Vandar „yfirelítu þessa lands“ ekki kveðjurnar vegna launahækkunar bankastjóra Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2018 12:39 Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA. Fréttablaðið/Anton Brink Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segist ekki í vafa um að íslenskt verkafólk standi frammi fyrir „hörðustu átökum sem sést hafa á íslenskum vinnumarkaði í marga áratugi“ nú þegar kjarasamningar renna út í haust. Kjarabaráttuna setur Vilhjálmur í samhengi við launahækkanir stjórnenda síðastliðið ár. Vilhjálmur er harðorður í garð „yfirelítu þessa lands“ í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag en tilefnið er frétt Fréttablaðsins um launahækkun bankastjóra Landbankans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur. Þar var greint frá því að bankaráð Landsbankans telji að launahækkunin, sem nemur 1,2 milljónum mánaðarlega, hafið verið hófleg.Sjá einnig: Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónirRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tekur undir með Vilhjálmi.Vísir/stefánHissa á „hóflegum“ 1,2 milljónum Vilhjálmur furðar sig á því að hægt sé að skilgreina 1,2 milljóna launahækkun á mánuði, „ígildi lágmarkslauna fjögurra verkamanna,“ sem hóflega. „Hugsið ykkur veruleikafirringuna og þá botnlausu græðgi sem hefur heltekið efri lög þessa samfélags,” skrifar Vilhjálmur og spáir í framhaldinu fyrir afar harðri kjarabaráttu þegar samningar renna út í haust. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að íslenskt verkafólk þarf núna að undirbúa sig undir hörðustu átök sem sést hafa á íslenskum vinnumarkaði í marga áratugi þegar kjarasamningar verkafólks renna út eftir 123 virka vinnudaga.” Gagnrýnir stjórnvöld og SA Vilhjálmur segir jafnframt liggja fyrir að Samtök atvinnulífsins, SA, „gráti sínum krókódílatárum“ og segi ekkert svigrúm vera til launahækkana þegar samningar verkafólk losni. Þá blasi einnig við að enginn vilji sé hjá stjórnvöldum að koma til móts við almenning. Þá rifjar Vilhjálmur upp launahækkanir nokkurra stjórnenda fyrirtækja og stofnana í landinu síðustu 12 mánuði og setur í samhengi við verkalýðsbaráttuna. Færslu Vilhjálms má sjá í heild hér að neðan.Heilagur stöðugleiki og norrænt samningamódel Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tekur undir með Vilhjálmi en sá fyrrnefndi deildi færslu þess síðarnefnda á Facebook nú skömmu fyrir hádegi. Þar veltir Ragnar því fyrir sér hvort launafólk láti sér lynda núverandi stöðu á vinnumarkaði. „Nú er spurning hvort launafólk sætti sig við það að ekkert svigrúm sé til launahækkana á almennum né opinberum vinnumarkaði og engar kerfisbreytingar séu í vændum hjá stjórnvöldum. Allt í nafni hins heilaga stöðugleika og norræns samningamódels,“ skrifar Ragnar. Kjaramál Tengdar fréttir Telja bankastjóra Landsbanka hafa fengið hóflega hækkun Laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir á mánuði. Bankaráð telur sig hafa gætt hófsemi við ákvörðunina sem hafi tekið mið af starfskjarastefnu bankans. 3. júlí 2018 08:00 Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57 Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Verkalýðsleiðtogi segir yfirgengilegt og blöskranlegt launaskrið í efstu lögum Ragnar Þór Ingólfsson telur framtíð kjarasamninga ráðist í kvöld. 27. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, segist ekki í vafa um að íslenskt verkafólk standi frammi fyrir „hörðustu átökum sem sést hafa á íslenskum vinnumarkaði í marga áratugi“ nú þegar kjarasamningar renna út í haust. Kjarabaráttuna setur Vilhjálmur í samhengi við launahækkanir stjórnenda síðastliðið ár. Vilhjálmur er harðorður í garð „yfirelítu þessa lands“ í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag en tilefnið er frétt Fréttablaðsins um launahækkun bankastjóra Landbankans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur. Þar var greint frá því að bankaráð Landsbankans telji að launahækkunin, sem nemur 1,2 milljónum mánaðarlega, hafið verið hófleg.Sjá einnig: Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónirRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tekur undir með Vilhjálmi.Vísir/stefánHissa á „hóflegum“ 1,2 milljónum Vilhjálmur furðar sig á því að hægt sé að skilgreina 1,2 milljóna launahækkun á mánuði, „ígildi lágmarkslauna fjögurra verkamanna,“ sem hóflega. „Hugsið ykkur veruleikafirringuna og þá botnlausu græðgi sem hefur heltekið efri lög þessa samfélags,” skrifar Vilhjálmur og spáir í framhaldinu fyrir afar harðri kjarabaráttu þegar samningar renna út í haust. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að íslenskt verkafólk þarf núna að undirbúa sig undir hörðustu átök sem sést hafa á íslenskum vinnumarkaði í marga áratugi þegar kjarasamningar verkafólks renna út eftir 123 virka vinnudaga.” Gagnrýnir stjórnvöld og SA Vilhjálmur segir jafnframt liggja fyrir að Samtök atvinnulífsins, SA, „gráti sínum krókódílatárum“ og segi ekkert svigrúm vera til launahækkana þegar samningar verkafólk losni. Þá blasi einnig við að enginn vilji sé hjá stjórnvöldum að koma til móts við almenning. Þá rifjar Vilhjálmur upp launahækkanir nokkurra stjórnenda fyrirtækja og stofnana í landinu síðustu 12 mánuði og setur í samhengi við verkalýðsbaráttuna. Færslu Vilhjálms má sjá í heild hér að neðan.Heilagur stöðugleiki og norrænt samningamódel Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tekur undir með Vilhjálmi en sá fyrrnefndi deildi færslu þess síðarnefnda á Facebook nú skömmu fyrir hádegi. Þar veltir Ragnar því fyrir sér hvort launafólk láti sér lynda núverandi stöðu á vinnumarkaði. „Nú er spurning hvort launafólk sætti sig við það að ekkert svigrúm sé til launahækkana á almennum né opinberum vinnumarkaði og engar kerfisbreytingar séu í vændum hjá stjórnvöldum. Allt í nafni hins heilaga stöðugleika og norræns samningamódels,“ skrifar Ragnar.
Kjaramál Tengdar fréttir Telja bankastjóra Landsbanka hafa fengið hóflega hækkun Laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir á mánuði. Bankaráð telur sig hafa gætt hófsemi við ákvörðunina sem hafi tekið mið af starfskjarastefnu bankans. 3. júlí 2018 08:00 Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57 Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Verkalýðsleiðtogi segir yfirgengilegt og blöskranlegt launaskrið í efstu lögum Ragnar Þór Ingólfsson telur framtíð kjarasamninga ráðist í kvöld. 27. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst Sjá meira
Telja bankastjóra Landsbanka hafa fengið hóflega hækkun Laun bankastjóra Landsbankans hækkuðu um 1,2 milljónir á mánuði. Bankaráð telur sig hafa gætt hófsemi við ákvörðunina sem hafi tekið mið af starfskjarastefnu bankans. 3. júlí 2018 08:00
Verkalýðsleiðtogi um milljóna launahækkun forstjóra N1: „Þetta var kornið sem stútfyllti mælinn“ Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, vandar forstjóra og eigendum N1 ekki kveðjurnar í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. 15. mars 2018 09:57
Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00
Verkalýðsleiðtogi segir yfirgengilegt og blöskranlegt launaskrið í efstu lögum Ragnar Þór Ingólfsson telur framtíð kjarasamninga ráðist í kvöld. 27. febrúar 2018 11:30