Safna fé til að flytja lík nepalskrar konu til fjölskyldu sinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2018 12:37 Nichole Leigh Mosty Vísir/Eyþór Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, leitar að fjárhagslegri aðstoð við að koma líki konu frá Nepal til heimalandsins. Konan svipti sig lífi á dögunum og vekur Nichole athygli á því hve einangraðar konur af erlendum uppruna upplifi sig oft á tíðum hér á landi. Konur af erlendum uppruna stigu fram í krafti fjöldans í #metoo byltingunni í janúar. Tæplega hundrað konur undirrituðu yfirlýsingu þar sem fram kom að frásagnir þeirra væru ofnar úr fordómum, mismunun, markvissu niðurbroti, vanrækslu, útilokun og misnotkun. „Margar okkar hafa upplifað það að hafa verið yfirgefnar og einangraðar af hálfu þeirra sem þær treystu. Með því að sameinast um frásagnir hafa augu okkar hins vegar opnast fyrir því að samfélagið hefur um langa hríð snúið blinda auganu að ýmsu misjöfnu sem átt hefur sér stað gagnvart konum af erlendum uppruna. Framkomu sem hefur leitt til þess að margar okkar upplifa sig ekki öruggar og að mörgum okkar finnst við ekki eiga sama rétt til verndar, aðstöðu og réttinda í íslensku samfélagi.“ Nichole vill ekki fara of djúpt í hagi konunnar sem svipti sig lífi. Hún hafi þó verið í sambandi, verið í vinnu og hluti af samfélagi. „Samt dó hún ein,“ segir Nichole. Henni finnist mjög erfitt að hugsa til þess að konan hafi svipt sig lífi frekar en að leita til fólks í hennar nærsamfélagi og þeim kerfum sem séu til staðar til að vernda og styðja við konuna. Nichole aðstoðar Félag Nepala á Íslandi við að fjármagna flutning á líki konunnar til fjölskyldu hennar í Nepal. Nepali Association of Iceland Reik.0133-15-380330 kt - 511012-0820 Í skýringu sé best að skrifa Funeral MeToo Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, leitar að fjárhagslegri aðstoð við að koma líki konu frá Nepal til heimalandsins. Konan svipti sig lífi á dögunum og vekur Nichole athygli á því hve einangraðar konur af erlendum uppruna upplifi sig oft á tíðum hér á landi. Konur af erlendum uppruna stigu fram í krafti fjöldans í #metoo byltingunni í janúar. Tæplega hundrað konur undirrituðu yfirlýsingu þar sem fram kom að frásagnir þeirra væru ofnar úr fordómum, mismunun, markvissu niðurbroti, vanrækslu, útilokun og misnotkun. „Margar okkar hafa upplifað það að hafa verið yfirgefnar og einangraðar af hálfu þeirra sem þær treystu. Með því að sameinast um frásagnir hafa augu okkar hins vegar opnast fyrir því að samfélagið hefur um langa hríð snúið blinda auganu að ýmsu misjöfnu sem átt hefur sér stað gagnvart konum af erlendum uppruna. Framkomu sem hefur leitt til þess að margar okkar upplifa sig ekki öruggar og að mörgum okkar finnst við ekki eiga sama rétt til verndar, aðstöðu og réttinda í íslensku samfélagi.“ Nichole vill ekki fara of djúpt í hagi konunnar sem svipti sig lífi. Hún hafi þó verið í sambandi, verið í vinnu og hluti af samfélagi. „Samt dó hún ein,“ segir Nichole. Henni finnist mjög erfitt að hugsa til þess að konan hafi svipt sig lífi frekar en að leita til fólks í hennar nærsamfélagi og þeim kerfum sem séu til staðar til að vernda og styðja við konuna. Nichole aðstoðar Félag Nepala á Íslandi við að fjármagna flutning á líki konunnar til fjölskyldu hennar í Nepal. Nepali Association of Iceland Reik.0133-15-380330 kt - 511012-0820 Í skýringu sé best að skrifa Funeral
MeToo Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira