Segir íhaldsmenn þurfa að berjast gegn öfgaöflum Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2018 17:54 Paul Ryan. Vísir/AP Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af leiðtogum Repúblikanaflokksins, segir íhaldsmenn þurfa að berjast gegn öfgaöflum eins hinu-hægrinu svokallaða og rasistum. Hann sagði meðlimi Repúblikanaflokksins þurfa að standa sig betur í að ná aftur stjórn á gömlum hugtökum. „Við þurfum að fara aftur á vígvöllinn, berjast fyrir okkar málstað, vinna aftur þessar hugmyndir og koma þessum aðilum sem best við getum út í horn. Gerið allt sem þið getið til að sigra,“ sagði Ryan á ráðstefnu íhaldsmanna í dag.Samkvæmt umfjöllun Politico fór hinn 48 ára gamli Ryan, sem hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér aftur og mun hætta á þingi í byrjun næsta árs, hörðum orðum um hitt hægrið (alt-right). Hugtak sem nær yfir ýmsa hópa hægri öfgamanna sem aðhyllast oft rasisma og þjóðernishyggju.„Þetta er ekki íhaldssemi. Þetta er rasismi. þetta er þjóðernishyggja,“ sagði Ryan. „Þetta er ekki það sem við trúm á. Þetta fylgir ekki sýn okkar og sjónarmiðum landsfeðranna.“ Þá sakaði Ryan þessa hópa um að hafa rænt íhaldssömum hugtökum og að nútímatækni, sem gerði aðilum auðvelt með að græða peninga á því að dreifa boðskap sundrungar, gerði það einnig erfitt að bola þeim á brott. „Hvernig náum við kjarnanum aftur?“ var meðal þeirra spurninga sem Ryan velti upp á ráðstefnunni. Ryan var gagnrýndur nýlega eftir að hann neitaði að fordæma þingmanninn Steve King, sem er þekktur fyrir andúð á innflytjendum í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði tísti hann rasískum skilaboðum frá Nasista og talsmaður Ryan sagði í kjölfarið að Nasistar ættu ekki sæti í Repúblikanaflokknum og þingmenn ættu ekki að eiga í samskiptum við slíka aðila, sem dreifi hatri. King montaði sig í kjölfarið af því að talsmaðurinn hefði ekki nefnt hann á nafn. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af leiðtogum Repúblikanaflokksins, segir íhaldsmenn þurfa að berjast gegn öfgaöflum eins hinu-hægrinu svokallaða og rasistum. Hann sagði meðlimi Repúblikanaflokksins þurfa að standa sig betur í að ná aftur stjórn á gömlum hugtökum. „Við þurfum að fara aftur á vígvöllinn, berjast fyrir okkar málstað, vinna aftur þessar hugmyndir og koma þessum aðilum sem best við getum út í horn. Gerið allt sem þið getið til að sigra,“ sagði Ryan á ráðstefnu íhaldsmanna í dag.Samkvæmt umfjöllun Politico fór hinn 48 ára gamli Ryan, sem hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér aftur og mun hætta á þingi í byrjun næsta árs, hörðum orðum um hitt hægrið (alt-right). Hugtak sem nær yfir ýmsa hópa hægri öfgamanna sem aðhyllast oft rasisma og þjóðernishyggju.„Þetta er ekki íhaldssemi. Þetta er rasismi. þetta er þjóðernishyggja,“ sagði Ryan. „Þetta er ekki það sem við trúm á. Þetta fylgir ekki sýn okkar og sjónarmiðum landsfeðranna.“ Þá sakaði Ryan þessa hópa um að hafa rænt íhaldssömum hugtökum og að nútímatækni, sem gerði aðilum auðvelt með að græða peninga á því að dreifa boðskap sundrungar, gerði það einnig erfitt að bola þeim á brott. „Hvernig náum við kjarnanum aftur?“ var meðal þeirra spurninga sem Ryan velti upp á ráðstefnunni. Ryan var gagnrýndur nýlega eftir að hann neitaði að fordæma þingmanninn Steve King, sem er þekktur fyrir andúð á innflytjendum í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði tísti hann rasískum skilaboðum frá Nasista og talsmaður Ryan sagði í kjölfarið að Nasistar ættu ekki sæti í Repúblikanaflokknum og þingmenn ættu ekki að eiga í samskiptum við slíka aðila, sem dreifi hatri. King montaði sig í kjölfarið af því að talsmaðurinn hefði ekki nefnt hann á nafn.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira