Nota útlendar ávísanir til að ná sér í lyf Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 2. júlí 2018 06:00 Einstaklingur í fíknivanda fékk uppáskrifuð lyf frá lækni sem starfar á EES svæðinu og leysti þau út á Íslandi. Nú girðir Lyfjastofnun fyrir slíka afgreiðslu. Lyfjastofnun telur vísbendingar liggja fyrir um óábyrgar lyfjaávísanir lækna sem starfa á Evrópska efnahagssvæðinu á ávana- og fíknilyf sem hafa verið afgreiddar í íslenskum apótekum. Á síðasta ári komu upp 24 tilvik þar sem einstaklingar leystu út ávanabindandi lyf með lyfjaávísunum frá læknum með starfsleyfi á EES-svæðinu. Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, segir að þegar grunur vakni hjá lyfjafræðingi í apóteki um að verið sé að ávísa óæskilegu lyfi á fólk í fíknivanda verði að vera hægt að hafa samband við lækni. „Sem getur verið erfitt milli landa,“ bendir hann á. Embætti landlæknis sinnir eftirliti með ávísunum lækna á Íslandi og þar með talið íslenskra lækna sem eru búsettir erlendis en ávísa á fólk sem býr hér á landi. „Margir íslenskir læknar starfa erlendis,“ segir Ólafur.Sjá einnig: Fleiri misnota kennitölur til að svíkja út lyfÓlafur B. Einarsson verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti Landlæknis.„Þessar ávísanir voru skoðaðar vegna atviks sem átti sér stað þegar einstaklingur, sem átti við misnotkunarvanda að stríða, leysti út stóran skammt af sterku verkjalyfi en það var dæmi um óábyrga ávísun og afgreiðslu hættulegs lyfs,“ segir Ólafur og telur til verkjalyf sem falla í þann flokk: „Fentanýl, kódein, kódein í blöndum, morfín, oxýkódon, petidín og tramadól.“ Frá og með 1. júlí gilda ekki lengur hér á landi lyfjaávísanir lækna sem hafa starfsleyfi á EES-svæðinu, þar sem ávísað er lyfjum sem almennt eru skilgreind sem ávana- og fíknilyf. Lyfjaávísanir lækna sem hafa starfsleyfi á EES-svæðinu á önnur lyf halda áfram gildi sínu. „Reglurnar eru nýmæli en eiga sér fordæmi annars staðar frá í Evrópu,“ segir í svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Þetta nýja ákvæði er tilkomið sökum þess að hvorki íslensk yfirvöld né lyfjafræðingar sem afgreiða lyfseðla í apóteki hafa aðgang að skilvirkum úrræðum til að ganga úr skugga um lögmæti slíkra lyfjaávísana. Engin miðlæg upplýsingagátt er til staðar þar sem sannreyna má starfsleyfi lækna á Evrópska efnahagssvæðinu í heild. Þar sem almennt er talin meiri hætta á misferli við ávísanir lyfja þegar um er að ræða ávana- og fíknilyf var talið skynsamlegast að takmarka þessa heimild lyfjafræðinga með þessum hætti,“ segir í svarinu. Ólafur tiltekur að miðað við þær ábendingar sem borist hafi embættinu sé reyndar mun algengara að Íslendingar leysi lyfin út í apótekum erlendis og komi með þau til landsins. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Réði ekkert við þessi lyf Kristján Ernir Björgvinsson lýsir reynslu sinni af svonefndu bensólyfi. 23. júní 2018 14:45 Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00 Mikil fjölgun lyfjatengdra andláta 23. júní 2018 13:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Lyfjastofnun telur vísbendingar liggja fyrir um óábyrgar lyfjaávísanir lækna sem starfa á Evrópska efnahagssvæðinu á ávana- og fíknilyf sem hafa verið afgreiddar í íslenskum apótekum. Á síðasta ári komu upp 24 tilvik þar sem einstaklingar leystu út ávanabindandi lyf með lyfjaávísunum frá læknum með starfsleyfi á EES-svæðinu. Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, segir að þegar grunur vakni hjá lyfjafræðingi í apóteki um að verið sé að ávísa óæskilegu lyfi á fólk í fíknivanda verði að vera hægt að hafa samband við lækni. „Sem getur verið erfitt milli landa,“ bendir hann á. Embætti landlæknis sinnir eftirliti með ávísunum lækna á Íslandi og þar með talið íslenskra lækna sem eru búsettir erlendis en ávísa á fólk sem býr hér á landi. „Margir íslenskir læknar starfa erlendis,“ segir Ólafur.Sjá einnig: Fleiri misnota kennitölur til að svíkja út lyfÓlafur B. Einarsson verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti Landlæknis.„Þessar ávísanir voru skoðaðar vegna atviks sem átti sér stað þegar einstaklingur, sem átti við misnotkunarvanda að stríða, leysti út stóran skammt af sterku verkjalyfi en það var dæmi um óábyrga ávísun og afgreiðslu hættulegs lyfs,“ segir Ólafur og telur til verkjalyf sem falla í þann flokk: „Fentanýl, kódein, kódein í blöndum, morfín, oxýkódon, petidín og tramadól.“ Frá og með 1. júlí gilda ekki lengur hér á landi lyfjaávísanir lækna sem hafa starfsleyfi á EES-svæðinu, þar sem ávísað er lyfjum sem almennt eru skilgreind sem ávana- og fíknilyf. Lyfjaávísanir lækna sem hafa starfsleyfi á EES-svæðinu á önnur lyf halda áfram gildi sínu. „Reglurnar eru nýmæli en eiga sér fordæmi annars staðar frá í Evrópu,“ segir í svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn Fréttablaðsins. „Þetta nýja ákvæði er tilkomið sökum þess að hvorki íslensk yfirvöld né lyfjafræðingar sem afgreiða lyfseðla í apóteki hafa aðgang að skilvirkum úrræðum til að ganga úr skugga um lögmæti slíkra lyfjaávísana. Engin miðlæg upplýsingagátt er til staðar þar sem sannreyna má starfsleyfi lækna á Evrópska efnahagssvæðinu í heild. Þar sem almennt er talin meiri hætta á misferli við ávísanir lyfja þegar um er að ræða ávana- og fíknilyf var talið skynsamlegast að takmarka þessa heimild lyfjafræðinga með þessum hætti,“ segir í svarinu. Ólafur tiltekur að miðað við þær ábendingar sem borist hafi embættinu sé reyndar mun algengara að Íslendingar leysi lyfin út í apótekum erlendis og komi með þau til landsins.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00 Réði ekkert við þessi lyf Kristján Ernir Björgvinsson lýsir reynslu sinni af svonefndu bensólyfi. 23. júní 2018 14:45 Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00 Mikil fjölgun lyfjatengdra andláta 23. júní 2018 13:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„Þú ferð yfir línuna og þá er þetta bara búið“ Hvers vegna eykst misnotkun á róandi ávanabindandi lyfjum á borð við Xanax? Að minnsta kosti nítján lyfjatengd dauðsföll hafa orðið á árinu. Mæður, sem hafa misst börn sín, lýsa reynslu sinni. 23. júní 2018 11:00
Réði ekkert við þessi lyf Kristján Ernir Björgvinsson lýsir reynslu sinni af svonefndu bensólyfi. 23. júní 2018 14:45
Stóraukin neysla róandi lyfja í 10. bekk Ellefu prósent nemenda í 10. bekk segjast hafa notað róandi lyf eða svefntöflur í nýrri könnun Rannsókna & greiningar. Dósent í sálfræði segist greina mikla aukningu á neyslu slíkra lyfja á meðan neysla á öðrum dregst saman. 26. júní 2018 06:00