Vistarbönd eða vinarþel? Þórarinn Ævarsson skrifar 19. júlí 2018 07:00 Alþýðusamband Íslands hefur í fjölmiðlum lýst yfir áhyggjum af þeirri þróun að fyrirtæki séu í auknum mæli farin að byggja íbúðir fyrir starfsfólk sitt. Þar á bæ sjá menn ekkert jákvætt við þessa þróun og vilja meina að þetta fyrirkomulag sé öfugþróun og vísir að vistarbandi. Ég get í grunninn tekið undir þessar áhyggjur, en vil þó benda á að það eru fleiri hliðar á þessu máli en sú sem ASÍ heldur á lofti. Án þess að geta svarað fyrir aðra, þá get ég sem forsvarsmaður IKEA fullyrt eftirfarandi. Það er ekki óskastaða húsgagnasala að standa í því að byggja íbúðarhúsnæði, en þegar maður stendur frammi fyrir tveimur valkostum, öðrum slæmum og hinum óþolandi, þá velur maður slæma kostinn. Í áraraðir hef ég fylgst með íslenska leigumarkaðnum, hvernig hann hefur verið að þróast til verri vegar þar sem leigan snarhækkar á meðan gæðum húsnæðis sem er í boði hrakar. Ég hef horft upp á fjölda starfsmanna minna borga bróðurpart launa sinna í leigu á ósamþykktum grenjum þar sem lítið er skeytt um aðbúnað, brunavarnir, hljóðvist eða annað. Þar sem þrír, jafnvel fjórir, deila með sér herbergi og síðan jafnvel 20 manns með eitt eldhús. Eins hef ég horft á eftir góðum starfsmönnum sem hafa fengið upp í kok af þessu ástandi og hreinlega gefist upp, flutt af landi brott, þvert gegn vilja sínum. Sumarið 2016, eftir metár í ferðamannafjölda og tilheyrandi þenslu á húsnæðismarkaði, t.a.m vegna áhrifa frá Airbnb, var það samdóma álit stjórnenda IKEA á Íslandi að það ástand sem þá þegar hafði skapast á húsnæðismarkaði væri ekki líklegt til að lagast á næstu árum. Þá var það fyrirséð að þetta ástand kæmi til með að koma verulega illa niður á þeim starfsmönnum IKEA sem væru í ótryggu húsnæði. Nú geta menn deilt um það hvort vinnuveitendur eigi yfirhöfuð að vera með áhyggjur af velferð starfsmanna sinna eftir að vinnudegi lýkur. Flest fyrirtæki virðast hallast að því að þetta komi þeim ekkert við, en við sem stjórnum IKEA töldum að við yrðum að reyna.Hagkvæm leiga Það var lagt af stað með metnaðarfull áform um að byggja fjölbýli og bjóða starfsmönnum upp á vandað húsnæði, í göngufjarlægð við vinnustaðinn og á kjörum sem yrðu umtalsvert betri en almennt gerast á leigumarkaðnum. Hagkvæm leiga og sá sparnaður sem hlýst af því að geta gengið í vinnuna ætti að skapa þeim starfsmönnum IKEA sem nýta sér þetta úrræði fjárhagslegt svigrúm til að leggja fyrir og með tímanum spara sér fyrir útborgun í eigin húsnæði, standi hugur til þess. IKEA er þekkt sem öruggur og góður vinnustaður þar sem starfsfólk nýtur kjara langt umfram það sem samningar hljóða upp á. Hér er aldrei tjaldað til einnar nætur og mun fyrirtækið fara að lögum í þessum málum sem og öðrum. Ég átta mig á að þetta er ekki fullkomið, en ég tel að ASÍ ætti að eyða dýrmætri orku sinni í að reyna að vinda ofan af leigustarfsemi þar sem öll lög og reglugerðir er varða aðbúnað eru brotin og óstjórnleg græðgi ræður för, hvað varðar leiguverð.Höfundur er framkvæmdastjóri IKEA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Alþýðusamband Íslands hefur í fjölmiðlum lýst yfir áhyggjum af þeirri þróun að fyrirtæki séu í auknum mæli farin að byggja íbúðir fyrir starfsfólk sitt. Þar á bæ sjá menn ekkert jákvætt við þessa þróun og vilja meina að þetta fyrirkomulag sé öfugþróun og vísir að vistarbandi. Ég get í grunninn tekið undir þessar áhyggjur, en vil þó benda á að það eru fleiri hliðar á þessu máli en sú sem ASÍ heldur á lofti. Án þess að geta svarað fyrir aðra, þá get ég sem forsvarsmaður IKEA fullyrt eftirfarandi. Það er ekki óskastaða húsgagnasala að standa í því að byggja íbúðarhúsnæði, en þegar maður stendur frammi fyrir tveimur valkostum, öðrum slæmum og hinum óþolandi, þá velur maður slæma kostinn. Í áraraðir hef ég fylgst með íslenska leigumarkaðnum, hvernig hann hefur verið að þróast til verri vegar þar sem leigan snarhækkar á meðan gæðum húsnæðis sem er í boði hrakar. Ég hef horft upp á fjölda starfsmanna minna borga bróðurpart launa sinna í leigu á ósamþykktum grenjum þar sem lítið er skeytt um aðbúnað, brunavarnir, hljóðvist eða annað. Þar sem þrír, jafnvel fjórir, deila með sér herbergi og síðan jafnvel 20 manns með eitt eldhús. Eins hef ég horft á eftir góðum starfsmönnum sem hafa fengið upp í kok af þessu ástandi og hreinlega gefist upp, flutt af landi brott, þvert gegn vilja sínum. Sumarið 2016, eftir metár í ferðamannafjölda og tilheyrandi þenslu á húsnæðismarkaði, t.a.m vegna áhrifa frá Airbnb, var það samdóma álit stjórnenda IKEA á Íslandi að það ástand sem þá þegar hafði skapast á húsnæðismarkaði væri ekki líklegt til að lagast á næstu árum. Þá var það fyrirséð að þetta ástand kæmi til með að koma verulega illa niður á þeim starfsmönnum IKEA sem væru í ótryggu húsnæði. Nú geta menn deilt um það hvort vinnuveitendur eigi yfirhöfuð að vera með áhyggjur af velferð starfsmanna sinna eftir að vinnudegi lýkur. Flest fyrirtæki virðast hallast að því að þetta komi þeim ekkert við, en við sem stjórnum IKEA töldum að við yrðum að reyna.Hagkvæm leiga Það var lagt af stað með metnaðarfull áform um að byggja fjölbýli og bjóða starfsmönnum upp á vandað húsnæði, í göngufjarlægð við vinnustaðinn og á kjörum sem yrðu umtalsvert betri en almennt gerast á leigumarkaðnum. Hagkvæm leiga og sá sparnaður sem hlýst af því að geta gengið í vinnuna ætti að skapa þeim starfsmönnum IKEA sem nýta sér þetta úrræði fjárhagslegt svigrúm til að leggja fyrir og með tímanum spara sér fyrir útborgun í eigin húsnæði, standi hugur til þess. IKEA er þekkt sem öruggur og góður vinnustaður þar sem starfsfólk nýtur kjara langt umfram það sem samningar hljóða upp á. Hér er aldrei tjaldað til einnar nætur og mun fyrirtækið fara að lögum í þessum málum sem og öðrum. Ég átta mig á að þetta er ekki fullkomið, en ég tel að ASÍ ætti að eyða dýrmætri orku sinni í að reyna að vinda ofan af leigustarfsemi þar sem öll lög og reglugerðir er varða aðbúnað eru brotin og óstjórnleg græðgi ræður för, hvað varðar leiguverð.Höfundur er framkvæmdastjóri IKEA
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun