Ráðherra er ekki við Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 16. júlí 2018 10:00 Það er almenn vitneskja að stjórnmálamenn starfa í umboði þjóðarinnar en sjálfir eru þeir furðu gjarnir á að gleyma því, og alveg sérstaklega fái þeir titilinn ráðherra. Oft líður ekki langur tími frá því að þeir hafa tekið við lyklum að ráðuneyti sínu þar til þeir fara að haga sér eins og þeir lifi og starfi í sérhönnuðum einkaheimi þar sem ekki er gert ráð fyrir að rætt sé við fólkið í landinu. Ráðherrar lesa óteljandi skjöl og skýrslur og ráðfæra sig við ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra og hóp aðstoðarmanna. Þannig lokast þeir inni í ráðuneytum. Aðferð þeirra til að halda tengslum við fólkið í landinu er að mæta í fjölmiðlaviðtöl og koma pólitískum boðskap sínum til þjóðarinnar og gefa um leið mynd af sjálfum sér. Sú mynd er ekki alltaf aðlaðandi því of algengt er að ráðherrar tali af yfirlæti. Stundum má jafnvel greina ákveðinn þreytutón í raddblænum, eins og verið sé að koma því til skila að málið sem til umræðu er sé miklu flóknara en svo að einfaldur almenningur fái skilið það. Því miður ber á því að ráðherrar í núverandi ríkisstjórn hafi þennan háttinn á og má þar nefna fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra. Það er ekkert aðlaðandi við stjórnmálamann sem hjúpar sig hroka. Ráðherrar njóta forréttinda, fyrir það eiga þeir að vera þakklátir og auðmjúkir. Þeir eiga ekki að verða svo háðir lúxusnum sem þeir njóta að þeir fjarlægist fólkið í landinu og hafi hvorki áhuga né skilning á kjörum þess. Vafalaust eru ráðherrar önnum kafnir flesta daga, eins og annað vinnandi fólk í þessu landi, en þeir ættu samt að gefa sér tíma til að hitta hinn almenna borgara. Það er ekki nóg að koma sér upp mannlegri og hlýlegri hlið rétt fyrir kosningar, hana þarf að sýna oftar, sé hún á annað borð til. Það er afar erfitt fyrir hinn almenna borgara að fá fund með ráðherrum og öðrum ráðamönnum. Borgarstjóri auglýsir að vísu slíka fundi en það er engu líkara en þeir séu einungis til málamynda. Sá sem óskar eftir fundi þarf að fylla út eyðublað með nákvæmri lýsingu á erindi sínu, sem síðan fer í hendur aðstoðarmanna sem líkast til eru fljótir að gleyma því í kerfinu þyki þeim það lykta af vandræðagangi og óþægindum. Það er örugglega enn erfiðara fyrir almenning í landinu að ná fundi ráðherra á skrifstofu hans. Slíkir fundir bjóða vissulega upp á að einhverjir leiðindapésar læði sér inn og röfli í ráðherra, en það kostar einungis stundar óþægindi. Þarna myndi ráðherrann einnig hitta fólk sem gæti sagt honum frá heimi sem er allt annars konar en forréttindaheimurinn. Þar borga einstaklingar okurleigu í hverjum mánuði og eiga vart fyrir mat seinni part mánaðar. Vissulega óþægilegar staðreyndir sem freistandi er að víkja frá sér. Ráðherrar verða samt að vita af þeim. Þeir einstaklingar sem láta sig hag fólk engu skipta eiga ekki erindi í stjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Það er almenn vitneskja að stjórnmálamenn starfa í umboði þjóðarinnar en sjálfir eru þeir furðu gjarnir á að gleyma því, og alveg sérstaklega fái þeir titilinn ráðherra. Oft líður ekki langur tími frá því að þeir hafa tekið við lyklum að ráðuneyti sínu þar til þeir fara að haga sér eins og þeir lifi og starfi í sérhönnuðum einkaheimi þar sem ekki er gert ráð fyrir að rætt sé við fólkið í landinu. Ráðherrar lesa óteljandi skjöl og skýrslur og ráðfæra sig við ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra og hóp aðstoðarmanna. Þannig lokast þeir inni í ráðuneytum. Aðferð þeirra til að halda tengslum við fólkið í landinu er að mæta í fjölmiðlaviðtöl og koma pólitískum boðskap sínum til þjóðarinnar og gefa um leið mynd af sjálfum sér. Sú mynd er ekki alltaf aðlaðandi því of algengt er að ráðherrar tali af yfirlæti. Stundum má jafnvel greina ákveðinn þreytutón í raddblænum, eins og verið sé að koma því til skila að málið sem til umræðu er sé miklu flóknara en svo að einfaldur almenningur fái skilið það. Því miður ber á því að ráðherrar í núverandi ríkisstjórn hafi þennan háttinn á og má þar nefna fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra. Það er ekkert aðlaðandi við stjórnmálamann sem hjúpar sig hroka. Ráðherrar njóta forréttinda, fyrir það eiga þeir að vera þakklátir og auðmjúkir. Þeir eiga ekki að verða svo háðir lúxusnum sem þeir njóta að þeir fjarlægist fólkið í landinu og hafi hvorki áhuga né skilning á kjörum þess. Vafalaust eru ráðherrar önnum kafnir flesta daga, eins og annað vinnandi fólk í þessu landi, en þeir ættu samt að gefa sér tíma til að hitta hinn almenna borgara. Það er ekki nóg að koma sér upp mannlegri og hlýlegri hlið rétt fyrir kosningar, hana þarf að sýna oftar, sé hún á annað borð til. Það er afar erfitt fyrir hinn almenna borgara að fá fund með ráðherrum og öðrum ráðamönnum. Borgarstjóri auglýsir að vísu slíka fundi en það er engu líkara en þeir séu einungis til málamynda. Sá sem óskar eftir fundi þarf að fylla út eyðublað með nákvæmri lýsingu á erindi sínu, sem síðan fer í hendur aðstoðarmanna sem líkast til eru fljótir að gleyma því í kerfinu þyki þeim það lykta af vandræðagangi og óþægindum. Það er örugglega enn erfiðara fyrir almenning í landinu að ná fundi ráðherra á skrifstofu hans. Slíkir fundir bjóða vissulega upp á að einhverjir leiðindapésar læði sér inn og röfli í ráðherra, en það kostar einungis stundar óþægindi. Þarna myndi ráðherrann einnig hitta fólk sem gæti sagt honum frá heimi sem er allt annars konar en forréttindaheimurinn. Þar borga einstaklingar okurleigu í hverjum mánuði og eiga vart fyrir mat seinni part mánaðar. Vissulega óþægilegar staðreyndir sem freistandi er að víkja frá sér. Ráðherrar verða samt að vita af þeim. Þeir einstaklingar sem láta sig hag fólk engu skipta eiga ekki erindi í stjórnmál.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar