Pólitísk slagsíða í kennslustofunni Davíð Snær Jónsson skrifar 19. júlí 2018 18:23 Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. Kennarar eru upp til hópa ríkisstarfsmenn, sem bera mikla ábyrgð á mótun samfélagsins og einstaklinganna innan þess. Völd og skyldur kennara eru meðal annars að slípa ófullmótaða einstaklinga og kenna þeim um réttindi, skyldur og grunngildi lífsins. Að vera hluti af samfélaginu. Þarna hafa kennarar unnið frábært starf í áratugi og er starfsstétt sem fær mitt lof fyrir sitt framtak til samfélagsins. Í samtölum mínum við framhaldsskólanema um gæði náms og námsefnis, hefur það komið til tals, hvernig sumir kennarar innræti skoðanir sínar inn í ákveðin umfjöllunarefni og leyfi ekki málefnalegri umræðu að eiga sér stað, án þess að grípa inn í og koma sínum skoðunum að. Í þessum umræðum getur umfjöllunarefnið verið allt frá deilum Ísraels og Palestínu, Trump sem forseta Bandaríkjanna eða hvernig dómurum var skipað í Landsrétt, og allt eru þetta mál þar sem engin ein skoðun er réttari en önnur. Framsetning námsefnis af hálfu kennarans skal vera höfð með þeim hætti að öll sjónarmið komi fram, svo nemandinn geti mótað sínar eigin skoðanir út frá umfangsefninu, án innrætingar og afskipta kennarans. Þekkingin skapast með því að kynna sér allar hliðar málsins og með því að geta fært rök fyrir skoðun sinni. Einstaka dæmi eru til um kennara sem koma með pólitíska slagsíðu inn í kennslustofuna og umræðurnar sem þar eiga sér stað. En það eitt er sennilega ekki eitthvað sem þarf að gera stórmál úr. Þó sumum geti þótt það vera trassaskapur. Í dag má samt sem áður finna dæmi um háværar raddir innan þjóðfélagsins sem vilja pólitíska innrætingu inn í kennslustofuna. Þessir einstaklingar vilja gera kynjafræði að skyldufagi í öllum framhaldsskólum landsins. Í kynjafræði er aðal áherslan lögð á að skoða og greina hlutverk kyns og kyngervis í samfélaginu. Einnig er fjallað um þjóðerni og stétt út frá sjónarhóli kynjafræðinnar, ásamt birtingarmynd valdatogstreitu í samfélaginu. Dæmi um umfjöllunarefni er t.d. feðraveldið og önnur góð og gild hugtök. Stefna SÍF er að kynjafræði verði gerð að skyldufagi í öllum framhaldsskólum landsins. Ef að kynjafræði verður gerð að skyldufagi í framhaldsskólum má spyrja sig að því af hverju það eigi ekki að gera marxísk fræði að skyldufagi líka, svo eitthvað dæmi sé nefnt. Því kynjafræði er eins og marxísku fræðin, pólitísk hugmyndafræði. Höldum áfram að gera vel á sviði jafnréttismála, hægt er að láta nemendafélög og skólayfirvöld vinna saman að ýmsum verkefnum tengdum jafnrétti, í stað þess að skylda alla að nema pólitíska hugmyndafræði. Samfélagið er á réttri vegferð í jafnréttismálum, við erum að gera vel og við munum gera enn betur á komandi árum. Kynjafræði sem skyldufag er ekki töfralausnin.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Með valdi fylgir ábyrgð. Ríkja þarf traust á milli aðila sem fara með völd í samfélaginu, þetta vitum við. Kennarar eru upp til hópa ríkisstarfsmenn, sem bera mikla ábyrgð á mótun samfélagsins og einstaklinganna innan þess. Völd og skyldur kennara eru meðal annars að slípa ófullmótaða einstaklinga og kenna þeim um réttindi, skyldur og grunngildi lífsins. Að vera hluti af samfélaginu. Þarna hafa kennarar unnið frábært starf í áratugi og er starfsstétt sem fær mitt lof fyrir sitt framtak til samfélagsins. Í samtölum mínum við framhaldsskólanema um gæði náms og námsefnis, hefur það komið til tals, hvernig sumir kennarar innræti skoðanir sínar inn í ákveðin umfjöllunarefni og leyfi ekki málefnalegri umræðu að eiga sér stað, án þess að grípa inn í og koma sínum skoðunum að. Í þessum umræðum getur umfjöllunarefnið verið allt frá deilum Ísraels og Palestínu, Trump sem forseta Bandaríkjanna eða hvernig dómurum var skipað í Landsrétt, og allt eru þetta mál þar sem engin ein skoðun er réttari en önnur. Framsetning námsefnis af hálfu kennarans skal vera höfð með þeim hætti að öll sjónarmið komi fram, svo nemandinn geti mótað sínar eigin skoðanir út frá umfangsefninu, án innrætingar og afskipta kennarans. Þekkingin skapast með því að kynna sér allar hliðar málsins og með því að geta fært rök fyrir skoðun sinni. Einstaka dæmi eru til um kennara sem koma með pólitíska slagsíðu inn í kennslustofuna og umræðurnar sem þar eiga sér stað. En það eitt er sennilega ekki eitthvað sem þarf að gera stórmál úr. Þó sumum geti þótt það vera trassaskapur. Í dag má samt sem áður finna dæmi um háværar raddir innan þjóðfélagsins sem vilja pólitíska innrætingu inn í kennslustofuna. Þessir einstaklingar vilja gera kynjafræði að skyldufagi í öllum framhaldsskólum landsins. Í kynjafræði er aðal áherslan lögð á að skoða og greina hlutverk kyns og kyngervis í samfélaginu. Einnig er fjallað um þjóðerni og stétt út frá sjónarhóli kynjafræðinnar, ásamt birtingarmynd valdatogstreitu í samfélaginu. Dæmi um umfjöllunarefni er t.d. feðraveldið og önnur góð og gild hugtök. Stefna SÍF er að kynjafræði verði gerð að skyldufagi í öllum framhaldsskólum landsins. Ef að kynjafræði verður gerð að skyldufagi í framhaldsskólum má spyrja sig að því af hverju það eigi ekki að gera marxísk fræði að skyldufagi líka, svo eitthvað dæmi sé nefnt. Því kynjafræði er eins og marxísku fræðin, pólitísk hugmyndafræði. Höldum áfram að gera vel á sviði jafnréttismála, hægt er að láta nemendafélög og skólayfirvöld vinna saman að ýmsum verkefnum tengdum jafnrétti, í stað þess að skylda alla að nema pólitíska hugmyndafræði. Samfélagið er á réttri vegferð í jafnréttismálum, við erum að gera vel og við munum gera enn betur á komandi árum. Kynjafræði sem skyldufag er ekki töfralausnin.Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun