar okurleigu í hverjum mánuði og eiga vart fyrir mat seinni part mánaðar. Vissulega óþægilegar staðreyndir sem freistandi er að víkja frá sér. Ráðherrar verða samt að vita af þeim. Þeir einstaklingar sem láta sig hag fólk engu skipta eiga ekki erindi í stjórnmál.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun