Telja bankastjóra Landsbanka hafa fengið hóflega hækkun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. júlí 2018 08:00 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, fékk hóflega launahækkun að mati bankaráðsins. Fréttablaðið/Eyþór Bankaráð Landsbankans telur sig hafa gætt hófsemi þegar það ákvarðaði að mánaðarlaun bankastjórans skyldu hækka um tæpar 1,2 milljónir á síðasta ári. Ákvörðunin hafi byggt á starfskjarastefnu bankans þar sem kveðið er á um að laun helstu stjórnenda skuli vera samkeppnishæf við kjör annarra stjórnenda stórra fjármálafyrirtækja, nokkuð sem ekki hafi verið raunin með bankastjóra Landsbankans um áralangt skeið.Líkt og Fréttablaðið greindi frá um helgina hækkuðu laun margra forstjóra ríkisfyrirtækja gríðarlega þann 1. júlí í fyrra þegar ákvörðunarvald yfir launum þeirra var fært frá kjararáði til stjórna viðkomandi fyrirtækja. Mánaðarlaun forstjóra Landsvirkjunar, Harðar Arnarsonar, hækkuðu um 58 prósent eða sem nemur ríflega 1,2 milljónum króna.Sjá einnig: Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Fast á hæla Herði í hækkunum kom Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, sem hækkaði um 56 prósent eða tæpar 1,2 milljónir á mánuði. Hækkuðu laun bankastjórans úr 2.089.093 krónum á mánuði í 3.250.000 krónur. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins kom fram að stjórn Landsvirkjunar taldi sig vera að efna ráðningarsamning við Hörð frá árinu 2009, áður en forstjórinn færðist undir kjararáð.Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs og starfskjaranefndar Landsbankans.Í svari frá Landsbankanum við fyrirspurn Fréttablaðsins þar sem óskað var skýringa frá bankaráði á þeirri ákvörðun að hækka laun bankastjórans um 56 prósent á einu bretti, segir að það byggi á starfskjarastefnu bankans sem samþykkt sé á aðalfundi. „Um að starfskjör helstu stjórnenda skuli vera samkeppnishæf við kjör stjórnenda í stærri fjármálafyrirtækjum á fjármálamarkaði og ákveðin í samræmi við lög en þó ekki leiðandi.“ Eins og fram hefur komið beindi fjármála- og efnahagsráðuneytið þeim tilmælum til stjórna ríkisfyrirtækja í ársbyrjun 2017 að launahækkunum forstjóra yrði stillt í hóf eftir breytingarnar 1. júlí. Aðspurð hvernig launahækkun bankastjórans í fyrra samræmist þeim tilmælum segir: „Í kjölfar lagabreytingarinnar hefur bankaráð tekið starfskjör bankastjóra til endurskoðunar og lagt til grundvallar að gætt sé hófsemi varðandi launakjör, en að laun stjórnenda eigi að standast samanburð á þeim sviðum sem bankinn starfar á, en séu ekki leiðandi. Bankastjóri Landsbankans hefur um áralangt skeið ekki notið kjara í samræmi við starfskjarastefnu bankans.“ Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Steinþór Pálsson, gerði oft athugasemdir við launakjör sín á sínum tíma og benti á að hann sem bankastjóri væri með lægri laun en margir undirmanna hans. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Bankaráð Landsbankans telur sig hafa gætt hófsemi þegar það ákvarðaði að mánaðarlaun bankastjórans skyldu hækka um tæpar 1,2 milljónir á síðasta ári. Ákvörðunin hafi byggt á starfskjarastefnu bankans þar sem kveðið er á um að laun helstu stjórnenda skuli vera samkeppnishæf við kjör annarra stjórnenda stórra fjármálafyrirtækja, nokkuð sem ekki hafi verið raunin með bankastjóra Landsbankans um áralangt skeið.Líkt og Fréttablaðið greindi frá um helgina hækkuðu laun margra forstjóra ríkisfyrirtækja gríðarlega þann 1. júlí í fyrra þegar ákvörðunarvald yfir launum þeirra var fært frá kjararáði til stjórna viðkomandi fyrirtækja. Mánaðarlaun forstjóra Landsvirkjunar, Harðar Arnarsonar, hækkuðu um 58 prósent eða sem nemur ríflega 1,2 milljónum króna.Sjá einnig: Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Fast á hæla Herði í hækkunum kom Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, sem hækkaði um 56 prósent eða tæpar 1,2 milljónir á mánuði. Hækkuðu laun bankastjórans úr 2.089.093 krónum á mánuði í 3.250.000 krónur. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins kom fram að stjórn Landsvirkjunar taldi sig vera að efna ráðningarsamning við Hörð frá árinu 2009, áður en forstjórinn færðist undir kjararáð.Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs og starfskjaranefndar Landsbankans.Í svari frá Landsbankanum við fyrirspurn Fréttablaðsins þar sem óskað var skýringa frá bankaráði á þeirri ákvörðun að hækka laun bankastjórans um 56 prósent á einu bretti, segir að það byggi á starfskjarastefnu bankans sem samþykkt sé á aðalfundi. „Um að starfskjör helstu stjórnenda skuli vera samkeppnishæf við kjör stjórnenda í stærri fjármálafyrirtækjum á fjármálamarkaði og ákveðin í samræmi við lög en þó ekki leiðandi.“ Eins og fram hefur komið beindi fjármála- og efnahagsráðuneytið þeim tilmælum til stjórna ríkisfyrirtækja í ársbyrjun 2017 að launahækkunum forstjóra yrði stillt í hóf eftir breytingarnar 1. júlí. Aðspurð hvernig launahækkun bankastjórans í fyrra samræmist þeim tilmælum segir: „Í kjölfar lagabreytingarinnar hefur bankaráð tekið starfskjör bankastjóra til endurskoðunar og lagt til grundvallar að gætt sé hófsemi varðandi launakjör, en að laun stjórnenda eigi að standast samanburð á þeim sviðum sem bankinn starfar á, en séu ekki leiðandi. Bankastjóri Landsbankans hefur um áralangt skeið ekki notið kjara í samræmi við starfskjarastefnu bankans.“ Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, Steinþór Pálsson, gerði oft athugasemdir við launakjör sín á sínum tíma og benti á að hann sem bankastjóri væri með lægri laun en margir undirmanna hans.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Mánaðarlaun ríkisforstjóra hækkuðu um 1,2 milljónir Laun forstjóra Landsvirkjunar hækkuðu miklu meira í fyrra en áður hafði verið haldið fram. Ríkisforstjórar hækkuðu margir umtalsvert í launum í júlí í fyrra þegar stjórnir fyrirtækjanna tóku við ákvörðunarvaldi launa þeirra. 30. júní 2018 09:00