ESPN mælir með því að fylgjast með Tryggva í Sumardeild NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 22:30 Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty ESPN hefur tekið saman skemmtilega grein um Sumardeild NBA í körfubolta sem fer fram í Las Vegas frá 6. til 17. júlí. Blaðamenn hjá bandaríska íþróttamiðlinum hafa farið yfir leikmannahópa allra NBA liðanna og valið svo einn leikmann í hverju liði sem menn ættu að fylgjast með í Sumardeildinni. Þarna eru að sjálfsögðu verðandi stórstjörnur eins og Slóveninn Luka Doncic hjá Dallas Mavericks og Deandre Ayton hjá Phoenix Suns sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu. Við Íslendingar þekkjum hinsvegar vel fulltrú Toronto Raptors á þessum lista en það er enginn annar en íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason. Tryggvi Snær Hlinason flaug beint út til Bandaríkjanna eftir að hafa spilað tvo leiki með íslenska körfuboltalandsliðinu í Búlgaríu og Finnlandi.New on ESPN with @kpelton: Team by team look at which players to watch during Vegas Summer League. https://t.co/te5FEqH3j3 — Mike Schmitz (@Mike_Schmitz) July 5, 2018 Í umfjölluninni um Tryggva kemur fram að Toronto sé með nokkra leikmenn úr Evrópuboltanum sem þeir ætla að prufa og þar eru nefndir á nafn leikstjórnandinn Jordan Loyd sem var að spila í Ísrael og bakvörðinn Codi Miller-McIntyre sem var að spila á Ítalíu. Vera þeirra á leikmannalista Toronto liðsins kemur samt ekki í veg fyrir það að ESPN tilnefnir Tryggva Snæ Hlinson sem manninn sem eigi að fylgjast með hjá Raptors-liðinu. Það kom blaðamanna ESPN sem dæmi mjög á óvart að Tryggvi skuli ekki hafi verið valinn í nýliðavalinu á dögunum. Þar segir að Tryggvi sé með óvenjulegan bakgrunn og að hann hafi komið seint inn i íþróttina sem gerir það enn merkilegra hversu öflugur leikmaður hann er orðinn í dag. Styrkleikar hans eru taldir verða líkamsburðirnir, hreyfigetan, hversu góður hann er að grípa boltann, verja hringinn og hversu góða tilfinningu Tryggvi hefur fyrir leilnum. „Það verður áhugavert að sjá hvernig hann kemur út í meira opnum leik eins og er spilaður í NBA,“ segir í umfjölluninni um Tryggva. Það má finna alla umfjöllun ESPN með því að smella hér. NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
ESPN hefur tekið saman skemmtilega grein um Sumardeild NBA í körfubolta sem fer fram í Las Vegas frá 6. til 17. júlí. Blaðamenn hjá bandaríska íþróttamiðlinum hafa farið yfir leikmannahópa allra NBA liðanna og valið svo einn leikmann í hverju liði sem menn ættu að fylgjast með í Sumardeildinni. Þarna eru að sjálfsögðu verðandi stórstjörnur eins og Slóveninn Luka Doncic hjá Dallas Mavericks og Deandre Ayton hjá Phoenix Suns sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu. Við Íslendingar þekkjum hinsvegar vel fulltrú Toronto Raptors á þessum lista en það er enginn annar en íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason. Tryggvi Snær Hlinason flaug beint út til Bandaríkjanna eftir að hafa spilað tvo leiki með íslenska körfuboltalandsliðinu í Búlgaríu og Finnlandi.New on ESPN with @kpelton: Team by team look at which players to watch during Vegas Summer League. https://t.co/te5FEqH3j3 — Mike Schmitz (@Mike_Schmitz) July 5, 2018 Í umfjölluninni um Tryggva kemur fram að Toronto sé með nokkra leikmenn úr Evrópuboltanum sem þeir ætla að prufa og þar eru nefndir á nafn leikstjórnandinn Jordan Loyd sem var að spila í Ísrael og bakvörðinn Codi Miller-McIntyre sem var að spila á Ítalíu. Vera þeirra á leikmannalista Toronto liðsins kemur samt ekki í veg fyrir það að ESPN tilnefnir Tryggva Snæ Hlinson sem manninn sem eigi að fylgjast með hjá Raptors-liðinu. Það kom blaðamanna ESPN sem dæmi mjög á óvart að Tryggvi skuli ekki hafi verið valinn í nýliðavalinu á dögunum. Þar segir að Tryggvi sé með óvenjulegan bakgrunn og að hann hafi komið seint inn i íþróttina sem gerir það enn merkilegra hversu öflugur leikmaður hann er orðinn í dag. Styrkleikar hans eru taldir verða líkamsburðirnir, hreyfigetan, hversu góður hann er að grípa boltann, verja hringinn og hversu góða tilfinningu Tryggvi hefur fyrir leilnum. „Það verður áhugavert að sjá hvernig hann kemur út í meira opnum leik eins og er spilaður í NBA,“ segir í umfjölluninni um Tryggva. Það má finna alla umfjöllun ESPN með því að smella hér.
NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira